Danmörk gerir vel við hælisleitendur

rsz_20150914_150524.jpg
Auglýsing

Aðeins Þýska­land gerir jafn vel, eða bet­ur, við hæl­is­leit­endur en Dan­mörk. Þetta kemur fram í rann­sókn evr­ópskrar stofn­unar sem hefur lagt mat á aðbúnað og fram­færslu­líf­eyri hæl­is­leit­enda í mörgum Evr­ópu­lönd­um.

Það hefur vakið undrun margra Dana að stærstur hluti þess flótta­fólks sem streymt hefur til Ung­verja­lands og áfram norður á bóg­inn í Evr­ópu stendur í þeirri trú að Danir séu and­snúnir flótta­fólki og hæl­is­leit­endum og vilji sem minnst af slíku fólki vita. „Sví­þjóð Sví­þjóð, Dan­mörk ekki gott land“ og fleira í svip­uðum dúr segir fólk þegar það stígur á danska grund og og er fullt tor­tryggni í garð Dana. Danska dag­blaðið Politi­ken óskaði eftir því við stofnun sem rann­sakar rétt­indi og mál­efni flótta­fólks (European Council on Refu­gees and Exil­es) í dag­legu tali nefnd ECRE og með aðsetur í Brus­sel, að borin yrðu saman kjör og aðbún­aður þess fólks í Dan­mörku og tíu öðrum Evr­ópu­lönd­um. Blaða­mönnum Politi­ken þótti nefni­lega ein­kenni­legt að þegar flótta­fólk var spurt nánar út í af hverju væri til dæmis betra að leita hælis í Sví­þjóð var fátt um svör. Bara að það væri betra.

Dan­mörk og Þýska­land á toppnumÞætt­irnir sem ECRE rann­sak­aði voru: fram­færslu­líf­eyrir meðan mál við­kom­andi ein­stak­lings er til með­ferð­ar, bið­tími eftir úrskurði, aðbún­aður á gisti­heim­ilum hæl­is­leit­enda ­meðan úrskurðar um land­vist­ar­leyfi er beð­ið.

Nið­ur­staða þess­arar athug­unar var í stuttu máli sú að Dan­mörk er ásamt Þýska­landi á toppn­um, eins og starfs­maður ECRE orð­aði það. Fram­færslu­líf­eyrir ein­stak­lings er hæstur í Þýska­landi þar er hann um 80 dönskum krónum hærri (ca 1600 íslenskum krón­um) en í Dan­mörku. Í Sví­þjóð, Hollandi, Bret­landi, Frakk­landi og Belgíu er hann miklu lægri. Bið­tím­inn í Dan­mörku er 3-5 mán­uð­ir, 7-8 mán­uðir í Sví­þjóð og 8 mán­uðir í Þýska­landi. Aðbún­aður á dönskum gisti­heim­ilum er langtum betri, að mati starfs­fólks ECRE en í Þýska­landi og flestum hinna land­anna sem rann­sökuð voru.

Auglýsing

Hvað ræður nei­kvæðn­inni í garð Dan­merk­ur?Sér­fræð­ing­ar, sem Politi­ken hefur rætt við, telja að skýr­ing­arnar á afstöðu flótta­fólks ráð­ist af ýmsu. Ekki síst hvað aðrir segi og ef til­tek­inn orðrómur er kom­inn á kreik er hæg­ara sagt en gert að kveða hann nið­ur. Í öðru lagi hafi danskir ráð­herrar ítrekað sagt und­an­farið í fjöl­miðl­um, og jafn­vel aug­lýst erlendis (í Líbanon) að í Dan­mörku drjúpi ekki smjör af hverju strái hæl­is­leit­enda. Fjaðrafokið á sínum tíma í kringum Múhameð­steikn­ing­arnar svo­nefndu hafi kannski líka áhrif. Ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku hefur boðað að kjör hæl­is­leit­enda verði skert, ef til hefur það líka áhrif að mati sér­fræð­ing­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None