Brim hagnaðist um ellefu milljarða króna en greiddi um 900 milljónir króna í veiðigjöld

Stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphöll greiddi um átta prósent af hagnaði sínum í veiðigjöld á síðasta ári og rúmlega fimmtung þeirrar upphæðar sem til stendur að greiða hluthöfum sínum í arð vegna ársins 2021.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Auglýsing

Brim hagn­að­ist um 11,3 millj­arða króna á síð­asta ári, sem er mikil aukn­ing frá þeim 4,7 millj­arða króna hagn­aði sem félagið sýndi á árinu 2020. Efna­hagur þess styrkt­ist mikið milli ára, tekjur voru 58,3 millj­arðar króna og eigið fé félags­ins var 58,8 millj­arðar króna í lok árs. Eig­in­fjár­hlut­fallið jókst úr 44 í 50 pró­sent milli ára.

Á grund­velli þessa árang­urs ætlar Brim að greiða hlut­höfum sínum rúm­lega fjóra millj­arða króna í arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs. Í árs­reikn­ingi þess, sem birtur var í síð­asta mán­uði, kemur sömu­leiðis fram að Brim greiddi alls um 907 millj­ónir króna í veiði­gjald á árinu 2021, ef miðað er við með­al­gengi evru á árinu. Það er rúm­lega tvö­falt það sem Brim greiddi í veiði­gjöld árið áður. Því nema veiði­gjalda­greiðslur Brim til rík­is­sjóðs fyrir afnot af sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni rúm­lega 22 pró­sent af þeirri greiðslu sem félagið greiðir hlut­höfum sínum í arð vegna síð­asta árs og um átta pró­sent af hagn­aði Brim á árinu 2021.

Brim er eitt tveggja útgerð­ar­fyr­ir­tækja sem skráð eru í Kaup­höll Íslands. Hitt, Síld­ar­vinnslan, mun skila árs­reikn­ingi sínum síðar í þess­ari viku.

Stór­auk­inn loðnu­kvóti hafði mikil áhrif

Brim hefur verið skráð í Kaup­höll Íslands frá árinu 2014. Það er stærsta ein­staka útgerð­­ar­­fyr­ir­tæki lands­ins og mark­aðsvirði þess er sem stendur 149 millj­­arðar króna og hefur hækkað um 45 pró­sent frá því í sept­em­ber í fyrra. Langstærsti eig­andi þess er Útgerð­­­­­ar­­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­­ur­­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf. Það félag er að upp­i­­­stöðu í eigu Guð­­mundar Krist­jáns­­son­­ar.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu sem Brim sendi frá sér til Kaup­hallar Íslands vegna árs­upp­gjörs síns þann 24. febr­úar síð­ast­lið­inn kom fram að EBIT­DA-hagn­aður félags­ins – hagn­aður fyrir skatta, fjár­magns­gjöld og afskriftir – hafi tvö­fald­ast á síð­asta árs­fjórð­ungi 2021. Ástæðan væri aukin veiði á síld og loðnu og hærra verð á sjáv­ar­af­urð­um, en úthlutun á loðnu­kvóta í fyrra var sú stærsta í tæp 20 ár og áætlað virði hans fyrir geir­ann í heild er talið vera yfir 50 millj­arða króna. Brim fékk alls 18 pró­sent af loðnu­kvót­an­um.

Seldu til útgerðar for­stjór­ans eftir að hafa farið yfir lög­bundið hámark

Úthlutun á loðnu­kvóta hafði þó þau áhrif að Brim fór yfir tólf pró­sent af heild­ar­verð­mæti úthlut­aðra afla­heim­ilda, sem er lög­bundið hámark á fisk­veiði­kvóta sem ein útgerð má halda á sam­kvæmt lög­um. Heild­ar­kvóti Brim fór í 13,2 pró­sent. 

Brim hafði sex mán­uði frá byrjun nóv­­em­ber til að koma sér undir kvóta­­þak­ið. Það gerði félagið 18. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn þegar Brim seldi afla­hlut­deild fyrir 3,4 millj­­arða króna til Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur, útgerðar í eigu for­stjóra síns og stærsta eig­anda. 

Vegna þessa bók­færði Brim sölu­hagnað upp á tæpar 18 millj­ónir evra, um 2,7 millj­arða króna á með­al­gengi síð­asta árs. Í áður­nefndri til­kynn­ingu segir að salan hafi þrátt fyrir það hafi það verið „stjórn­endum þvert um geð að selja afla­hlut­deild­ina“ sem það hafi „alla burði og getu til að veiða og vinna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent