Creditinfo er að endurskoða hvað það merkir að vera „framúrskarandi fyrirtæki“

Nýr framkvæmdastjóri Creditinfo segir að unnið sé að því að fjölga mælikvörðum að baki vottuninni Framúrskarandi fyrirtæki. Einnig skoðar Creditinfo að áskilja sér rétt til að fjarlægja fyrirtæki tímabundið af listanum, vegna t.d. spillingarrannsókna.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Credit­in­fo, sem hefur boðið upp á vott­un­ina Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki um ára­bil, vinnur nú að því að fjölga mæli­kvörð­unum sem eru að baki vott­un­inni. „Eins er til skoð­unar hvort Credit­info áskilji sér rétt til að fjar­lægja fyr­ir­tæki tíma­bundið af list­anum ef uppi eru sér­stök álita­mál um fram­göngu þeirra eða ef þau sæta rann­sókn vegna spill­ing­ar­mála,“ segir Hrefna Ösp Sig­finns­dótt­ir, nýlega ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Credit­in­fo, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Hún segir að Credit­info hafi „kosið að stíga var­lega til jarð­ar“ í þessum efnum en að gert sér ráð fyrir því að ákvörðun um þetta liggi fyrir áður en kemur að útgáfu næsta lista Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja. Hrefna segir mik­il­vægt að „vanda sig vel“ og að ekki sé hægt að „byggja valið á umfjöllun í fjöl­miðlum heldur þurfum við að hafa hald­bærar upp­lýs­ingar um rann­sókn opin­berra aðila.“

Hún segir að fram­tíðin krefj­ist nýrra mæli­kvarða og því vinni Credit­info að því að bæta við­miðum tengdum sjálf­bærni og sam­fé­lags­á­byrgð við lista Credit­info yfir Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki. „Nýr listi var nýlega birtur og náð­ist ekki að gera breyt­ingar sem við munum gera í fram­tíð­inni – ég hef verið hér í frekar stuttan tíma en er klár­lega með áform um breyt­ing­ar,“ segir Hrefna, sem var ráðin sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í sept­em­ber­mán­uð­i.

Fyrr í þessum mán­uði gaf Credit­info út nýjan lista yfir Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki og á hann röð­uð­ust á níunda hund­rað fyr­ir­tækja sem upp­fylltu skil­yrði fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tæki sem kom­ast á list­ann geta síðan keypt vottun og sam­an­burð­ar­skýrslu af Credit­in­fo, sem kostar 99.000 krón­ur.

Ofar­lega á lista var sjáv­ar­út­vegs­ris­inn Sam­herji og kom það ef til vill ein­hverjum spánskt fyrir sjón­ir, enda er félagið til rann­sóknar hjá yfir­völdum hér­lendis vegna bæði meintra mútu­greiðslna í rekstri dótt­ur­fé­laga í Namibíu og skatta­mála. Þá varð fyr­ir­tækið fyrr á árinu upp­víst að því að reka áróð­urs­stríð gegn blaða­mönnum og fjöl­miðlum sem fjallað hafa um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins, með vit­und og vilja æðstu yfir­manna. Fyr­ir­tækið baðst afsök­unar á fram­ferði sínu í kjöl­far­ið.

„Að­eins afreks­­fólk atvinn­u­lífs­ins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja og þær gefa vís­bend­ingar um að þau séu lík­­­legri til að ná árangri og stand­­ast álag en önn­­ur,“ segir um vott­un­ina í kynn­ing­ar­efni á vef Credit­in­fo, en þar segir einnig að með vott­un­inni sjái „bæði við­­skipta­vin­ir, starfs­­fólk og sam­­starfs­að­ilar að þú ert með heil­brigða starf­­semi í hraustum rekstri.“

Skil­yrðin sem Credit­info biður félög um að upp­fylla eru flest­öll bein­tengd rekstr­ar­nið­ur­stöð­um. Fyr­ir­tækið á að vera í láns­hæf­is­flokki 1-3, skila árs­reikn­ingi á réttum tíma lögum sam­kvæmt, hafa skilað árs­reikn­ingi til Skatts­ins síð­ustu þrjú ár, vera virkt, hafa a.m.k. 50 millj­ónir í rekstr­ar­tekjur síð­ustu þrjú ár, vera með skráðan fram­kvæmda­stjóra í fyr­ir­tækja­skrá Skatts­ins, auk þess að vera með jákvæðan rekstr­ar­hagn­að, jákvæða ársnið­ur­stöðu, a.m.k. 20 pró­sent eig­in­fjár­hlut­fall og yfir 100 millj­óna króna eignir síð­ustu þrjú ár.

Sjálf­bærni­mæli­kvarðar verði hluti af rekstr­ar­bók­haldi

Hrefna segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem laut fyrst og fremst að því hvort hún teldi veru fyr­ir­tækja sem grunuð væru um vafa­sama við­skipta­hætti á list­anum rýra gildi vott­un­ar­inn­ar, að ljóst sé að mæli­kvarðar á árangur fyr­ir­tækja séu að taka miklum breyt­ingum og gerðar séu enn rík­ari kröfur til fyr­ir­tækja varð­andi sjálf­bærni­mál.

Auglýsing

„Hingað til hafa upp­lýs­ingar um sjálf­bærni fyr­ir­tækja verið nokkuð óstaðl­aðar og af skornum skammti. Þró­unin í þeim mála­flokki er sem betur fer nokkuð hröð og lík­legt að mæli­kvarðar fyrir sjálf­bærni verði komnir inn í rekstr­ar­bók­hald flestra fyr­ir­tækja áður en langt um líð­ur,“ segir Hrefna í svari sínu.

Hún segir að Credit­info hafi þó þegar beint sjálf­bærnisp­urn­ingum til fyr­ir­tækja, spurn­ingum um umhverf­is­mál, félags­lega þætti og stjórn­ar­hætti, sem ætlað sé að „ná góðri mynd af því hvernig fyr­ir­tæki huga að sjálf­bærni í sínum rekstri“, en hægt er að hengja við spurn­inga­list­ann vott­an­ir, sjálf­bærni­skýrsl­ur, jafn­rétt­is­stefnu, umhverf­is­stefnu eða önnur skjöl sem sýna fram á að fyr­ir­tækið hugi vel að sam­fé­lags­legri ábyrgð.

Hrefna segir að „því mið­ur“ hafi svör­unin ekki verið nægi­lega virk og í þeim efnum þurfi „stór­átak“ en nefnir einnig að hún hafi tekið virkan þátt á þeirri hlið í sínu fyrra starfi, sem var hjá sam­tök­unum IcelandSIF, en þaðer er óháður vett­vangur fyrir umræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálf­bærar fjár­fest­ing­ar.

Hafa stigið var­lega til jarðar

Fram­kvæmda­stjór­inn segir að þegar fram í sækir verði „þessar upp­lýs­ingar teknar mark­visst inn í við­miðin sem skera úr um hvaða fyr­ir­tæki telj­ast til fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja.“

„Á meðan unnið er að því að fjölga mæli­kvörð­unum að baki lista Credit­info yfir Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tæki þá höfum við farið þá leið að veita verð­laun sem hvetja fyr­ir­tæki til góðra verka, jafnt á sviði sam­fé­lags­á­byrgðar og nýsköp­un­ar, en í ár voru þau veitt bygg­inga­vöru­versl­un­inni BYKO og tækni­fyr­ir­tæk­inu Trackwell.

Eins er til skoð­unar hvort Credit­info áskilji sér rétt til að fjar­lægja fyr­ir­tæki tíma­bundið af list­anum ef uppi eru sér­stök álita­mál um fram­göngu þeirra eða ef þau sæta rann­sókn vegna spill­ing­ar­mála. Við höfum kosið að stíga var­lega til jarðar í þeim efnum en gerum ráð fyrir að fyrir liggi ákvörðun í þeim efnum áður en kemur að útgáfu næsta lista Fram­úr­skar­andi fyr­ir­tækja en mik­il­vægt er að vanda sig vel og er ekki hægt að byggja valið á umfjöllun í fjöl­miðlum heldur þurfum við að hafa hald­bærar upp­lýs­ingar um rann­sókn opin­berra aðila,“ segir Hrefna Sig­finns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Credit­in­fo.

Spurningarnar sem Creditinfo hefur lagt fyrir fyrirtæki

Umhverf­is­mál:

  • Hefur fyr­ir­tækið sett sér umhverf­is­stefnu eða áætl­un/­mark­mið í umhverf­is­mál­um?
  • Hefur félagið fengið vottun í umhverf­is­mál­um?

Félags­legir þætt­ir:

  • Upp­fyllir fyr­ir­tækið ákvæði laga um kjara­samn­inga og rétt­indi starfs­fólks?
  • Er fyr­ir­tækið með jafn­launa­stefnu eða mark­mið þess efn­is?
  • Hversu mörg stöðu­gildi er fyr­ir­tækið með á árs­grund­velli?
  • Hvert er kynja­hlut­fall í fram­kvæmda­stjórn?
  • Hver er kynja­sam­setn­ing starfs­manna innan fyr­ir­tæk­is­ins?

Stjórn­ar­hætt­ir:

  • Hefur fyr­ir­tækið sett sér siða­regl­ur?
  • Hefur fyr­ir­tækið sett sér sjálf­bærni­stefnu og birtir hana opin­ber­lega?
  • Sætir fyr­ir­tækið opin­berri rann­sókn vegna starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins?
  • Hefur stjórn fyr­ir­tæk­is­ins sett sér stefnu varð­andi góða stjórn­ar­hætti?
  • Hefur fyr­ir­tækið sett sér form­lega stefnu hvað varðar kröfur um sjálf­bærni og/eða sam­fé­lags­lega ábyrgð birgja (e. supp­lier code of cond­uct)?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent