Lokakaflinn við tvöföldun Reykjanesbrautar að hefjast

Skipulagsferli og mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar við Straumsvík er hafið. Á kaflanum er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum og undirgöngum fyrir hjólandi og gangandi. Lífríkið er viðkvæmt og á áhrifasvæðinu er fjöldi fornminja.

Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Á myndinni er einungis sýndur einn valkostur. Rauð punktalína afmarkar rannsóknarsvæðið.
Auglýsing

Vega­gerðin áformar að breikka Reykja­nes­braut í Hafn­ar­firði, frá Krýsu­vík­ur­vegi að enda fjög­urra akreina braut­ar­innar á Hrauni vestan Straums­vík­ur. Lengd veg­kafl­ans er um 5,6 kíló­metrar og er þetta eini kafl­inn á Reykja­nes­braut, frá Ásbraut í Hafn­ar­firði að Njarð­vík, sem ekki hefur verið breikk­að­ur.

Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar hefur aug­lýst til­lögu að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna hinnar áform­uðu fram­kvæmd­ar. Sam­tímis er frum­mat­skýrsla um mat á umhverf­is­á­hrifum hennar aug­lýst.

Auglýsing

Áformað er að breikka veg­inn í 2+2 aðskildar akrein­ar, breyta mis­lægum vega­mótum við álverið í Straums­vík, ISAL, útbúa veg­teng­ingar að Straumi og Álhellu, byggja mis­læg vega­mót við Rauða­mel og útbúa teng­ingu að dælu- og hreinsi­stöð austan Straums­vík­ur. Einnig er áformað að byggja und­ir­göng fyrir gang­andi og hjólandi rétt austan við álverið sem og eft­ir­lits­staði fyrir umferð­ar­eft­ir­lit beggja megin Reykja­nes­braut­ar, austan við Straums­vík.

Ein megin ástæða fram­kvæmd­ar­innar er að auka umferð­ar­ör­yggi á umræddum veg­kafla, þar sem mikil umferð er um Reykja­nes­braut­ina og slys nokkuð algeng. Á kafl­anum eru sex vega­mót eða veg­teng­ing­ar. Núver­andi veg­kafli er með eina akrein í hvora átt og eru þær ekki aðskild­ar.

Sam­kvæmt umferða­spá er gert ráð fyrir að árdags­um­ferð við Krýsu­vík­ur­vega­mótin auk­ist úr um 19 þús­und öku­tækjum á sól­ar­hring árið 2019 í um 43 þús­und öku­tæki á sól­ar­hring árið 2039.

Séð yfir Reykjanesbraut í norðaustur í átt að álverinu í Straumsvík. Við álverið má sjá Straumsvík og Straumstjarnir og Gerðistjörn og Brunntjörn hægra megin við veginn. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Reykja­nes­braut, eða þjóð­vegur 41, liggur frá Sæbraut að Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á Reykja­nesi í gegnum Hafn­ar­fjörð. Umræddur veg­kafli er eini kafli braut­ar­innar sem ekki hefur verið tvö­fald­að­ur, en land svæð­is­ins er í eigu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar og nokk­urra einka­að­ila.

Lands­lagið á þessum slóðum ein­kenn­ist af slétt­lendi, hraunum og ísöltum tjörnum og er hluti svæð­is­ins í nálægð við bygg­ingar og iðn­að­ar­svæði, þ.e. álverið í Straums­vík, Hellna­hraun og geymslu­svæðið Álhellu. Þá liggur Reykja­nes­braut fram hjá úti­vist­ar­svæð­um. Þrjú svæði innan áhrifa­svæðis fyr­ir­hug­aðrar breikk­unar Reykja­nes­brautar eru á nátt­úru­minja­skrá: Strand­lengjan frá Fögru­vík að Straumi, Straums­vík og Hval­eyr­ar­lón og fjörur Hval­eyr­ar­höfða.

Vegstæðið verður ekki fært, heldur stendur ein­ungis til að breikka núver­andi veg.

Ásýnd núverandi vegar (efri) og nýs vegar (neðri). Séð eftir Reykjanesbraut til vesturs yfir hraunbreiðu Hrútagjárdyngjuhrauns. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Í frum­mats­skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar, sem verk­fræði­stofan Mann­vit vann, segir að fram­kvæmdin muni hafa bein áhrif á jarð­mynd­an­ir, þar sem þeim yrði raskað með vega- og stíga­gerð. Jarð­mynd­anir innan fram­kvæmda­svæð­is­ins eru aðal­lega hraun en þau njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd. Fram­kvæmdin myndi hafa nokkuð nei­kvæð var­an­leg áhrif á Skúla­túns­hraun en engin áhrif á Kapellu­hraun „þar sem ekk­ert er eftir til að vernda innan áhrifa­svæðis fram­kvæmd­ar­inn­ar”. Þá er fram­kvæmdin talin hafa tals­vert nei­kvæð var­an­leg áhrif á Hrúta­gjár­dyngju­hraun en fram­kvæmdin myndi raska hraun­inu tals­vert, bæði vegna breikk­unar veg­ar­ins, veg­teng­ingu að Álhellu og vegna mis­lægra vega­móta við Rauða­mel.

Áhrif fram­kvæmd­ar­innar á fugla­líf við Reykja­nes­braut, að Straums­vík og Straum­stjörnum und­an­skild­um, eru metin óveru­leg til tals­vert nei­kvæð. Í frum­mats­skýrslu segir að gera megi ráð fyrir að nú þegar séu áhrif Reykja­nes­brautar nei­kvæð á þétt­leika varp­fugla, en fram­kvæmd­inni mun engu að síður fylgja var­an­legt búsvæða­tap, m.a. á órösk­uðu svæði.

Ásýnd núverandi vegar og nýs vegar, valkostur 1a (miðja) og valkostur 1b (neðst). Séð frá vegamótum við álverið og yfir Straumstjarnirnar. Fjallið Keilir fyrir miðri mynd.

Umhverfi tjarn­anna og strand­ar­innar við Straum er sér­stakt, m.a. vegna hrauns­ins og þess mikla grunn­vatns­streymis sem þar er. Eitt helsta ein­kenni tjarn­anna í Straums­vík er að þar gætir áhrifa sjáv­ar­falla. Fram­kvæmdin mun hafa í för með sér rask í nágrenni við tjarn­irnar í Straums­vík og hugs­an­legt er að áhrifa á grunn­vatns­streymi gæti meira norðan megin við veg­inn. Ætla má að áhrif breikk­un­ar­innar á vatna­líf tjarn­anna í Straums­vík verði tals­vert nei­kvæð, og mjög lík­lega var­an­leg og óaft­ur­kræf, ef ein­stakt líf­ríki tjarn­anna raskast. Þá mun teng­ing Reykja­nes­brautar við Álhellu hafa óbein og nokkuð nei­kvæð áhrif á vatna­líf Gerð­i­s­tjarnar og Brunn­tjarn­ar­inn­ar.

Skráðar hafa verið 70 forn­leifar á 48 minja­stöðum innan athug­un­ar­svæðis fram­kvæmd­ar­inn­ar, og í frum­mats­skýrslu segir að gera megi ráð fyrir að hún geti haft áhrif á flestar þeirra. Áhrifa­svæði tvö­föld­un­ar­innar fer yfir stóran hluta af frið­helg­un­ar­svæði Kapellu­tóft­ar, sem er frið­lýst forn­leif, og yfir heima­tún þriggja kot­býla: Pét­urskots, Gerðis og Litla-Lamb­haga. Í og við heima­tún er minja­dreifin hvað þéttu­st, og mögu­leiki á að óþekktar minjar komi í ljós þegar fram­kvæmdir hefj­ast.

Tillaga að vegtengingu álversins í Straumsvík og Álhellu. Mynd: Úr frummatsskýrslu

Almenn­ingi gefst kostur á að kynna sér fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd og frum­mats­skýrslu í dag, fimmtu­dag­inn 15. júlí. Kynn­ingin verður haldin í húsa­kynnum Vega­gerð­ar­innar (Mót­orskál­an­um), Borg­ar­túni 5-7 í Reykja­vík. Húsið verður opið á milli kl. 14 og 18. Á staðnum verða full­trúar frá Vega­gerð­inni og Mann­viti.

Allir geta skilað inn athuga­semdum við frum­mat­skýrsl­una og til­lögu að aðal­skipu­lags­breyt­ing­um. Þær skulu vera skrif­legar og ber­ast eigi síðar en 23. ágúst næst­kom­andi til Skipu­lags­stofn­unar bréfleiðis eða með tölvu­pósti á skipu­lag@­skipu­lag.­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent