Lokakaflinn við tvöföldun Reykjanesbrautar að hefjast

Skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík er hafið. Á kaflanum er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum og undirgöngum fyrir hjólandi og gangandi. Lífríkið er viðkvæmt og á áhrifasvæðinu er fjöldi fornminja.

Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Auglýsing

Vegagerðin áformar að breikka Reykjanesbraut í Hafnarfirði, frá Krýsuvíkurvegi að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur. Lengd vegkaflans er um 5,6 kílómetrar og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbraut, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem ekki hefur verið breikkaður.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna hinnar áformuðu framkvæmdar. Samtímis er frummatskýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar auglýst.

Auglýsing

Áformað er að breikka veginn í 2+2 aðskildar akreinar, breyta mislægum vegamótum við álverið í Straumsvík, ISAL, útbúa vegtengingar að Straumi og Álhellu, byggja mislæg vegamót við Rauðamel og útbúa tengingu að dælu- og hreinsistöð austan Straumsvíkur. Einnig er áformað að byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi rétt austan við álverið sem og eftirlitsstaði fyrir umferðareftirlit beggja megin Reykjanesbrautar, austan við Straumsvík.

Ein megin ástæða framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi á umræddum vegkafla, þar sem mikil umferð er um Reykjanesbrautina og slys nokkuð algeng. Á kaflanum eru sex vegamót eða vegtengingar. Núverandi vegkafli er með eina akrein í hvora átt og eru þær ekki aðskildar.

Samkvæmt umferðaspá er gert ráð fyrir að árdagsumferð við Krýsuvíkurvegamótin aukist úr um 19 þúsund ökutækjum á sólarhring árið 2019 í um 43 þúsund ökutæki á sólarhring árið 2039.

Séð yfir Reykjanesbraut í norðaustur í átt að álverinu í Straumsvík. Við álverið má sjá Straumsvík og Straumstjarnir og Gerðistjörn og Brunntjörn hægra megin við veginn. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Reykjanesbraut, eða þjóðvegur 41, liggur frá Sæbraut að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Reykjanesi í gegnum Hafnarfjörð. Umræddur vegkafli er eini kafli brautarinnar sem ekki hefur verið tvöfaldaður, en land svæðisins er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og nokkurra einkaaðila.

Landslagið á þessum slóðum einkennist af sléttlendi, hraunum og ísöltum tjörnum og er hluti svæðisins í nálægð við byggingar og iðnaðarsvæði, þ.e. álverið í Straumsvík, Hellnahraun og geymslusvæðið Álhellu. Þá liggur Reykjanesbraut fram hjá útivistarsvæðum.. Þrjú svæði innan áhrifasvæðis fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar eru á náttúruminjaskrá: Strandlengjan frá Fögruvík að Straumi, Straumsvík og Hvaleyrarlón og fjörur Hvaleyrarhöfða.

Vegstæðið verður ekki fært, heldur stendur einungis til að breikka núverandi veg.

Ásýnd núverandi vegar (efri) og nýs vegar (neðri). Séð eftir Reykjanesbraut til vesturs yfir hraunbreiðu Hrútagjárdyngjuhrauns. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Í frummatsskýrslu Vegagerðarinnar, sem verkfræðistofan Mannvit vann, segir að framkvæmdin muni hafa bein áhrif á jarðmyndanir, þar sem þeim yrði raskað með vega- og stígagerð. Jarðmyndanir innan framkvæmdasvæðisins eru aðallega hraun en þau njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Framkvæmdin myndi hafa nokkuð neikvæð varanleg áhrif á Skúlatúnshraun en engin áhrif á Kapelluhraun “þar sem ekkert er eftir til að vernda innan áhrifasvæðis framkvæmdarinnar”. Þá er framkvæmdin talin hafa talsvert neikvæð varanleg áhrif á Hrútagjárdyngjuhraun en framkvæmdin myndi raska hrauninu talsvert, bæði vegna breikkunar vegarins, vegtengingu að Álhellu og vegna mislægra vegamóta við Rauðamel.

Áhrif framkvæmdarinnar á fuglalíf við Reykjanesbraut, að Straumsvík og Straumstjörnum undanskildum, eru metin óveruleg til talsvert neikvæð. Í frummatsskýrslu segir að gera megi ráð fyrir að nú þegar séu áhrif Reykjanesbrautar neikvæð á þéttleika varpfugla, en framkvæmdinni mun engu að síður fylgja varanlegt búsvæðatap, m.a. á óröskuðu svæði.

Ásýnd núverandi vegar og nýs vegar, valkostur 1a (miðja) og valkostur 1b (neðst). Séð frá vegamótum við álverið og yfir Straumstjarnirnar. Fjallið Keilir fyrir miðri mynd.

Umhverfi tjarnanna og strandarinnar við Straum er sérstakt, m.a. vegna hraunsins og þess mikla grunnvatnsstreymis sem þar er. Eitt helsta einkenni tjarnanna í Straumsvík er að þar gætir áhrifa sjávarfalla. Framkvæmdin mun hafa í för með sér rask í nágrenni við tjarnirnar í Straumsvík og hugsanlegt er að áhrifa á grunnvatnsstreymi gæti meira norðan megin við veginn. Ætla má að áhrif breikkunarinnar á vatnalíf tjarnanna í Straumsvík verði talsvert neikvæð, og mjög líklega varanleg og óafturkræf, ef einstakt lífríki tjarnanna raskast. Þá mun tenging Reykjanesbrautar við Álhellu hafa óbein og nokkuð neikvæð áhrif á vatnalíf Gerðistjarnar og Brunntjarnarinnar.

Skráðar hafa verið 70 fornleifar á 48 minjastöðum innan athugunarsvæðis framkvæmdarinnar, og í frummatsskýrslu segir að gera megi ráð fyrir að hún geti haft áhrif á flestar þeirra. Áhrifasvæði tvöföldunarinnar fer yfir stóran hluta af friðhelgunarsvæði Kapellutóftar, sem er friðlýst fornleif, og yfir heimatún þriggja kotbýla: Péturskots, Gerðis og Litla-Lambhaga. Í og við heimatún er minjadreifin hvað þéttust, og möguleiki á að óþekktar minjar komi í ljós þegar framkvæmdir hefjast.

Tillaga að vegtengingu álversins í Straumsvík og Álhellu. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Almenningi gefst kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og frummatsskýrslu í dag, fimmtudaginn 15. júlí. Kynningin verður haldin í húsakynnum Vegagerðarinnar (Mótorskálanum), Borgartúni 5-7 í Reykjavík. Húsið verður opið á milli kl. 14 og 18. Á staðnum verða fulltrúar frá Vegagerðinni og Mannviti.

Allir geta skilað inn athugasemdum við frummatskýrsluna og tillögu að aðalskipulagsbreytingum. Þær skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. ágúst næstkomandi til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent