Víðir „pínu með í maganum“

Þó að það sé lítið og á lygilega hentugum stað hvað varðar hraunrennsli og gasmengun, er eldgosið í Geldingadal ekki hættulaust. Fólk streymir nú á vettvang til að berja það augum. Hraunið getur flætt marga metra á stuttum tíma og nýjar sprungur opnast.

Þessir menn voru með leyfi til að fara að eldgosinu enda þar á vegum Gæslunnar.
Þessir menn voru með leyfi til að fara að eldgosinu enda þar á vegum Gæslunnar.
Auglýsing

Eld­gosið í Geld­inga­dal við Fagra­dals­fjall, sem hófst á níunda tím­anum í gær­kvöldi, er þegar í rén­un. Í myrkr­inu í gær sýnd­ist vís­inda­mönnum gjósa á um 500-700 metra sprungu en í dags­birt­unni hefur komið í ljós að hún er um 180 metrar á lengd og hefur aldrei verið lengri en það. „Með fjöllin og dal­ina til sam­an­burðar í morgun er þetta heldur minna,“ sagði Björn Odds­son, jarð­vís­inda­maður hjá almanna­vörnum í við­tali við RÚV í hádeg­inu.

Fleiri stærðir hafa verið að skýr­ast eftir því sem birta tók af degi. Gas sem upp kemur var talið vera um 160 kíló á sek­úndu í gær en nú er talið að magnið sé um 30 kíló. Gosið er mikið sjón­ar­spil engu að síður og hefur dregið fjölda manns að í dag sem veldur Víði Reyn­is­syni, yfir­lög­reglu­þjóni almanna­varna nokkrum áhyggj­um. „Ég er pínu með í mag­an­um, ég verð að við­ur­kenna það,“ sagði hann í beinni útsend­ingu í hádeg­is­fréttum úr stjórn­stöð­inni í Skóg­ar­hlíð. Hann seg­ist sjást á vef­mynda­vélum að margt fólk sé komið á stað­inn og nokkuð nálægt. Við­bún­að­ar­stigið var fært af neyð­ar­stigi niður á hættu­stig í morg­un. Svæðið er því ekki lokað en Víðir ítrekar að það geti verið stór vara­samt að fara þar um. Sagði hann hraun­rennslið geta „stokkið fram“ um marga metra á stuttum tíma. Það geti opn­ast nýjar sprung­ur, jafn­vel í hund­ruð metra fjar­lægð frá þeim stað sem nú gýs á.

Auglýsing

Frey­steinn Sig­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ingur segir að það sem gerst hafi við Fagra­dals­fjall sé að op hafi komið á kviku­gang­inn langa sem byrj­aði að mynd­ast fyrir nokkrum vikum og að „kvikan leki upp“.

Björn Odds­son var meðal þeirra vís­inda­manna sem flaug yfir gos­s­töðv­arnar í gær. Hann segir gíg­ana sem höfðu mynd­ast þá hafa sést vel sem og hrauntung­urnar sem renna frá þeim. Nú er kviku­stróka­virknin orðin mjög lítil og að lítil sem engin aska mynd­ist. „Við verðum að hafa það í huga að meðan þessi virkni er þá er það ekki úti­lokað að það opn­ist aðrar sprungur á öðrum stöð­u­m.“

Þegar er farið að draga úr eldgosinu við Fagradalsfjall. Mynd: Landhelgisgæslan

Elín Björk Jón­as­dóttir veð­ur­fræð­ingur fylgist nú náið með gasmæl­ingum vegna goss­ins. Hún sagði í hádeg­is­fréttum RÚV að verið væri að end­ur­reikna líkön um gas­dreif­ing­una en að allt benti til þess að litlar líkur væru á því að gös myndu valda hættu í byggð og þar með talið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þó að vind­átt sé að breyt­ast. „En,“ sagði hún, „hættan er ekki lítil eða hverf­andi við gos­s­töðv­arnar og fólk má alls ekki halda að það sjái gas­ið.“ Þeir gufustrókar sem sjá­ist séu einmitt aðal­lega það: Vatns­gufa. Gösin eru hins vegar ósýni­leg og geta auð­veld­lega safn­ast í lægðir í lands­lag­inu.

En hvert gæti fram­haldið orð­ið?

Það er spurn­ingin sem brennur á öllum en erfitt er að svara með nákvæmni. Frey­steinn Sig­munds­son sagði að ekki væri hægt að segja til um það á þess­ari stundu hvort að gosið hrein­lega logn­ist fljótt út af. Eld­gosið væri beint fram­hald af því sem hefði verið að eiga sér stað á Reykja­nesi síð­ustu vik­ur. Magn kvik­unnar sem væri að koma upp á yfir­borðið væri um það bil það sama og vís­inda­menn telja að hafi verið að flæða inn í kviku­gang­inn á svæð­inu. „Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann við RÚV í hádeg­inu. „Þetta getur haldið svona áfram. Það eru engar vís­bend­ingar um að hraun­rennsli sé að fara að marg­fald­ast.“

Gossvæðið er nokkuð flatlent.  Mynd: Almannavarnir

Síð­ustu þrjár vikur hafa ein­kennst af miklum jarð­skjálftum á Reykja­nesi. Þetta hefur verið tíma­bil spennu, segir Frey­steinn. Og undir niðri var að mynd­ast átta kíló­metra langur kviku­gang­ur. En nokkrum dögum fyrir gosið dró úr skjálfta­virkni. Því sé spurn­ing hvort að spennan í jarð­skorp­unni hafi þegar verið los­uð. Búast má við því að draga muni úr skjálfta­virkni. En af þrýst­ingnum var nóg og þess vegna náði kvikan gló­andi upp á yfir­borð­ið.

Þegar litið er til sög­unnar eru dæmi um eld­gosa­hrin­ur, sann­kall­aða jarð­elda, sem hófust með litlum gosum sem þess­um. Kröflu­eldar eru gott dæmi um það. En end­ur­tekin eld­gos urðu svo á svæð­inu næstu fimmtán árin á eft­ir. Þetta rifj­aði Páll Ein­ars­son jarð­eðl­is­fræð­ingur upp í Rík­is­út­varp­inu í nótt. „Þetta er bara einn kafli í langri fram­halds­sögu, hún er þegar orðin fimmtán mán­aða löng,“ sagði hann. „Kafl­arnir hafa orðið æsi­legri eftir því sem fram hefur liðið eins og í góðri fram­halds­sög­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent