Danska lögreglan hefur nú staðfest að einn maður er látinn eftir skotárásina í menningarhúsinu Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Fjölmiðlar í Danmörku segja að hinn látni hafi verið karlmaður á fertugsaldri. Hann var óbreyttur borgari. Þrír lögreglumenn særðust einnig í skotárásinni.
Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega slasaðir.
Þessi frétt er í vinnslu.
Auglýsing
   
				
 
              
          
 
              
          



