Einar Þorsteinsson hættir á RÚV

Einn aðalstjórnandi Kastljóss mun láta af störfum hjá RÚV í dag. „Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ skrifar hann til starfsmanna RÚV.

Einar Þorsteinsson Mynd: Skjáskot/RÚV
Auglýsing

Einar Þor­steins­son frétta­maður á RÚV og einn stjórn­enda Kast­ljóss hefur ákveðið að láta af störfum hjá RÚV en hann greindi frá ákvörðun sinni í skila­boðum til starfs­manna RÚV fyrr í dag.

„Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því frétta­stofan er mitt annað heim­ili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljót­lega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskap­lega og ég vona að ykkur gangi vel í bar­átt­unn­i,“ segir hann í skila­boð­un­um.

Auglýsing

Bald­vin Þór nýr rit­stjóri Kast­ljóss

Nokkrar vend­ingar hafa átt sér stað í starfs­manna­málum á RÚV að und­an­förnu en Kjarn­inn greindi frá því á Þor­láks­messu að Bald­vin Þór Bergs­­son myndi láta af störfum sem dag­­skrár­­stjóri Rásar tvö og núm­iðla RÚV um ára­­mót og taka við starfi rit­­stjóra nýs Kast­­ljóss. Sam­hliða myndi hann áfram leiða verk­efnið „nýr ruv.is“ og móta til­­lögur að fram­­tíð­­ar­­fyr­ir­komu­lagi vefrit­­stjórnar rík­­is­mið­ils­ins.

Í byrjun nóv­em­ber greindi Rakel Þor­bergs­dóttir frá því að hún hefði ákveðið að láta af störfum sem frétta­­stjóri RÚV. Rakel hafði gegnt starf­inu frá því í apríl 2014 og í heild starfað í 22 ár á frétta­­stofum RÚV.

Í til­kynn­ingu RÚV um málið sagði að starf frétta­­stjóra yrði aug­lýst laust til umsóknar fljót­­lega á nýju ári. Heiðar Örn Sig­­ur­finns­­son vara­f­rétta­­stjóri myndi gegna starfi frétta­­stjóra frá því að Rakel léti af störfum um ára­­mótin og þar til nýr frétta­­stjóri hefði verið ráð­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent