Brim hagnaðist um ellefu milljarða króna en greiddi um 900 milljónir króna í veiðigjöld

Stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphöll greiddi um átta prósent af hagnaði sínum í veiðigjöld á síðasta ári og rúmlega fimmtung þeirrar upphæðar sem til stendur að greiða hluthöfum sínum í arð vegna ársins 2021.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Auglýsing

Brim hagn­að­ist um 11,3 millj­arða króna á síð­asta ári, sem er mikil aukn­ing frá þeim 4,7 millj­arða króna hagn­aði sem félagið sýndi á árinu 2020. Efna­hagur þess styrkt­ist mikið milli ára, tekjur voru 58,3 millj­arðar króna og eigið fé félags­ins var 58,8 millj­arðar króna í lok árs. Eig­in­fjár­hlut­fallið jókst úr 44 í 50 pró­sent milli ára.

Á grund­velli þessa árang­urs ætlar Brim að greiða hlut­höfum sínum rúm­lega fjóra millj­arða króna í arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs. Í árs­reikn­ingi þess, sem birtur var í síð­asta mán­uði, kemur sömu­leiðis fram að Brim greiddi alls um 907 millj­ónir króna í veiði­gjald á árinu 2021, ef miðað er við með­al­gengi evru á árinu. Það er rúm­lega tvö­falt það sem Brim greiddi í veiði­gjöld árið áður. Því nema veiði­gjalda­greiðslur Brim til rík­is­sjóðs fyrir afnot af sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni rúm­lega 22 pró­sent af þeirri greiðslu sem félagið greiðir hlut­höfum sínum í arð vegna síð­asta árs og um átta pró­sent af hagn­aði Brim á árinu 2021.

Brim er eitt tveggja útgerð­ar­fyr­ir­tækja sem skráð eru í Kaup­höll Íslands. Hitt, Síld­ar­vinnslan, mun skila árs­reikn­ingi sínum síðar í þess­ari viku.

Stór­auk­inn loðnu­kvóti hafði mikil áhrif

Brim hefur verið skráð í Kaup­höll Íslands frá árinu 2014. Það er stærsta ein­staka útgerð­­ar­­fyr­ir­tæki lands­ins og mark­aðsvirði þess er sem stendur 149 millj­­arðar króna og hefur hækkað um 45 pró­sent frá því í sept­em­ber í fyrra. Langstærsti eig­andi þess er Útgerð­­­­­ar­­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­­ur­­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf. Það félag er að upp­i­­­stöðu í eigu Guð­­mundar Krist­jáns­­son­­ar.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu sem Brim sendi frá sér til Kaup­hallar Íslands vegna árs­upp­gjörs síns þann 24. febr­úar síð­ast­lið­inn kom fram að EBIT­DA-hagn­aður félags­ins – hagn­aður fyrir skatta, fjár­magns­gjöld og afskriftir – hafi tvö­fald­ast á síð­asta árs­fjórð­ungi 2021. Ástæðan væri aukin veiði á síld og loðnu og hærra verð á sjáv­ar­af­urð­um, en úthlutun á loðnu­kvóta í fyrra var sú stærsta í tæp 20 ár og áætlað virði hans fyrir geir­ann í heild er talið vera yfir 50 millj­arða króna. Brim fékk alls 18 pró­sent af loðnu­kvót­an­um.

Seldu til útgerðar for­stjór­ans eftir að hafa farið yfir lög­bundið hámark

Úthlutun á loðnu­kvóta hafði þó þau áhrif að Brim fór yfir tólf pró­sent af heild­ar­verð­mæti úthlut­aðra afla­heim­ilda, sem er lög­bundið hámark á fisk­veiði­kvóta sem ein útgerð má halda á sam­kvæmt lög­um. Heild­ar­kvóti Brim fór í 13,2 pró­sent. 

Brim hafði sex mán­uði frá byrjun nóv­­em­ber til að koma sér undir kvóta­­þak­ið. Það gerði félagið 18. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn þegar Brim seldi afla­hlut­deild fyrir 3,4 millj­­arða króna til Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur, útgerðar í eigu for­stjóra síns og stærsta eig­anda. 

Vegna þessa bók­færði Brim sölu­hagnað upp á tæpar 18 millj­ónir evra, um 2,7 millj­arða króna á með­al­gengi síð­asta árs. Í áður­nefndri til­kynn­ingu segir að salan hafi þrátt fyrir það hafi það verið „stjórn­endum þvert um geð að selja afla­hlut­deild­ina“ sem það hafi „alla burði og getu til að veiða og vinna.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent