Einar og Magnús síðustu staðfestu oddvitar á listum Pírata

Píratar hafa nú, fyrstir allra flokka, lokið vali í efstu sætin á listum sínum í öllum kjördæmum.

einarogmagnus.jpg
Auglýsing

Prófkjöri Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi lauk klukkan 16 í dag. Niðurstaða þeirra varð sú að Einar Brynjólfsson verður oddviti flokksins í Norðaustri og Magnús Davíð Norðdahl mun leiða í Norðvestri. Píratar eru sem stendur með þingmann í hvorugu kjördæminu.

Kosningin var rafræn og greiddu rúmlega 280 manns atkvæði í því fyrrnefnda, þar sem sjö voru í framboði, og 400 í Norðvesturkjördæmi þar sem sex frambjóðendur sóttust eftir efstu sætunum.

Niðurstöðu prófkjöranna í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. 

Þar með er öllum prófkjörum Pírata lokið og efsta fólk á lista flokksins fyrir kosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi fyrirliggjandi. 

Einar Brynjólfsson hefur áður setið á þingi fyrir Pírata. Hann var kjörinn þangað árið 2016 en datt út ári síðar þegar kosið var öðru sinni á einu ári. Magnús Davíð Norðdahl er sjálfstætt starfandi lögmaður sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir störf sín fyrir flóttamenn sem sóst hafa eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi. 

Prófkjörum Pírata í hinum fjórum kjördæmunum, Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi, lauk um síðustu helgi. 

Auglýsing
Þrír þing­menn, Björn Leví Gunn­ars­son, Hall­dóra Mogensen og Andrés Ingi Jóns­son, höfn­uðu í þremur efstu sæt­unum í Reykja­vík. Þing­mað­ur­inn Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir varð í efsta sæt­inu í uðvesturkjördæmi og Álf­heiður Eymars­dótt­ir, vara­þing­maður Pírata, í því efsta í Suðurkjördæmi.

Björn Leví greindi frá því á Facebook í kjölfarið að hann ætli að leiða Pírata í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, sama kjör­dæmi og hann er nú þing­maður fyr­ir. Það þýðir að Halldóra Mogensen verður leiðtogi flokksins í Reykjavík norður.

Andrés Ingi Jóns­son hóf kjör­tíma­bilið sem þing­maður Vinstri grænna. Hann sagði sig úr flokknum og varð þing­maður utan flokka en ákvað í ár að ganga í raðir Pírata.

Arn­dís Anna Kristíndardóttir Gunn­ars­dóttir lenti svo í fjórða sæti í prófkjörinu í Reykjavík.

Niðurstaða prófkjörs Pírata í Norðausturkjördæmi: 

 1. Einar Brynjólfsson
 2. Hrafndís Bára Einarsdóttir
 3. Hans Jónsson
 4. Rúnar Gunnarson
 5. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir
 6. Skúli Björnsson
 7. Gunnar Ómarsson

Niðurstaða prófkjörs Pírata í Norðvesturkjördæmi:

 1. Magnús Davíð Norðdahl
 2. Gunnar Ingiberg Guðmundsson
 3. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir
 4. Pétur Óli Þorvaldsson
 5. Sigríður Elsa Álfhildardóttir
 6. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Vel yfir 100 smit annan daginn í röð
Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.
Kjarninn 28. júlí 2021
Katrín Baldursdóttir
Hvað er frelsi?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent