Bretar breyta orðalagi í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

rsz_h_51958674.jpg
Auglýsing

Kjör­stjórn í Bret­landi hefur gefið út yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að hún vilji að stjórn­völd breyti orða­lagi í spurn­ing­unni sem notuð verður í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi aðild Breta að Evr­ópu­sam­band­in­u. Da­vid Cameron for­sæt­is­ráð­herra hefur brugð­ist skjótt við og segir að spurn­ing­unni verði breytt í sam­ræmi við til­lögur kjör­stjórn­ar­inn­ar.

Spurn­ingin sem til stóð að nota er "Ætti Bret­land að vera áfram ­með­limur í Evr­ópu­sam­band­in­u?" (e. Should the United Kingdom remain a mem­ber of the European Union?). Mögu­leg svör við spurn­ing­unni eru svo já og nei. Kjör­stjórn mælt­i ­með því að spurn­ing­unni yrð­i breytt þannig að hún yrði orðuð "Ætti Bret­land að vera áfram með­limur í Evr­ópu­sam­band­inu eða fara úr ­Evr­ópu­sam­band­in­u?" Svörin yrðu þá "á­fram með­limur í Evr­ópu­sam­band­inu" og "fara úr Evr­ópu­sam­band­in­u".

Jenny Watson, for­maður kjör­stjórn­ar­inn­ar, sagði í yfir­lýs­ingu að allar spurn­ingar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum þurfi að vera eins skýrar og mögu­legt er svo að kjós­endur skilji það mik­il­væga val sem þeir standi frammi fyr­ir. "Við höfum prófað vænt­an­lega spurn­ingu meðal kjós­enda og fengið álit frá þeim sem koma til með að standa í kosn­inga­bar­áttu, frá háskóla­fólki og tungu­mála­sér­fræð­ing­um." Þótt kjós­endur hafi skilið spurn­ing­una sögðu sumir að orða­lagið væri ekki hlut­laust. "Það er nú undir þing­inu komið að ræða ráð­gjöf okkar og ákveða hvaða orða­lag á að nota."

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None