Danmörk gerir vel við hælisleitendur

rsz_20150914_150524.jpg
Auglýsing

Aðeins Þýska­land gerir jafn vel, eða bet­ur, við hæl­is­leit­endur en Dan­mörk. Þetta kemur fram í rann­sókn evr­ópskrar stofn­unar sem hefur lagt mat á aðbúnað og fram­færslu­líf­eyri hæl­is­leit­enda í mörgum Evr­ópu­lönd­um.

Það hefur vakið undrun margra Dana að stærstur hluti þess flótta­fólks sem streymt hefur til Ung­verja­lands og áfram norður á bóg­inn í Evr­ópu stendur í þeirri trú að Danir séu and­snúnir flótta­fólki og hæl­is­leit­endum og vilji sem minnst af slíku fólki vita. „Sví­þjóð Sví­þjóð, Dan­mörk ekki gott land“ og fleira í svip­uðum dúr segir fólk þegar það stígur á danska grund og og er fullt tor­tryggni í garð Dana. Danska dag­blaðið Politi­ken óskaði eftir því við stofnun sem rann­sakar rétt­indi og mál­efni flótta­fólks (European Council on Refu­gees and Exil­es) í dag­legu tali nefnd ECRE og með aðsetur í Brus­sel, að borin yrðu saman kjör og aðbún­aður þess fólks í Dan­mörku og tíu öðrum Evr­ópu­lönd­um. Blaða­mönnum Politi­ken þótti nefni­lega ein­kenni­legt að þegar flótta­fólk var spurt nánar út í af hverju væri til dæmis betra að leita hælis í Sví­þjóð var fátt um svör. Bara að það væri betra.

Dan­mörk og Þýska­land á toppnumÞætt­irnir sem ECRE rann­sak­aði voru: fram­færslu­líf­eyrir meðan mál við­kom­andi ein­stak­lings er til með­ferð­ar, bið­tími eftir úrskurði, aðbún­aður á gisti­heim­ilum hæl­is­leit­enda ­meðan úrskurðar um land­vist­ar­leyfi er beð­ið.

Nið­ur­staða þess­arar athug­unar var í stuttu máli sú að Dan­mörk er ásamt Þýska­landi á toppn­um, eins og starfs­maður ECRE orð­aði það. Fram­færslu­líf­eyrir ein­stak­lings er hæstur í Þýska­landi þar er hann um 80 dönskum krónum hærri (ca 1600 íslenskum krón­um) en í Dan­mörku. Í Sví­þjóð, Hollandi, Bret­landi, Frakk­landi og Belgíu er hann miklu lægri. Bið­tím­inn í Dan­mörku er 3-5 mán­uð­ir, 7-8 mán­uðir í Sví­þjóð og 8 mán­uðir í Þýska­landi. Aðbún­aður á dönskum gisti­heim­ilum er langtum betri, að mati starfs­fólks ECRE en í Þýska­landi og flestum hinna land­anna sem rann­sökuð voru.

Auglýsing

Hvað ræður nei­kvæðn­inni í garð Dan­merk­ur?Sér­fræð­ing­ar, sem Politi­ken hefur rætt við, telja að skýr­ing­arnar á afstöðu flótta­fólks ráð­ist af ýmsu. Ekki síst hvað aðrir segi og ef til­tek­inn orðrómur er kom­inn á kreik er hæg­ara sagt en gert að kveða hann nið­ur. Í öðru lagi hafi danskir ráð­herrar ítrekað sagt und­an­farið í fjöl­miðl­um, og jafn­vel aug­lýst erlendis (í Líbanon) að í Dan­mörku drjúpi ekki smjör af hverju strái hæl­is­leit­enda. Fjaðrafokið á sínum tíma í kringum Múhameð­steikn­ing­arnar svo­nefndu hafi kannski líka áhrif. Ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku hefur boðað að kjör hæl­is­leit­enda verði skert, ef til hefur það líka áhrif að mati sér­fræð­ing­anna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None