Danmörk gerir vel við hælisleitendur

rsz_20150914_150524.jpg
Auglýsing

Aðeins Þýska­land gerir jafn vel, eða bet­ur, við hæl­is­leit­endur en Dan­mörk. Þetta kemur fram í rann­sókn evr­ópskrar stofn­unar sem hefur lagt mat á aðbúnað og fram­færslu­líf­eyri hæl­is­leit­enda í mörgum Evr­ópu­lönd­um.

Það hefur vakið undrun margra Dana að stærstur hluti þess flótta­fólks sem streymt hefur til Ung­verja­lands og áfram norður á bóg­inn í Evr­ópu stendur í þeirri trú að Danir séu and­snúnir flótta­fólki og hæl­is­leit­endum og vilji sem minnst af slíku fólki vita. „Sví­þjóð Sví­þjóð, Dan­mörk ekki gott land“ og fleira í svip­uðum dúr segir fólk þegar það stígur á danska grund og og er fullt tor­tryggni í garð Dana. Danska dag­blaðið Politi­ken óskaði eftir því við stofnun sem rann­sakar rétt­indi og mál­efni flótta­fólks (European Council on Refu­gees and Exil­es) í dag­legu tali nefnd ECRE og með aðsetur í Brus­sel, að borin yrðu saman kjör og aðbún­aður þess fólks í Dan­mörku og tíu öðrum Evr­ópu­lönd­um. Blaða­mönnum Politi­ken þótti nefni­lega ein­kenni­legt að þegar flótta­fólk var spurt nánar út í af hverju væri til dæmis betra að leita hælis í Sví­þjóð var fátt um svör. Bara að það væri betra.

Dan­mörk og Þýska­land á toppnumÞætt­irnir sem ECRE rann­sak­aði voru: fram­færslu­líf­eyrir meðan mál við­kom­andi ein­stak­lings er til með­ferð­ar, bið­tími eftir úrskurði, aðbún­aður á gisti­heim­ilum hæl­is­leit­enda ­meðan úrskurðar um land­vist­ar­leyfi er beð­ið.

Nið­ur­staða þess­arar athug­unar var í stuttu máli sú að Dan­mörk er ásamt Þýska­landi á toppn­um, eins og starfs­maður ECRE orð­aði það. Fram­færslu­líf­eyrir ein­stak­lings er hæstur í Þýska­landi þar er hann um 80 dönskum krónum hærri (ca 1600 íslenskum krón­um) en í Dan­mörku. Í Sví­þjóð, Hollandi, Bret­landi, Frakk­landi og Belgíu er hann miklu lægri. Bið­tím­inn í Dan­mörku er 3-5 mán­uð­ir, 7-8 mán­uðir í Sví­þjóð og 8 mán­uðir í Þýska­landi. Aðbún­aður á dönskum gisti­heim­ilum er langtum betri, að mati starfs­fólks ECRE en í Þýska­landi og flestum hinna land­anna sem rann­sökuð voru.

Auglýsing

Hvað ræður nei­kvæðn­inni í garð Dan­merk­ur?Sér­fræð­ing­ar, sem Politi­ken hefur rætt við, telja að skýr­ing­arnar á afstöðu flótta­fólks ráð­ist af ýmsu. Ekki síst hvað aðrir segi og ef til­tek­inn orðrómur er kom­inn á kreik er hæg­ara sagt en gert að kveða hann nið­ur. Í öðru lagi hafi danskir ráð­herrar ítrekað sagt und­an­farið í fjöl­miðl­um, og jafn­vel aug­lýst erlendis (í Líbanon) að í Dan­mörku drjúpi ekki smjör af hverju strái hæl­is­leit­enda. Fjaðrafokið á sínum tíma í kringum Múhameð­steikn­ing­arnar svo­nefndu hafi kannski líka áhrif. Ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku hefur boðað að kjör hæl­is­leit­enda verði skert, ef til hefur það líka áhrif að mati sér­fræð­ing­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None