Víðir „pínu með í maganum“

Þó að það sé lítið og á lygilega hentugum stað hvað varðar hraunrennsli og gasmengun, er eldgosið í Geldingadal ekki hættulaust. Fólk streymir nú á vettvang til að berja það augum. Hraunið getur flætt marga metra á stuttum tíma og nýjar sprungur opnast.

Þessir menn voru með leyfi til að fara að eldgosinu enda þar á vegum Gæslunnar.
Þessir menn voru með leyfi til að fara að eldgosinu enda þar á vegum Gæslunnar.
Auglýsing

Eld­gosið í Geld­inga­dal við Fagra­dals­fjall, sem hófst á níunda tím­anum í gær­kvöldi, er þegar í rén­un. Í myrkr­inu í gær sýnd­ist vís­inda­mönnum gjósa á um 500-700 metra sprungu en í dags­birt­unni hefur komið í ljós að hún er um 180 metrar á lengd og hefur aldrei verið lengri en það. „Með fjöllin og dal­ina til sam­an­burðar í morgun er þetta heldur minna,“ sagði Björn Odds­son, jarð­vís­inda­maður hjá almanna­vörnum í við­tali við RÚV í hádeg­inu.

Fleiri stærðir hafa verið að skýr­ast eftir því sem birta tók af degi. Gas sem upp kemur var talið vera um 160 kíló á sek­úndu í gær en nú er talið að magnið sé um 30 kíló. Gosið er mikið sjón­ar­spil engu að síður og hefur dregið fjölda manns að í dag sem veldur Víði Reyn­is­syni, yfir­lög­reglu­þjóni almanna­varna nokkrum áhyggj­um. „Ég er pínu með í mag­an­um, ég verð að við­ur­kenna það,“ sagði hann í beinni útsend­ingu í hádeg­is­fréttum úr stjórn­stöð­inni í Skóg­ar­hlíð. Hann seg­ist sjást á vef­mynda­vélum að margt fólk sé komið á stað­inn og nokkuð nálægt. Við­bún­að­ar­stigið var fært af neyð­ar­stigi niður á hættu­stig í morg­un. Svæðið er því ekki lokað en Víðir ítrekar að það geti verið stór vara­samt að fara þar um. Sagði hann hraun­rennslið geta „stokkið fram“ um marga metra á stuttum tíma. Það geti opn­ast nýjar sprung­ur, jafn­vel í hund­ruð metra fjar­lægð frá þeim stað sem nú gýs á.

Auglýsing

Frey­steinn Sig­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ingur segir að það sem gerst hafi við Fagra­dals­fjall sé að op hafi komið á kviku­gang­inn langa sem byrj­aði að mynd­ast fyrir nokkrum vikum og að „kvikan leki upp“.

Björn Odds­son var meðal þeirra vís­inda­manna sem flaug yfir gos­s­töðv­arnar í gær. Hann segir gíg­ana sem höfðu mynd­ast þá hafa sést vel sem og hrauntung­urnar sem renna frá þeim. Nú er kviku­stróka­virknin orðin mjög lítil og að lítil sem engin aska mynd­ist. „Við verðum að hafa það í huga að meðan þessi virkni er þá er það ekki úti­lokað að það opn­ist aðrar sprungur á öðrum stöð­u­m.“

Þegar er farið að draga úr eldgosinu við Fagradalsfjall. Mynd: Landhelgisgæslan

Elín Björk Jón­as­dóttir veð­ur­fræð­ingur fylgist nú náið með gasmæl­ingum vegna goss­ins. Hún sagði í hádeg­is­fréttum RÚV að verið væri að end­ur­reikna líkön um gas­dreif­ing­una en að allt benti til þess að litlar líkur væru á því að gös myndu valda hættu í byggð og þar með talið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þó að vind­átt sé að breyt­ast. „En,“ sagði hún, „hættan er ekki lítil eða hverf­andi við gos­s­töðv­arnar og fólk má alls ekki halda að það sjái gas­ið.“ Þeir gufustrókar sem sjá­ist séu einmitt aðal­lega það: Vatns­gufa. Gösin eru hins vegar ósýni­leg og geta auð­veld­lega safn­ast í lægðir í lands­lag­inu.

En hvert gæti fram­haldið orð­ið?

Það er spurn­ingin sem brennur á öllum en erfitt er að svara með nákvæmni. Frey­steinn Sig­munds­son sagði að ekki væri hægt að segja til um það á þess­ari stundu hvort að gosið hrein­lega logn­ist fljótt út af. Eld­gosið væri beint fram­hald af því sem hefði verið að eiga sér stað á Reykja­nesi síð­ustu vik­ur. Magn kvik­unnar sem væri að koma upp á yfir­borðið væri um það bil það sama og vís­inda­menn telja að hafi verið að flæða inn í kviku­gang­inn á svæð­inu. „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann við RÚV í hádeg­inu. „Þetta getur haldið svona áfram. Það eru engar vís­bend­ingar um að hraun­rennsli sé að fara að marg­fald­ast.“

Gossvæðið er nokkuð flatlent.  Mynd: Almannavarnir

Síð­ustu þrjár vikur hafa ein­kennst af miklum jarð­skjálftum á Reykja­nesi. Þetta hefur verið tíma­bil spennu, segir Frey­steinn. Og undir niðri var að mynd­ast átta kíló­metra langur kviku­gang­ur. En nokkrum dögum fyrir gosið dró úr skjálfta­virkni. Því sé spurn­ing hvort að spennan í jarð­skorp­unni hafi þegar verið los­uð. Búast má við því að draga muni úr skjálfta­virkni. En af þrýst­ingnum var nóg og þess vegna náði kvikan gló­andi upp á yfir­borð­ið.

Þegar litið er til sög­unnar eru dæmi um eld­gosa­hrin­ur, sann­kall­aða jarð­elda, sem hófust með litlum gosum sem þess­um. Kröflu­eldar eru gott dæmi um það. En end­ur­tekin eld­gos urðu svo á svæð­inu næstu fimmtán árin á eft­ir. Þetta rifj­aði Páll Ein­ars­son jarð­eðl­is­fræð­ingur upp í Rík­is­út­varp­inu í nótt. „Þetta er bara einn kafli í langri fram­halds­sögu, hún er þegar orðin fimmtán mán­aða löng,“ sagði hann. „Kafl­arnir hafa orðið æsi­legri eftir því sem fram hefur liðið eins og í góðri fram­halds­sög­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent