Danmörk gerir vel við hælisleitendur

rsz_20150914_150524.jpg
Auglýsing

Aðeins Þýska­land gerir jafn vel, eða bet­ur, við hæl­is­leit­endur en Dan­mörk. Þetta kemur fram í rann­sókn evr­ópskrar stofn­unar sem hefur lagt mat á aðbúnað og fram­færslu­líf­eyri hæl­is­leit­enda í mörgum Evr­ópu­lönd­um.

Það hefur vakið undrun margra Dana að stærstur hluti þess flótta­fólks sem streymt hefur til Ung­verja­lands og áfram norður á bóg­inn í Evr­ópu stendur í þeirri trú að Danir séu and­snúnir flótta­fólki og hæl­is­leit­endum og vilji sem minnst af slíku fólki vita. „Sví­þjóð Sví­þjóð, Dan­mörk ekki gott land“ og fleira í svip­uðum dúr segir fólk þegar það stígur á danska grund og og er fullt tor­tryggni í garð Dana. Danska dag­blaðið Politi­ken óskaði eftir því við stofnun sem rann­sakar rétt­indi og mál­efni flótta­fólks (European Council on Refu­gees and Exil­es) í dag­legu tali nefnd ECRE og með aðsetur í Brus­sel, að borin yrðu saman kjör og aðbún­aður þess fólks í Dan­mörku og tíu öðrum Evr­ópu­lönd­um. Blaða­mönnum Politi­ken þótti nefni­lega ein­kenni­legt að þegar flótta­fólk var spurt nánar út í af hverju væri til dæmis betra að leita hælis í Sví­þjóð var fátt um svör. Bara að það væri betra.

Dan­mörk og Þýska­land á toppnumÞætt­irnir sem ECRE rann­sak­aði voru: fram­færslu­líf­eyrir meðan mál við­kom­andi ein­stak­lings er til með­ferð­ar, bið­tími eftir úrskurði, aðbún­aður á gisti­heim­ilum hæl­is­leit­enda ­meðan úrskurðar um land­vist­ar­leyfi er beð­ið.

Nið­ur­staða þess­arar athug­unar var í stuttu máli sú að Dan­mörk er ásamt Þýska­landi á toppn­um, eins og starfs­maður ECRE orð­aði það. Fram­færslu­líf­eyrir ein­stak­lings er hæstur í Þýska­landi þar er hann um 80 dönskum krónum hærri (ca 1600 íslenskum krón­um) en í Dan­mörku. Í Sví­þjóð, Hollandi, Bret­landi, Frakk­landi og Belgíu er hann miklu lægri. Bið­tím­inn í Dan­mörku er 3-5 mán­uð­ir, 7-8 mán­uðir í Sví­þjóð og 8 mán­uðir í Þýska­landi. Aðbún­aður á dönskum gisti­heim­ilum er langtum betri, að mati starfs­fólks ECRE en í Þýska­landi og flestum hinna land­anna sem rann­sökuð voru.

Auglýsing

Hvað ræður nei­kvæðn­inni í garð Dan­merk­ur?Sér­fræð­ing­ar, sem Politi­ken hefur rætt við, telja að skýr­ing­arnar á afstöðu flótta­fólks ráð­ist af ýmsu. Ekki síst hvað aðrir segi og ef til­tek­inn orðrómur er kom­inn á kreik er hæg­ara sagt en gert að kveða hann nið­ur. Í öðru lagi hafi danskir ráð­herrar ítrekað sagt und­an­farið í fjöl­miðl­um, og jafn­vel aug­lýst erlendis (í Líbanon) að í Dan­mörku drjúpi ekki smjör af hverju strái hæl­is­leit­enda. Fjaðrafokið á sínum tíma í kringum Múhameð­steikn­ing­arnar svo­nefndu hafi kannski líka áhrif. Ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku hefur boðað að kjör hæl­is­leit­enda verði skert, ef til hefur það líka áhrif að mati sér­fræð­ing­anna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None