„Ef að þau geta notað mig þá er ég til“

Gunnar Smári Egilsson segist vera tilbúinn að taka sæti á lista Sósíalistaflokksins en sérstök kjörnefnd flokksins hefur óskað eftir kröftum hans.

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og einn af stofnendum flokksins, ætlar að gefa kost á sér á lista fyrir komandi alþingiskosningar. RÚV greinir frá.

Í frétt RÚV segir að flokkurinn ætli að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og verði þeir kynntir í byrjun næsta mánaðar.

Sósíalistaflokkurinn mældist með þrjá menn inni í Gallup-könnun sem birtist í síðustu viku. Alls segjast 5,4 prósent landsmanna ætla að kjósa þann flokk sem býður fram til þings í fyrsta sinn í haust.

Auglýsing

„Það hefur verið skorað á mig og kjörnefndin var að tala við mig og ég lofaði þeim að svara núna um helgina. Ef að þau geta notað mig þá er ég til,“ segir Gunnar Smári í samtali við RÚV.

Á vef Sósíalistaflokksins segir að ákvörðun um framboð Sósíalistaflokksins til þings eða sveitarstjórna skuli tekin af Sósíalistaþingi eða með skýru umboði þess. Kjörnefnd skipuð slembivöldum félagsmönnum skuli annast skipun lista, kosningastjórn og í kjölfarið samskipti flokksins við kjörna fulltrúa.

„Kjörnefnd skal samþykkja nánari útfærslu á vinnubrögðum sínum við skipun lista og samskipti við frambjóðendur. Kjörnefnd er heimilt að setja á fót kosningastjórnir í einstökum kjördæmum eða sveitarfélögum og heyra þær undir hana. Kjörnefnd er heimilt að skipa utanaðkomandi einstakling sem kosningastjóra,“ segir á síðu flokksins. Samkvæmt RÚV er búist við því að nefndin ljúki störfum fyrstu vikuna í ágúst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent