Segir nýtt eldgosatímabil hafið á Reykjanesskaga

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir eldgosið í Geldingadal töluverð tíðindi. „Við verðum að túlka þetta sem svo að það sé hafið nýtt eldgosatímabil á skaganum.“ Hann segir þó engar hamfarir að hefjast.

Hraunið er mest tíu metrar á þykkt og í samanburði við önnur eldgos hér á landi er eldgosið í Geldingadal mjög lítið.
Hraunið er mest tíu metrar á þykkt og í samanburði við önnur eldgos hér á landi er eldgosið í Geldingadal mjög lítið.
Auglýsing

„Við erum að fylgj­ast með eld­gosi sem kemur upp fyrir um miðju gangs­ins sem hefur verið að mynd­ast síð­ustu vik­urnar sam­hliða mik­illi jarð­skjálfta­hr­inu. Und­an­farna sól­ar­hringa höfum við séð að það dró úr skjálfta­virkn­inni og það er eins og kvikan hafi smám saman verið að fylla inn í þetta pláss og svo er yfir­þrýst­ingur sem veldur því að hún kemur þarna út í litlu gos­i.“

Þetta sagði Kristín Jóns­dóttir hóp­stjóri nátt­úru­vá­rsviðs Veð­ur­stof­unnar á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.

Hún sagði lík­lega ekki ástæðu til að halda að í kjöl­far eld­goss­ins verði mikil jarð­skjálfta­virkni. Vís­inda­menn ættu síður von á stærri skjálft­um. „ En áfram er fylgst með breyt­ingum og sömu­leiðis í aflögun sem við mælum með gervi­tunglum og gps-­mæl­ing­um.“

Í ljósi sög­unnar má ætla að langt tíma­bil jarð­hrær­inga sé framund­an. Síð­ast gaus á Reykja­nesi fyrir 781 ári en mun lengra er liðið frá því að eld­gos varð í Fagra­dals­kerf­inu. Að minnsta kosti 6.000 ár eru liðin frá því.

Auglýsing

Magnús Tumi Guð­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ingur sagði eld­gosið tölu­verð tíð­indi því ekki hafi gosið á Reykja­nesskaga í tæp­lega 800 ár. „Verðum að túlka þetta sem svo að það sé hafið nýtt eld­gosa­tíma­bil á skag­an­um.“ Hann sagði þó engar ham­farir að hefj­ast en engu að síður væru þessar jarð­hrær­ingar eft­ir­tekt­ar­verð­ar. „Þetta er eitt minnsta gos sem sögur fara af, ef svo má að orði kom­ast,“ sagði hann.

Hraunið er mest tíu metrar á þykkt. Um 0,2-0,3 milljón rúmmetrar af kviku hafa komið upp á þeim 16 klukku­stundum sem liðnar eru frá upp­hafi goss­ins og rennslið því „verið svipað og í Elliða­án­um,“ sagði Magnús Tumi og benti á að gosið væri 3-4 sinnum minna en það sem varð á Fimm­vörðu­hálsi og aðeins um einn hund­raðs­hluti af Holu­hrauns­gos­inu.

Magnús Tumi og Elín Björk á upplýsingafundinum í dag.  Mynd: Almannavarnir

Þessu gosi mætti ef til vill líkja við fyrsta gosið í Kröflu­eld­um. Stað­setn­ing þess í Geld­inga­dal er mjög hag­stæð. „Þetta er eins og bað­ker og það lekur aðeins í baðkar­ið. Í sjálfu sér ekki alvar­legur atburður sem slík­ur.“

En atburð­ur­inn er ekki búinn og enn á eftir að koma í ljós hvernig hann þró­ast.

Eitr­uðu gösin sem eru að koma upp í gos­inu geta sest niður í dældir í Geld­inga­dal og nágrenni, dal sem er í raun lokuð dæld. Og ef það er logn „þá verður þetta dauða­gildra,“ sagði Magnús Tumi. Brýndi hann fyrir fólki að nálg­ast gos­s­töðv­arnar af virð­ingu.

Um 30 kíló af gasi á sek­úndu

Elín Björk Jón­as­dótt­ir, veð­ur­fræð­ingur sagði að um 30 kíló af gasi á sek­úndu kæmu upp í eld­gos­inu. Það er mun minna en gerð­ist í Holu­hrauns­gos­inu til dæm­is. Ekki er að hennar sögn hætta á gasmengun í byggð að minnsta kosti næstu daga.

Benti hún á að veðrið væri að snú­ast í suð­vest­an­átt og jafn­vel slyddu. „Þannig að tals­verð vos­búð er hrein­lega fyrir gang­andi á þessum slóðum og ég mæli ekki sér­stak­lega með því að fólk leggi í þessa 6-7 tíma göng­u.“ Þeir sem ætli sér að svæð­inu þurfi að hafa gasmæla með­ferð­is, ekk­ert vit væri í öðru.

Auglýsing

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn biðl­aði til þeirra sem ætl­uðu sér að skoða gosið að fara var­lega og benti á að mun betri aðstæður væru heima í stofu til að fylgj­ast með því. Á vef­mynda­vélum mætti sjá að nýjar lænur af hrauni mynd­ist annað slagið og renni hratt fram. Þá sýndi reynslan frá Fimm­vörðu­hálsi að nýjar sprungur geti opn­ast og því brýnt að „fara mjög var­lega“.

Hann hvatti fólk „til að poppa og horfa á þetta heima í vef­mynda­vél­un­um“.

Á fund­inum voru jarð­vís­inda­menn­irnir spurðir um fram­hald­ið. Magnús Tumi sagði lík­leg­ast að gosið hægi á sér og fjari út. En það gæti staðið í ein­hverja daga og jafn­vel vik­ur. „Við vitum það ekki“. Svo gæti ný umbrota­hrina haf­ist seinna. „En miðað við sög­una á skag­anum mun þetta ekki ger­ast rosa­lega hratt.“

Kristín Jónsdóttir fór yfir stöðuna á eldgosinu á fundi almannavarna. Mynd: Almannavarnir

Síð­ustu eldar á Reykja­nesskaga áttu sér stað á 12. öld. Í þeim mynd­uð­ust hraunin sem Bláa lónið og orku­verið í Svarts­engi standa á. Þá runnu þrjú hraun á 10-15 ára tíma­bili.

Annað gos­tíma­bil var á 10. öld. Þá gaus 6-8 sinnum á um 50-100 árum. Síð­asta hrinan á Reykja­nesi byrj­aði með tveimur gosum í Krýsu­vík­ur­kerf­inu um árið 800. „Síðan ger­ist ekk­ert í hund­rað ár.“

Þegar talað er um síð­ustu gos­hr­inu þá er verið að tala um tíma­bil sem stóð yfir í um 400 ár. Í henni kom um 50 pró­sent meira af gos­efnum en í Holu­hrauns­gos­inu einu sam­an. Svo að umfangið að því leyt­inu til var ekki mik­ið. „Við höfum enga hug­mynd um hvernig atburða­rásin verð­ur. Við vitum hins vegar í stórum dráttum hvernig næstu aldir verða,“ sagði Magnús Tumi.

Kristín sagði að miðað við stöð­una í augna­blik­inu væri lík­leg­ast að gosið héldi áfram í ein­hverja daga. „Þá er ekki úti­lokað að það ger­ist eitt­hvað meira. Komi upp meiri kvika eða það verði gos ein­hvers staðar ann­ars staðar á sprung­unni. Þetta eru þættir sem við fylgj­umst með næstu daga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent