Jamíkubúinn Usain Bolt sigraði nokkuð örugglega í 200 metra hlaupi á HM í Peking í dag, og þurfti hans helsti keppinautur í spretthlaupum, Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin, að sætta sig við annað sætið. Bolt, sem hljóp á tímanum 19.55 sekúndur, sigraði einnig í 100 metra hlaupinu.
Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segja sérfræðingar sem rætt er við að með sigrinum hafi Bolt aftur bjargað andliti frjálsra íþrótta sem glíma við mikinn ímyndarvanda vegna lyfjamisnotkunar íþróttamanna, en Gatlin hefur í tvígang fallið á lyfjaprófi á ferli sínum, en er samt að keppa í fremstu röð.
Gatlin féll fyrst á lyfjaprófi 2001 og fékk þá tveggja ára keppnisbann, sem var svo stytt í eitt ár. Árið 2005 féll Gatlin aftur á lyfjaprófi þegar sterar mældust í alltof miklu mæli í honum. Hann hafði þá unnið 100 og 200 hlaup á HM í Helsinki í Finnlandi. Hann fékk þá fjögurra ára keppnisbann. Eftir að því lauk hóf hann keppni á nýjan leik, og er nú kominn í fremstu röð aftur.
Kínverskur myndatökumaður stal senunni á HM í Peking þegar hann klessti á Bolt á ökutæki sínu, skömmu eftir sigurinn í 200 metra hlaupinu, með þeim afleiðingum að þeir duttu báðir til jarðar. Bolto sagði eftir hlaupið að hann hafi ekki vitað hvað væri í gangi. „Hann reyndi að drepa mig“ sagði Bolt og brosti.
Cameranan rolling on Bolt #usainbolt #beijing2015 #number1 #cameraman (Vine by @VDWinParis) https://t.co/TYzLs3pEwF
— J.Wän (@jwanj) August 27, 2015