Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, segir aðför Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem sóttist eftir starfi ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu þegar það var auglýst árið 2019, eitt versta dæmi um valdníðslu í íslensku stjórnkerfi í langan tíma. Lilja hafi verið „rassskellt“ fyrir Héraðsdómi. Þá segir Þorgerður umræður um vanhæfi hafa farið fram við minna tilefni.
Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu 2020 að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra. Lilja ákvað að stefna kærandanum, Hafdísi Helgu, persónulega í nafni íslenska ríkisins til að fá úrskurðinum hnekkt, tapaði fyrir héraðsdómi og ákvað að áfrýja til Landsréttar. Þar átti að taka málið fyrir í lok febrúar en af því verður ekki. Ásmundur Einar Daðason, sem tók við málarekstrinum, tók þá ákvörðun að semja um málalok og greiða Hafdísi Helgu miskabætur.
Þorgerður segir að þrátt fyrir allt gott að málinu sé lokið, enda hafi það verið „glórulaust með öllu". Farmsóknarflokkurinn ætti að biðja þjóðina, skattgreiðendur og Hafdísi Helgu afsökunar á málinu og sjá sóma sinn í að taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og frændhygli.
Ragnar Önundarson skilur eftir athugasemd við færslu Þorgerðar þar sem hann spyr hvort slík stóryrði séu við hæfi. Enginn sé „rassskelltur“ fyrir dómi þó úrskurður dóms sé honum ekki í hag. Biður hann Þorgerði að halda fúkyrðum utan stjórnvalda, þau fái nóg pláss á samfélagsmiðlum.
Hér að neðan má nálgast færslu Þorgerðar í heild sinni.
Aðför Lilju Daggar Alfreðsdóttir að einstaklingi, konu sem leitaði réttar síns, er fordæmalaus. Lilja er fyrsti...
Posted by Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir on Saturday, February 26, 2022