Eldgosið ógnar ekki byggð eða mannvirkjum en möguleiki er á gasmengun

Eldgos hófst í Geldingardal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:45 í gærkvöldi.

Mynd af gosinu í dagsbirtu sýnir að það er lítið.
Mynd af gosinu í dagsbirtu sýnir að það er lítið.
Auglýsing

Miðað við umfangið á eld­gos­inu í Geld­ing­ar­dal við Fagra­dals­fjall, eins og það er nú, virð­ist það ekki koma til með að ógna byggð eða mann­virkj­um. Þetta kemur fram á vef Veð­ur­stofu Íslands. 

Þar segir hins­vegar að mögu­leiki sé á að gasmengun geti valdið óþæg­indum hjá fólki. „Gefin verður út spá um gas­dreif­ingu frá eld­gos­inu á næst­unni. Veð­ur­spá gerir ráð fyrir nokkuð sterkum vindi og úrkomu sem mun draga úr áhrifum mögu­legrar meng­unar frá eld­stöðv­un­um. Hér er hlekkur á skrán­ing­ar­síðu vegna gasmeng­unar og hvetjum við fólk til að setja inn skrán­ingu ef það telur sig verða vart við gasmeng­un.“

Fyrsta til­­kynn­ing um gosið barst Veð­­ur­­stof­unni klukkan 21.40 en það er talið hafa haf­ist um klukkan 20:45.

Gosið er talið lítið og gossprungan er talin vera um 500 til 1.000 metrar að lengd. Hraunið er talið vera innan við 1 fer­kíló­metri að stærð og lítil goss­tróka­virkni er á svæð­in­u. 

Tæp­lega eitt þús­und jarð­skjálftar mæld­ust í gær, sá stærsti 3,7 að stærð kl.05:48, við Reykja­nestá. Um 160 jarð­skjálftar hafa mælst frá mið­nætti, sá stærsti 2,3 að stærð, kl. 05:01. rétt austur af Sýl­inga­fell.

Auglýsing
Almannavarnadeild rík­is­lög­reglu­stjóra og Veð­ur­stofa Íslands hafa boðað til upp­lýs­inga­fundar í dag klukkan 11 vegna goss­ins. Þar munu Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna og Kristín Jóns­dóttir frá Veð­ur­stofu Íslands fara yfir stöðu mála ásamt fleiri vís­inda­mönn­um.

Frá land­­­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­­­nesi, síð­­­­­ast á árunum 1211-1240. Þeir atburð­ir eru ­kall­aðir Reykja­­­nes­eld­­­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú ­gos í eld­­­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­eng­i. Eld­­­gosin voru hraun­­­gos á 1-10 kíló­­­metra löngum gossprung­­­um.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar flaug yfir gossvæðið í nótt. Á meðal þeirra sem voru um borð var Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra.

Hér að neðan má sjá mynd­band sem tekið var úr þyrl­unni af gos­inu:

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent