Eigið fé Framsóknar enn neikvætt en staðan batnaði verulega á síðasta kjörtímabili

Í árslok 2018 var eigið fé Framsóknarflokksins neikvætt um 56 milljónir króna og skuldir hans 239 milljónir króna. Stóraukin framlög úr ríkissjóði hafa lagað stöðuna og eigið féð um síðustu áramót var neikvætt um einungis 233 þúsund krónur.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Tekjur Fram­sókn­ar­flokks­ins voru 109,5 millj­ónir króna á síð­asta ári. Alls komu 74 pró­sent þeirra úr rík­is­sjóði, rúm­lega tíu pró­sent frá Alþingi og rúm­lega þrjú pró­sent frá sveit­ar­fé­lög­um. Því komu rúm­lega 87 pró­sent tekna flokks­ins úr opin­berum sjóð­u­m. 

Aðrar tekjur voru að uppi­stöðu fram­lög ein­stak­linga og lög­að­ila og almenn félags­gjöld, sem næstum tvö­föld­uð­ust milli ára og voru 6,3 millj­ónir króna. Af þeim 2,9 millj­ónum króna sem komu inn frá lög­að­ilum kom uppi­staðan frá fyr­ir­tækjum í útgerð, Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga Vísi og Síld­ar­vinnsl­unni, og fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­unum Arn­ar­laxi, Fisk­eldi Aust­fjarða og Löxum eign­ar­halds­fé­lagi.

Rekstur skrif­stofa flokks­ins var þyngsti hlut­inn á gjalda­hlið­inni á árinu 2020, en hann kost­aði 78,1 millj­ónir króna og jókst um 21,3 pró­sent milli ára.

Rekstr­ar­hagn­aður var 40,2 millj­ónir króna sem þýðir að tæp­lega 37 pró­sent af tekjum Fram­sókn­ar­flokks­ins á síð­asta ári fór í rekstur hans. Flokk­ur­inn er hins vegar nokkuð skuld­settur og greiddi því tæp­lega 21 milljón króna í fjár­magns­gjöld á árinu 2020. Því var hagn­aður hans eftir fjár­magns­gjöld 19,2 millj­ónir króna.

Auglýsing
Þetta kemur fram í nýbirtum árs­­reikn­ingi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem skilað var inn til Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar fyrir skemmstu. Flokk­ur­inn var með alls átta þing­menn á síð­asta kjör­tíma­bili eftir að hafa fengið 10,7 pró­sent atkvæða í kosn­ingum 2017. Hann var hins­vegar sig­ur­veg­ari síð­ustu kosn­inga, bætti við sig 6,6 pró­sentu­stigum og fimm þing­mönn­um. 

Því munu fram­lög til Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem er nú næst stærsti flokk­ur­inn á þingi, aukast veru­lega á þessu kjör­tíma­bili enda segir atkvæða­magnið til um hversu háa fjár­hæð flokkar fá úthlutað úr rík­is­sjóð­i. 

Arion banki tók yfir hluta af fjár­mögnun flokks­ins

Eignir flokks­ins voru metnar á 211,2 millj­ónir króna á síð­asta ári. Þær eru að uppi­stöðu fast­eign­ir, sem metnar voru á 126,7 millj­ónir króna. Verð­mætasta eignin er Hverf­is­gata 33, höf­uð­stöðvar Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem vistuð er inni í dótt­ur­fé­lag­inu Skúla­garði ehf. Fast­eigna­mat húss­ins var 107 millj­ónir króna í lok síð­asta árs þótt bók­fært virði sé ein­ungis 42,3 millj­ónir króna, en á eign­inni hvíla lán upp á 125 millj­ónir króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi Skúla­garðs. Árið 2017 var fast­eignin sett að veði fyrir 50 milljón króna láni frá Kviku banka á fjórða veð­rétti. Á fyrsta veð­rétti var Lands­bank­inn, vegna láns þar sem upp­haf­legur höf­uð­stóll var 20 millj­ónir króna, og á öðrum og þriðja var Afl Spari­sjóð­ur, vegna lána sem upp­haf­lega voru upp á sam­tals um 60,4 millj­ónir króna.

Í lok árs 2019 veitti Spari­sjóður Aust­ur­lands flokknum lán upp á 15 millj­ónir króna á fjórða veð­rétti og var þá búið að gera upp lánið við Lands­bank­ann. Það lán var greitt upp nokkrum dögum síðar ásamt lán­inu frá Kviku banka þegar Fram­sókn tók 70 millj­óna króna lán hjá Arion banka á þriðja veð­rétti, á eftir skuld­inni við Afl Spari­sjóð, seint í des­em­ber 2019.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn átti líka útistand­andi skamm­tíma­kröfur upp á 47,2 millj­ónir króna í lok síð­asta árs sem hann eign­færði og sjóð og banka­inni­stæðu upp á 29,1 milljón króna. 

Skuldir flokks­ins í heild voru 211,4 millj­ónir króna en lækk­uðu um tæp­lega 22 millj­ónir króna milli ára. 

Eigið fé félags­ins var nei­kvætt um síð­ustu ára­mót, líkt og það hafði verið árin á und­an, en nú ein­ungis um 233 þús­und krón­ur. Til sam­an­burðar var það nei­kvætt um 19,2 millj­ónir króna árið áður og 56 millj­ónir króna í lok árs 2018. 

Fram­lög til flokka úr rík­­is­­sjóði hækkuð gríð­­ar­­lega

Fram­lög til stjórn­mála­flokka úr rík­is­sjóði voru hækkuð veru­lega í byrjun síð­asta kjör­tíma­bils. Til­­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­­sent var sam­­­­­­þykkt í fjár­­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. Fram­lög til stjórn­­­­­­­­­­­mála­­­­­­flokka á því ári áttu að vera 286 millj­­­­­­ónir króna en urðu 648 millj­­­­­­ónir króna. 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að þeir níu stjórn­­­mála­­flokkar sem fengu nægj­an­­legt fylgi í síð­­­ustu þing­­kosn­­ingum til að fá úthlutað fjár­­munum úr rík­­is­­sjóði fá sam­tals 728,2 millj­­ónir króna til að skipta á milli sín á næsta ári. 

Auglýsing
Um er að ræða þá átta flokka sem eiga full­­trúa á þingi auk Sós­í­a­lista­­flokks Íslands sem hlaut nægj­an­­legt fylgi í síð­­­ustu kosn­­ingum til að hljóta fram­lag.

Það er sama upp­­hæð og flokk­­arnir fengu sam­tals í fyrra og sama upp­­hæð og þeir fengu í ár. Raunar gera áætl­­­anir stjórn­­­valda ráð fyrir því að hún hald­ist óbreytt út árið 2024. Haldi það munu stjórn­­­mála­­flokkar lands­ins alls hafa fengið 3.641 millj­­ónir króna úr rík­­is­­sjóði á fimm ára tíma­bil­i. 

Til við­­bótar við þær greiðslur er kostn­aður vegna starfs­­manna þing­­flokka greiddur af Alþingi.

Árs­­reikn­ingar nú birtir í heild

Full­­­­trúar allra flokka á Alþingi, þar á meðal sex for­­­­­menn stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka, lögðu svo sam­eig­in­­­­­lega fram frum­varp til að breyta lögum um fjár­­­­­­­­­mál stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka og fram­­­­­bjóð­enda í lok árs 2018. Það var afgreitt sem lög fyrir þing­­­­­lok þess árs.

Á meðal breyt­inga sem það stuð­l­aði að var að leyfa stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokkum að taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­­­­um. Hámarks­­­­­fram­lag var 400 þús­und krónur en var breytt í 550 þús­und krón­­­­­ur.

Auk þess var sú fjár­­­­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­­­­greindur í árs­­­­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­­­­bjóð­enda sé hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­­­­ur.

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­­­mála­­­flokk­anna skila árs­­­reikn­ingum sínum til rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og áður var. Sú grund­vall­­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun hætti að birta tak­­­mark­aðar upp­­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­­kall­aðan útdrátt, og átti þess í stað að birta árs­­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­­ur­­­skoð­end­­­um.

Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi í byrjun árs 2019 þurftu flokk­­arnir þó ekki að sæta því að árs­­reikn­ingar þeirra væru birtir í heild á árinu 2019. Þeirri fram­­kvæmd var frestað fram á haustið 2020. Því eru árs­reikn­ing­arnir nú að birt­ast í annað sinn í heild sinni.

Sem stendur hefur Rík­is­end­ur­skoðun ekki birt árs­reikn­inga þriggja flokka; Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Píratar vegna síð­asta árs. Kjarn­inn hefur fjallað um árs­reikn­inga allra þeirra flokka sem skilað hafa árs­reikn­ingi á síð­ustu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent