Fjarskiptaforstjórar hækka í launum samhliða bættum rekstri

Sýn og Síminn skiluðu bæði töluverðum hagnaði af starfsemi sinni í fyrra, en hann var að miklu leyti tilkominn vegna eignasölu. Forstjórar félaganna beggja hækkuðu einnig töluvert í launum á tímabilinu.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Sam­hliða auknum hagn­aði fjar­skipta­fé­lag­anna Sím­ans og Sýnar hækk­uðu for­stjórar þeirra tölu­vert í launum á síð­asta ári. Hagn­að­inn má að mestu leyti rekja til eigna­sölu félag­anna, en einnig mátti greina tekju­vöxt og meiri fram­legð af sölu þeirra. Áhrif far­ald­urs­ins á fyr­ir­tækin hafa einnig minnk­að, þótt enn séu reiki­tekjur ferða­manna minni en áður. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingum Sím­ans og Sýnar, sem birt­ust á vef Kaup­hallar í vik­unni.

Sölu­hagn­aður vegur þungt

Heild­ar­hagn­aður Sím­ans jókst tölu­vert í fyrra, eða úr 2,9 millj­örðum króna í 5,2 millj­arða. Hjá Sýn nam hagn­að­ur­inn 2,1 millj­arði króna á árinu, en það er í fyrsta skiptið sem félagið skilar jákvæðri afkomu frá árinu 2018.

Stærsti hluti hagn­að­ar­ins hjá Sím­anum kom hins vegar vegna sölu á dótt­ur­fé­lagi sínu Sensa ehf., en félagið hagn­að­ist um 2,2 millj­arða króna vegna þess. Sömu­leiðis komu 1,2 millj­arðar króna frá inn­viða­fé­lag­inu Mílu, sem Sím­inn hyggst selja til franskra fjár­festa í ár.

Auglýsing

Rekstr­ar­nið­ur­staða Sýnar var einnig lituð af ein­skipt­is­hagn­aði, en félagið seldi far­síma­inn­viði sína á árinu til banda­rískra fjár­festa. Hagn­að­ur­inn af þeirri sölu var 6,5 millj­arðar króna, en 2,5 millj­arðar af þeirri upp­hæð var bók­færður í fyrra. Því skil­aði Sýn tapi af rekstri sínum enn eitt árið í fyrra, ef sölu­hagn­að­ur­inn er ekki tek­inn með.

Betri rekstur og hærri laun for­stjóra

Hins vegar bætt­ist rekstur beggja félaga einnig nokkuð á árinu, en sam­kvæmt Sím­anum skýrist góð afkoma þeirra af árang­urs­ríkum hag­ræð­ing­ar­að­gerð­um. Þar nefnir félagið auknar tekjur á ýmsum vörum, líkt og far­símum og sms magnsend­ing­um, en einnig hefur launa­kostn­aður minnkað tölu­vert vegna færri stöðu­gilda.

Hjá Sýn juk­ust tekjur úr fjöl­miðla­hluta félags­ins, mest­megnis vegna helm­ingi meiri aug­lýs­inga­tekna hjá Vísi. Einnig segir félagið að góður vöxtur hafi verið í far­síma­tekj­um, auk þess sem bætt inn­kaupa­stýr­ing hafi skilað sér í meiri hagn­aði af vöru­sölu félags­ins.

Sam­hliða bættum rekstr­ar­nið­ur­stöðum félag­anna tveggja hafa laun for­stjóra þeirra einnig hækkað tölu­vert. Heild­ar­laun Orra Hauks­son­ar, for­stjóra Sím­ans, að frá­dregnum líf­eyr­is­greiðslum námu að með­al­tali 5,6 millj­ónum króna á mán­uði í fyrra, en það er 16,3 pró­sentum meira en á árinu 2020.

Laun Heið­ars Guð­jóns­son­ar, for­stjóra Sýn­ar, hækk­uðu þó enn meira, eða úr 3,5 millj­ónum á mán­uði í 5,3 millj­ónir króna. Þetta jafn­gildir 50 pró­senta launa­hækk­un.

COVID-á­hrif minni, en þó til staðar

Sam­kvæmt Sýn gætti áhrifa heims­far­ald­urs­ins enn í rekstri félags­ins í fyrra, þar sem reiki­tekjur ferða­manna voru helm­ingi lægri en þær voru fyrir far­ald­ur­inn. Þó höfðu þær hækkað um 40 pró­sent á milli áranna 2020 og 2021. Sömu­leiðis juk­ust reiki­tekjur aftur hjá Sím­an­um, eftir að hafa að mestu leyti horfið árið 2020.

Sýn segir einnig að versn­andi rekstur dótt­ur­fé­lags­ins End­or, sem veitir fyr­ir­tækjum þjón­ustu um rekstur upp­lýs­inga­tækni­kerfa, sé vegna far­ald­urs­ins. Félagið býst við miklum tekju­vexti í ár, þar sem búist er við að rekst­ur­inn kom­ist aftur í fyrra horf eftir far­ald­ur­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent