Borgarstjóri segir að taka þurfi öllum fréttum Moggans með fyrirvara í aðdraganda kosninga

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir Morgunblaðið í dag fyrir að hafa sleppt því að birta svör hans sem hrekja efnislega nokkra punkta í fréttaflutningi blaðsins um bensínstöðvarlóð við Ægisíðu 102.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri gagn­rýnir frétta­flutn­ing Morg­un­blaðs­ins af bens­ín­stöðv­ar­lóð við Ægi­síðu harð­lega í dag og segir að það sé „mik­il­vægt fyrir almenn­ing að átta sig á því að það þarf að taka öllum fréttum Morg­un­blaðs­ins og fram­setn­ingu þeirra með fyr­ir­vara í aðdrag­anda kosn­inga.“

Þetta kemur fram í færslu Dags á Face­book, en þar segir hann að frétt Morg­un­blaðs­ins í gær um að borgin sé að færa Festi millj­arða á Silf­ur­fati með því að láta bygg­ing­ar­rétt á lóð­inni við Ægi­síðu 102 renna til félags­ins hafi byggt á þremur stað­hæf­ingum sem allar hafi verið efn­is­lega rang­ar.

„Blaðið var beðið um að leið­rétta punkt­ana þrjá – einsog eðli­legir fjöl­miðlar gera í takt við við­ur­kennd vinnu­brögð í blaða­mennsku, en gerði það ekki heldur sendi að bragði fimm spurn­ingar „til borg­ar­stjóra“. Í morgun birt­ist blað­ið, bæði án leið­rétt­ing­ar­innar og svar­anna sem blaðið kall­aði þó eft­ir. Enda bera svörin með sér að skrif blaðs­ins voru út úr öllu kort­i,“ segir Dagur í færslu sinni, þar sem hann birtir einnig spurn­ingar blaða­manns Morg­un­blaðs­ins og svör sín við þeim.

Auglýsing

Vert er að taka fram að vísað var til hluta svar­anna frá borg­ar­stjóra í fram­halds­frétt Morg­un­blaðs­ins um þetta mál, sem birt­ist í blað­inu í dag.

Skjáskot af frétt Morgunblaðsins frá því í gær.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um áform Festi á þess­ari lóð og fleirum þar sem bens­ín­stöðvar munu víkja í náinni fram­tíð og einnig óánægju sem íbúar í grennd­inni hafa sett fram með það bygg­ing­ar­magn sem Festi hefur sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingum félag­ins séð fyrir sér á lóð­inni.

Fram­sal bygg­ing­ar­réttar á lóð­inni til Festi var hluti af heild­ar­samn­ingum borg­ar­innar við olíu­fé­lögin um fækkun bens­ín­stöðva, en Festi var með lóð­ar­leigu­samn­ing um þessa til­teknu lóð til árs­ins 2027. Á sumum öðrum stöðum í borg­inni þar sem bens­ín­stöðvar munu víkja voru leigu­samn­ingar um lóðir í gildi langt fram eftir öld­inn­i.

Dagur segir að punkt­arnir sem voru efn­is­lega rangir í frétta­flutn­ingi Morg­un­blaðs­ins hafi verið þær að lóðin „gengi að óbreyttu aftur til borg­ar­inn­ar“ eftir nokkur ár, að byggja eigi á reitnum fimm hæða hús og að Festi væri að fá tvo millj­arða í gjöf.

Borgin hefði þurft að bera kostnað við að fá lóð­ina til sín

Í svari borg­ar­stjóra til Morg­un­blaðs­ins er þessum þremur punktum svarað efn­is­lega. Hann segir það hafa verið borg­inni í hag að gera þennan samn­ing frekar en að bíða og að í samn­ingum um Ægi­síðu 102 hafi verið ákvæði um upp­kaup við lok samn­ings á matsvirði, sem senni­lega hefði hlaupið á hund­ruðum millj­óna.

Borgin hefði því ekki ein­fald­lega fengið lóð­ina aftur ókeypis í hend­urnar eins og sagði í frétt Morg­un­blaðs­ins, heldur hefði hún þurft að bera kostnað sem gæti að sögn borg­ar­stjóra verið um 300-400 millj­ónir miðað við mark­aðs­verð atvinnu­hús­næðis og að við það bæt­ist kostn­aður við nið­ur­rif og hreinsun lóð­ar­inn­ar, sem hefði getað orðið 100-200 millj­ónir króna að sögn Dags.

„Ljóst er því að sam­þykkja hefði þurft mikið bygg­ing­ar­magn til að ná þessum kostn­aði til baka. Hags­munir borg­ar­innar voru því betur tryggðir með því að ná samn­ing­um, fækka bens­ín­stöðvum innan hverf­is­ins og flýta upp­bygg­ingu íbúða og hverfistengdrar þjón­ustu í hennar stað,“ segir í svari borg­ar­stjóra um þennan punkt.

Minni verð­mæti í bygg­inga­rétt­inum en slegið var fram

Varð­andi þann punkt í frétt Morg­un­blaðs­ins um að verið sé að færa Festi í hendur bygg­ing­ar­rétt sem geti numið um tveimur millj­örðum segir Dagur að þær tölur séu „tómur skáld­skap­ur,“ enda sé eng­inn hafður fyrir þeim.

„Ef tveim millj­örðum er deilt á 50 íbúðir reikn­ast verð­mæti bygg­ing­ar­rétt­ar­ins á 40 millj­ónir á hverja íbúð sem er óbyggð og eftir að greiða gatna­gerð­ar­gjöld og bygg­inga­kostn­að. Slík verð hafa hvergi sést á Íslandi og eru víðs fjarri veru­leik­an­um. Morg­un­blaðið verður að vanda sig miklu betur í sínum frétta­flutn­ingi en ekki slá slíku fram. Í mál­inu liggur fyrir vilji til að þróa byggð á reitnum en engin stað­fest bygg­ing­ar­á­form liggja fyrir um þessa til­teknu lóð. Í samn­ingnum er kveðið á um upp­bygg­ingu upp á 2-4 hæð­ir. Það er ljóst að hún þarf að falla vel að þeirri byggð sem fyrir er,“ segir í svari Dags til Morg­un­blaðs­ins.

Fimm hæðir og undir lægsti flokk­ur­inn í aðal­skipu­lagi

Varð­andi þann punkt í frétt Morg­un­blaðs­ins að til standi að byggja allt að fimm hæða hús á lóð­inni, en lóðin er í þeim hæð­ar­flokki í nýlega breyttu aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, bendir Dagur á það í svari sínu að það sé lægsti hæð­ar­flokk­ur­inn í aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar.

„Í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur eru þrír hæð­ar­flokk­ar. Fimm hæðir og und­ir, fimm til átta hæðir og níu hæðir og yfir. Eðli­legt í ljósi stöðu þessa reits er að hann færi í neðsta flokk­inn, þ.e.a.s. undir fimm hæð­um. Það gefur þó ekki fyr­ir­heit um að heim­ilt sé að byggja fimm hæðir enda hefur alltaf verið rætt um 2-4 hæðir sem kall­ast á við önnur hús í göt­unni. End­an­legar hæðir húsa eru ákveðnar í deiliskipu­lag­i,“ segir í svari borg­ar­stjóra.

Morg­un­blaðið hefur fyrir löngu sýnt að það skeytir hvorki um skömm eða heiður þegar kemur að rit­stjórna­greinum og...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Fri­day, Janu­ary 21, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent