Gestir Sverris Norland í fimmta þætti af Bókahúsinu eru Eiríkur Bergmann, sem ræddi nýja bók sína Þjóðarávarpið í fróðlegu spjalli sem snerti á þjóðernishugmyndum, popúlisma, upplýsingaóreiðu og ótal öðru.
Linda Ólafsdóttir teiknari og Margrét Tryggvadóttir rithöfundur voru einnig gestir hlaðvarpsins en þær sendu nýlega frá sér hið fallega samvinnuverkefni Reykjavík barnanna auk þess sem Margrét gaf fyrr á árinu út verðlaunabókina Sterk.
Þá ræðir Elín Edda Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Forlaginu, við Sverri um þau fjölmörgu horn sem hún hefur í að líta á kontórnum, m.a. um þau sjónarmið sem ráða för þegar velja á erlendar bækur til útgáfu.
Bókahúsið er aðgengilegt á helstu hlaðvarpsveitum en einnig má nálgast alla þættina á vef Forlagsins.