Búið er að boða til mótmæla vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að binda enda á viðræður við Evrópusambandið á Austurvelli klukkan átta í kvöld. Í tilkynningu á Facebook síðu mótmælanna segir: "Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að slíta endanlega viðræðum við Evrópusambandið og með því kosið að hunsa vilja þjóðarinnar í einu og öllu. Ákvörðunin er tekinn með sérhagsmuni í huga en ekki hagsmuni þjóðarinnar.
Mætum á Austurvöll í kvöld og sendum ríkisstjórninni sterk skilaboð, hvort ísland semji við Evrópusambandið er ákvörðun allar íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki einhliða ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins."
Á Vísi.is er rætt við Jóhannes Benediktsson, einn aðstandenda mótmælanna. Hann segir mikla reiði ríkja vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. „Það er alger sturlun það sem þeir gerðu. Þetta á ekki að vera í boði. Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta.“