Borgarstjóri segir að taka þurfi öllum fréttum Moggans með fyrirvara í aðdraganda kosninga

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir Morgunblaðið í dag fyrir að hafa sleppt því að birta svör hans sem hrekja efnislega nokkra punkta í fréttaflutningi blaðsins um bensínstöðvarlóð við Ægisíðu 102.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri gagn­rýnir frétta­flutn­ing Morg­un­blaðs­ins af bens­ín­stöðv­ar­lóð við Ægi­síðu harð­lega í dag og segir að það sé „mik­il­vægt fyrir almenn­ing að átta sig á því að það þarf að taka öllum fréttum Morg­un­blaðs­ins og fram­setn­ingu þeirra með fyr­ir­vara í aðdrag­anda kosn­inga.“

Þetta kemur fram í færslu Dags á Face­book, en þar segir hann að frétt Morg­un­blaðs­ins í gær um að borgin sé að færa Festi millj­arða á Silf­ur­fati með því að láta bygg­ing­ar­rétt á lóð­inni við Ægi­síðu 102 renna til félags­ins hafi byggt á þremur stað­hæf­ingum sem allar hafi verið efn­is­lega rang­ar.

„Blaðið var beðið um að leið­rétta punkt­ana þrjá – einsog eðli­legir fjöl­miðlar gera í takt við við­ur­kennd vinnu­brögð í blaða­mennsku, en gerði það ekki heldur sendi að bragði fimm spurn­ingar „til borg­ar­stjóra“. Í morgun birt­ist blað­ið, bæði án leið­rétt­ing­ar­innar og svar­anna sem blaðið kall­aði þó eft­ir. Enda bera svörin með sér að skrif blaðs­ins voru út úr öllu kort­i,“ segir Dagur í færslu sinni, þar sem hann birtir einnig spurn­ingar blaða­manns Morg­un­blaðs­ins og svör sín við þeim.

Auglýsing

Vert er að taka fram að vísað var til hluta svar­anna frá borg­ar­stjóra í fram­halds­frétt Morg­un­blaðs­ins um þetta mál, sem birt­ist í blað­inu í dag.

Skjáskot af frétt Morgunblaðsins frá því í gær.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um áform Festi á þess­ari lóð og fleirum þar sem bens­ín­stöðvar munu víkja í náinni fram­tíð og einnig óánægju sem íbúar í grennd­inni hafa sett fram með það bygg­ing­ar­magn sem Festi hefur sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingum félag­ins séð fyrir sér á lóð­inni.

Fram­sal bygg­ing­ar­réttar á lóð­inni til Festi var hluti af heild­ar­samn­ingum borg­ar­innar við olíu­fé­lögin um fækkun bens­ín­stöðva, en Festi var með lóð­ar­leigu­samn­ing um þessa til­teknu lóð til árs­ins 2027. Á sumum öðrum stöðum í borg­inni þar sem bens­ín­stöðvar munu víkja voru leigu­samn­ingar um lóðir í gildi langt fram eftir öld­inn­i.

Dagur segir að punkt­arnir sem voru efn­is­lega rangir í frétta­flutn­ingi Morg­un­blaðs­ins hafi verið þær að lóðin „gengi að óbreyttu aftur til borg­ar­inn­ar“ eftir nokkur ár, að byggja eigi á reitnum fimm hæða hús og að Festi væri að fá tvo millj­arða í gjöf.

Borgin hefði þurft að bera kostnað við að fá lóð­ina til sín

Í svari borg­ar­stjóra til Morg­un­blaðs­ins er þessum þremur punktum svarað efn­is­lega. Hann segir það hafa verið borg­inni í hag að gera þennan samn­ing frekar en að bíða og að í samn­ingum um Ægi­síðu 102 hafi verið ákvæði um upp­kaup við lok samn­ings á matsvirði, sem senni­lega hefði hlaupið á hund­ruðum millj­óna.

Borgin hefði því ekki ein­fald­lega fengið lóð­ina aftur ókeypis í hend­urnar eins og sagði í frétt Morg­un­blaðs­ins, heldur hefði hún þurft að bera kostnað sem gæti að sögn borg­ar­stjóra verið um 300-400 millj­ónir miðað við mark­aðs­verð atvinnu­hús­næðis og að við það bæt­ist kostn­aður við nið­ur­rif og hreinsun lóð­ar­inn­ar, sem hefði getað orðið 100-200 millj­ónir króna að sögn Dags.

„Ljóst er því að sam­þykkja hefði þurft mikið bygg­ing­ar­magn til að ná þessum kostn­aði til baka. Hags­munir borg­ar­innar voru því betur tryggðir með því að ná samn­ing­um, fækka bens­ín­stöðvum innan hverf­is­ins og flýta upp­bygg­ingu íbúða og hverfistengdrar þjón­ustu í hennar stað,“ segir í svari borg­ar­stjóra um þennan punkt.

Minni verð­mæti í bygg­inga­rétt­inum en slegið var fram

Varð­andi þann punkt í frétt Morg­un­blaðs­ins um að verið sé að færa Festi í hendur bygg­ing­ar­rétt sem geti numið um tveimur millj­örðum segir Dagur að þær tölur séu „tómur skáld­skap­ur,“ enda sé eng­inn hafður fyrir þeim.

„Ef tveim millj­örðum er deilt á 50 íbúðir reikn­ast verð­mæti bygg­ing­ar­rétt­ar­ins á 40 millj­ónir á hverja íbúð sem er óbyggð og eftir að greiða gatna­gerð­ar­gjöld og bygg­inga­kostn­að. Slík verð hafa hvergi sést á Íslandi og eru víðs fjarri veru­leik­an­um. Morg­un­blaðið verður að vanda sig miklu betur í sínum frétta­flutn­ingi en ekki slá slíku fram. Í mál­inu liggur fyrir vilji til að þróa byggð á reitnum en engin stað­fest bygg­ing­ar­á­form liggja fyrir um þessa til­teknu lóð. Í samn­ingnum er kveðið á um upp­bygg­ingu upp á 2-4 hæð­ir. Það er ljóst að hún þarf að falla vel að þeirri byggð sem fyrir er,“ segir í svari Dags til Morg­un­blaðs­ins.

Fimm hæðir og undir lægsti flokk­ur­inn í aðal­skipu­lagi

Varð­andi þann punkt í frétt Morg­un­blaðs­ins að til standi að byggja allt að fimm hæða hús á lóð­inni, en lóðin er í þeim hæð­ar­flokki í nýlega breyttu aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, bendir Dagur á það í svari sínu að það sé lægsti hæð­ar­flokk­ur­inn í aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar.

„Í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur eru þrír hæð­ar­flokk­ar. Fimm hæðir og und­ir, fimm til átta hæðir og níu hæðir og yfir. Eðli­legt í ljósi stöðu þessa reits er að hann færi í neðsta flokk­inn, þ.e.a.s. undir fimm hæð­um. Það gefur þó ekki fyr­ir­heit um að heim­ilt sé að byggja fimm hæðir enda hefur alltaf verið rætt um 2-4 hæðir sem kall­ast á við önnur hús í göt­unni. End­an­legar hæðir húsa eru ákveðnar í deiliskipu­lag­i,“ segir í svari borg­ar­stjóra.

Morg­un­blaðið hefur fyrir löngu sýnt að það skeytir hvorki um skömm eða heiður þegar kemur að rit­stjórna­greinum og...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Fri­day, Janu­ary 21, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent