Breyta áformum og þyrma Straumstjörnum

Vegagerðin ákvað á síðustu metrum umhverfismats að endurskoða veghönnun við tvöföldun síðasta kafla Reykjanesbrautar. Straumstjörnum, sem eru einstakar á heimsvísu, verður ekki raskað.

Straumsvík og Straumstjarnir eru á náttúruminjaskrá.
Straumsvík og Straumstjarnir eru á náttúruminjaskrá.
Auglýsing

Ekki verður þrengt að Straum­stjörnum umfram það sem þegar hefur verið gert við tvö­földun síð­asta kafla Reykja­nes­braut­ar. Í tjörn­unum við Straums­vík gætir sjáv­ar­falla í fersku vatni og eiga þær sér fáar líkar á jörð­inni. Á þetta lögðu Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, Nátt­úru­fræði­stofnun og Umhverf­is­stofnun áherslu í umsögnum sínum í umhverf­is­mats­ferli hinnar fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmdar Vega­gerð­ar­innar og bentu á nei­kvæð áhrif sem hún myndi hafa á líf­ríki og ásýnt tjarn­anna. Ákvað Vega­gerðin í kjöl­farið að end­ur­skoða veg­hönn­un­ina á þessum kafla.

T­veir val­kostir voru kynntir í frum­mats­skýrslu sem aug­lýst í var í sumar og í báðum þeirra var gert ráð fyrir því að þrengt yrði að tjörn­un­um. Frá þessu hefur nú verið horfið í end­an­legri mats­skýrslu stofn­un­ar­innar og verður ekki farið með vegi, hjóla- eða göngu­stíga út í tjarn­irnar líkt og lagt var til áður. Núver­andi vegur hefur þegar þrengt mikið að tjörn­unum en með tvö­földun hans verður þeim ekki raskað umfram það sem þegar hefur verið gert.

Í mats­skýrslu Vega­gerð­ar­innar segir að „í ljósi ein­dreg­innar áherslu Haf­rann­sókna­stofn­unar og fleiri aðila á að þrengja ekki að fjöru­svæði Straum­stjarna“ ásamt athuga­semdum ISAL er varða öryggi gang­andi og hjólandi, hafi verið ákveðið að end­ur­skoða veg­hönn­un­ina á þessum kafla. Hingað til hafi hönnun mið­ast við að koma tvö­földun Reykja­nes­brautar fyrir á núver­andi brú við Straums­vík. Svig­rúm til að koma veg­lín­unni frá Straum­stjörnum var því ekki til staðar auk þess sem gert var ráð fyrir bráða­birgða­teng­ingu við Straum frá hring­torgi við ISAL.

Auglýsing

Breytt veg­hönnun hefur í för með sér að brúin við Straums­vík verður breikkuð til að koma akbrautum fyrir auk þess sem sér­stökum und­ir­göngum fyrir göngu- og hjóla­stíg verður bætt við til hliðar við akst­urs­göng­in. Með því er unnt að sveigja veg­lín­una meira til suð­urs sem skapar rými fyrir aðrein frá ISAL til vest­urs án þess að fara út í Straum­stjarn­ir. Þá hefur verið ákveðið að gera und­ir­göng fyrir gang­andi og hjólandi á móts við Straum og tengja þau stíga­kerfi Hafn­ar­fjarðar sem nú er í deiliskipu­lags­ferli.

Skipu­lags­stofnun hefur gefið álit sitt vegna áforma Vega­gerð­ar­innar um breikkun Reykja­nes­brautar frá Krýsu­vík­ur­vegi að Hvassa­hrauni í Hafn­ar­firði. Í álit­inu er breyttum áformum Vega­gerð­ar­innar fagn­að, ákvörð­unin sögð jákvæð og til þess fallin að draga veru­lega úr umhverf­is­á­hrifum fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdar að því marki að áhrif á tjarnir og vatna­líf eru ekki lík­leg til að verða nei­kvæð.

Ný veghönnun vegamóta við ISAL ásamt undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi á móts við Straum skapar tækifæri á að forða Straumstjörnum frá frekara raski. Mynd: Úr matsskýrsu Vegagerðarinnar

Stofn­unin leggur ríka áherslu á að brýnt verði fyrir verk­tökum í útboðs­gögnum að tjörn­unum verði á engan hátt rask­að. Skipu­lags­stofnun telur líka að Vega­gerðin hafi sýnt fram á að fyr­ir­huguð veglagn­ing muni ekki hindra grunn­vatns­rennsli til tjarn­anna og að „ferska grunn­vatnið og jarð­sjór­inn undir muni áfram sveifl­ast í takt við sjáv­ar­föll og grunn­vatns­ins“.

Skipu­lags­stofnun telur að mats­skýrsla Vega­gerð­ar­innar upp­fylli skil­yrði laga og reglu­gerðar um mat á umhverf­is­á­hrif­um. Um er að ræða breikkun Reykja­nes­brautar í Hafn­ar­firði frá Krýsu­vík­ur­vegi að enda fjög­urra akreina braut­ar­innar við Hvassa­hraun vestan Straums­víkur á um 5,6 km kafla í 2+2 aðskildar akrein­ar. Þá er fyr­ir­hugað að breyta mis­lægum vega­mótum við álverið í Straums­vík, byggja mis­læg vega­mót við Rauða­mel, útbúa veg­teng­ingu að Álhellu og teng­ingu að dælu- og hreinsi­stöð austan Straums­vík­ur. Til­gangur og mark­mið fram­kvæmd­ar­innar er fyrst og fremst að auka umferð­ar­ör­yggi og greið­færni.

Vernd­uðum hraunum raskað

Um er að ræða umfangs­miklar fram­kvæmd­ir, segir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar, en áhrifa­svæði þeirra hefur mis­mikið gildi með til­liti til nátt­úru­fars. Við fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir mun hraunum sem njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd verða raskað en stofn­unin segir ljóst að þeim hafi verið raskað nú þegar vegna núver­andi vegar og ýmissa ann­arra fram­kvæmda en í mis­miklum mæli þó.

Stofn­unin telur tals­verð nei­kvæð áhrif verða vegna vega­fram­kvæmda á Hrúta­gjár­dyngju­hraun sem hafi hátt vernd­ar­gildi. „Mik­il­vægt er að raski verði haldið í algjöru lág­marki og að breidd fram­kvæmda- og örygg­is­svæðis verði skil­greint eins þröngt og kostur er í sam­ráði við Umhverf­is­stofn­un,“ segir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar. Þar er bent á að bæði Skúla­túns­hraun og Kapellu­hraun séu nú þegar mikið röskuð og áhrif veglagn­ingar því nokkuð nei­kvæð.

Blátoppa er sjaldgæf grastegund á válista. Útbreiðsla hennar er að mestu bundin við Suðvesturland og finnst vart utan þess. Mynd: Olga Kolbrún Vilmundardóttir/Náttúrufræðistofnun

Lands­lag og ásýnd svæð­is­ins ein­kenn­ist af hraunum einkum á vest­ur­hluta fram­kvæmda­svæð­is­ins sem eru að mestu óröskuð fyrir utan núver­andi veg. Umhverfi austar á fram­kvæmda­svæði ein­kenn­ist hins vegar af rösk­uðum svæðum og mann­virkj­um. Áhrif fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda á ásýnd svæð­is­ins eru því í meg­in­at­riðum svipuð og á jarð­mynd­anir og munu áhrif svo umfangs­mik­illa fram­kvæmda verða tals­vert nei­kvæð á vest­ari hluta en óveru­leg á eystri hluta í nágrenni álvers­ins og iðn­að­ar­svæð­is­ins. Skipu­lags­stofnun telur að umfang nei­kvæðra áhrif til lengri tíma litið fari eftir því hvernig til tekst með frá­gang og leggur stofn­unin áherslu á mik­il­vægi þess að dregið verði eins og kostur er úr umfangi sker­inga og örygg­is­svæða utan veg­ar­ins.

Áforma að færa blátoppu í öruggt skjól

Órösk­uðu hraunin eru mosa- og kjarri­vaxin og óhjá­kvæmi­lega mun sá gróður raskast innan fram­kvæmda­svæð­is­ins en slíkar vist­gerðir hafa miðl­ungs til mjög hátt vernd­ar­gildi. Auk þess er hætta á að teg­undir á válista kunni að verða fyrir raski. Ein þeirra, blátoppa, vex á svæð­inu og bendir Vega­gerðin í mats­skýrslu sinni á þá mögu­legu mót­væg­is­að­gerð að flytja þær út fyrir fram­kvæmda­svæð­ið. Nátt­úru­fræði­stofnun tekur undir þennan til­flutn­ing en segir að erfitt geti reynst að flytja fer­lauf­ung eða burkna­teg­undir líkt og Vega­gerðin leggur einnig til.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent