Ekki á döfinni að taka upp nýlega samþykkt skipulag í miðbæ Kópavogs

Skoðanakönnun sem félagið Vinir Kópavogs lét gera sýnir að svipað mörgum líst illa og vel á samþykkt skipulag í miðbæ Kópavogs. Sama könnun sýndi að 17,4 prósent íbúa gætu hugsað sér að kjósa sérframboð Vina Kópavogs í vor – og félagið skoðar nú málin.

Miðbæjarsvæðið í Kópavogi mun umbreytast með þeim áformum sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn. Skiptar skoðanir eru um ágæti skipulagsins.
Miðbæjarsvæðið í Kópavogi mun umbreytast með þeim áformum sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn. Skiptar skoðanir eru um ágæti skipulagsins.
Auglýsing

Bæj­ar­yf­ir­völd í Kópa­vogi hafa ekki í hyggju að svo stöddu að end­ur­skoða þau upp­bygg­ing­ar­á­form á tveimur reitum í miðbæ Kópa­vogs, sem mætt hafa háværri and­stöðu hluta íbúa bæj­ar­ins á und­an­förnum miss­er­um.

Helga Hauks­dótt­ir, for­maður skipu­lags­ráðs bæj­ar­ins og bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar, segir þó við Kjarn­ann að henni lít­ist vel á það að ráð­ist verði í hug­mynda­sam­keppni um útfærslu ann­arra hluta mið­bæj­ar­svæð­is­ins.

Hún seg­ist skilja áhyggjur íbúa á mið­bæj­ar­svæð­inu sem hafa lýst yfir óánægju með áformin á Hamra­borg­ar­svæð­inu og vill ekki úti­loka að þau verði end­ur­skoðuð að ein­hverju leyti, þó að það sé ekki á döf­inni í dag.

Helga Hauksdóttir bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður skipulagsráðs Kópavogsbæjar. Mynd: Aðsend

Íbúa­hóp­ur­inn Vinir Kópa­vogs, sem stofn­aður var vegna and­stöðu við fyr­ir­huguð áform í mið­bænum í Kópa­vogi og raunar fleiri skipu­lags­á­form bæj­ar­ins líka, lét nýlega fram­kvæma skoð­ana­könn­un, meðal ann­ars á afstöðu bæj­ar­búa til þess að að ráð­ast í hug­mynda­sam­keppni um mið­bæj­ar­svæð­ið.

Svipað mörgum líst illa og vel á sam­þykkt skipu­lag

Rúm­lega 71 pró­sent þeirra íbúa sem svör­uðu könn­un­inni, sem fram­kvæmd var af Gallup, sögð­ust hlynnt því að ráð­ist yrði í hug­mynda­sam­keppni.

Auglýsing

Vert er að taka fram að sú spurn­ing var almennt orðuð og felur yfir­lýstur stuðn­ingur við hug­mynda­sam­keppni um mið­bæ­inn því ekki í sér að fólk sé endi­lega að sam­sinna því að bær­inn ætti að hverfa frá sam­þykktu skipu­lagi á þeim tveimur reitum sem skipu­lag hefur nýlega verið sam­þykkt fyr­ir, Fann­borg­ar­reit og Trað­ar­reit vest­ur.

Svör við spurningunni: Hversu vel eða illa líst þér á nýtt miðbæjarskipulag í Kópavogi sem lagt hefur verið fram?

Hóp­ur­inn lét einnig Gallup spyrja bæj­ar­búa hvernig þeim lit­ist á upp­bygg­ing­ar­á­formin sem sam­þykkt hafa verið í mið­bænum og var nið­ur­staðan á þá leið að um tæp 38 pró­sent sögðu að þeim lit­ist illa á áform­in, en rúmum 34 pró­sentum vel.

Um 28 pró­sent tóku svo ekki sér­staka afstöðu til þess álita­efn­is, sam­kvæmt könnun Gallup. 385 manns svör­uðu könn­un­inni, sem fram­kvæmd var dag­ana 17. des­em­ber til 26. jan­ú­ar.

Rúm 17 pró­sent gætu hugsað sér að kjósa Vini Kópa­vogs í vor

Í könn­un­inni sem Vinir Kópa­vogs létu Gallup fram­kvæma kom einnig fram að rúm 17 pró­sent bæj­ar­búa teldur lík­leg að þau myndu kjósa sér­fram­boð undir nafni Vina Kópa­vogs í kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, en þessar nið­ur­stöður voru kynntar á fundi félags­ins sem hald­inn var í Smár­anum í gær­kvöldi.

Svör við spurningunni: Ef samtökin „Vinir Kópavogs“ myndu bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2022, hversu líklegt eða ólíklegt er að þú myndir kjósa „Vini Kópavogs“?

Stjórn Vina Kópa­vogs mun á næst­unni taka frek­ari afstöðu til þess hvort ráð­ist verði í slíkt sér­fram­boð eða ekki. Á fund­inum í gær­kvöldi kom fram til­laga þess efnis að Vinir Kópa­vogs myndu bjóða fram undir hatti Mið­flokks­ins, en hún var felld einum rómi og var það afstaða fund­ar­manna að ef félagið færi fram yrði það óháð flokkspóli­tískum lín­um.

Áhrifa Vina Kópa­vogs gæti þó gætt í bæj­ar­málapóli­tík­inni í Kópa­vogi í vor óháð því hvort ákveðið verður að fara í sér­fram­boð eða ekki, en einn virkur stofn­fé­lagi í sam­tök­un­um, Hákon Gunn­ars­son, býður sig fram til þess að leiða Sam­fylk­ing­una í bæn­um.

Hákon Gunnarsson býður sig fram til þess að leiða Samfylkinguna í Kópavogi.

Hann gefur kost á sér til þess að vera í 1.-2. sæti í for­vali flokks­ins í Kópa­vogi, sem hófst í dag. Í fram­boðs­yf­ir­lýs­ingu sinni sagði hann að það þyrfti ekki ein­ungis að vinda ofan af þeim ákvörð­unum sem teknar hefðu verið um þessi skipu­lags­mál, heldur þyrfti „al­ger­lega að kúvenda allri aðferða­fræði og stjórn­un­ar­háttum í stjórn og rekstri bæj­ar­fé­lags­ins.“

Mikil upp­bygg­ing sam­þykkt

Deiliskipu­lag Fann­borg­ar­reits og Trað­ar­reits vestur var sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs í des­em­ber. Það gerir ráð fyrir því að það verði ansi mörg ný hús byggð á þessum reit­um. Til stendur að rífa gömlu bæj­ar­skrif­stof­urnar við Fann­borg 2, 4 og 6, alls um 5300 fer­metra hús­næði, til þess að rýma fyrir nýbygg­ingum og einnig byggja upp á svæðum sem í dag að miklu leyti und­ir­lögð undir bíla­stæði.

Bíla­stæði eiga í stað­inn að fær­ast neð­an­jarðar og plássið sem verður til á að nýta undir þétta byggð undir íbúðir og atvinnu­starf­semi, auk opinna torg­svæða. Nýjar íbúðir á þessum reitum eiga að verða allt að 550 tals­ins, auk rýmis fyrir þjón­ustu- og atvinnu­starf­semi.

Afar mik­il­vægt svæði fyrir bæinn

Á vett­vangi bæj­ar­stjórnar Kópa­vogs er þessa dag­ana verið að fjalla um heild­ar­sýn fyrir mið­bæj­ar­svæði Kópa­vogs.

„Þró­un­ar­svæðið er mun stærra en þessir reitir og það er alls ekki loku fyrir það skotið að það verði haldin hug­mynda­sam­keppni um ein­hvern hluta af þessu mið­bæj­ar­svæð­i,“ segir Helga Hauks­dóttir for­maður skipu­lags­ráð við Kjarn­ann, en sjálfri líst henni vel á að ráð­ast í slíka vinnu.

Hún segir mið­bæj­ar­svæðið bæði stórt og afar mik­il­vægt fyrir bæinn. „Þarna verður kjarna­stöð Borg­ar­línu og það verður ofboðs­lega gott upp á almenn­ings­sam­göngur að vera þarna. Við erum að skoða hvernig útfærslan á Borg­ar­lín­unni verður á þessu svæð­i,“ segir Helga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent