Ekki á réttri leið þegar fólk upplifir að ekki sé hlustað á það

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins segir ekki eðlilegt að þeir ríkustu greiði ekkert útsvar af tekjum sínum og vill að tekjur vegna útsvars á fjármagnstekjuskatt séu notaðar í byggingu félagsíbúða og uppbyggingu grunnþjónustu.

„Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd, við tölum um að það þurfi að efla almenningssamgöngur en svo er bara verið að gera kerfið verra,“ segir Sanna.
„Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd, við tölum um að það þurfi að efla almenningssamgöngur en svo er bara verið að gera kerfið verra,“ segir Sanna.
Auglýsing

Eitt helsta áherslu­mál Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík er að útsvar verði lagt á fjár­magnstekj­ur. Launa­fólk greiði hluta af sínum tekjum til sveit­ar­fé­lags­ins sem fari í sam­eig­in­legan sjóð, nýttan til þjón­ustu og upp­bygg­ingar borg­ar­innar og að ekki sé eðli­legt að rík­asta fólk­ið, fólk sem hafi tekjur sínar af fjár­magni, þ.e. fjár­magnstekj­ur, sé ekki að greiða neitt af sínum tekjum til borg­ar­inn­ar. Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins og eini full­trúi flokks­ins í núver­andi borg­ar­stjórn, segir um að ræða mikið hags­muna­mál fyrir sveit­ar­fé­lags­ins, enda sé útsvar veiga­mesti tekju­stofn þeirra. Útsvar á fjár­magnstekju­skatt þurfi auð­vitað að setja með lögum á Alþingi, en rétt sé að Reykja­vík­ur­borg verði leið­andi í því ákalli.

Þetta kemur fram í við­tali hlað­varps Kjarn­ans fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar, Með orðum odd­vit­anna, við Sönnu, þar sem hún sagði borg­ina verða af mörgum millj­örðum á ári hverju vegna þess að ekk­ert útsvar sé lagt á tekjur þeirra rík­ustu.

Auglýsing

Þá vill Sós­í­alista­flokk­ur­inn að borgin fari sjálf að byggja hús­næði sem henti borg­ar­búum og sér­stak­lega þeim verst settu. Sú nálgun sem notuð sé nú sé ekki að virka, 930 séu á biðlistum hjá Félags­bú­stöðum og það gangi ekki að þeir séu ein­ungis að kaupa íbúðir heldur þurfi að byggja. Þegar skoðað sé hjá Þjóð­skrá hvaða ein­stak­lingar það eru sem eru að kaupa sér nýja íbúð sjá­ist að það sé erf­ið­ara fyrir fólk að kaupa sína fyrstu íbúð, á meðan fólk sem eigi þegar íbúð sé að kaupa íbúð númer tvö eða jafn­vel fyr­ir­tæki að kaupa íbúð­ir. Þannig sé hús­næði að fara í hend­urnar á eigna­fólki; litið sé á hús­næði sem fast­eign en ekki heim­ili. „Það á að líta að hús­næð­is­upp­bygg­ingu sem heim­ili fólks og mann­rétt­ind­i,“ segir Sanna, og vill að borgin byggi sjálf með sér­staka áherslu á upp­bygg­ingu félags­í­búða, sem sést hafi í lönd­unum í kring um okk­ur.

­Meðal þess sem tek­ist er á um fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar sem fram fara 14. maí er þétt­ing byggð­ar. Sanna segir þétt­ingu byggðar ágæta og að víða megi þétta, þó passa verði að það verði ekki of langt gengið í þeim efn­um. Hins vegar sé ald­eri talað um hús­næð­is­stefn­una sjálfa þegar þétt­ing byggðar er nefnd. Ekki sé nóg að þétta og byggja ef hús­næðið sem byggt er henti ekki þörfum fólks og að ef íbúð­irnar séu of dýrar lagi það ekki hús­næð­is­vand­ann. For­múlan sem hafi verið í notkun síð­ustu ár skilji alltaf eitt­hvað fólk eft­ir, upp­bygg­ing­ar­á­ætl­unin sé ekki hönnuð að þörfum þeirra verst settu, og vísar Sanna meðal ann­ars til skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar sem sýndi að 860 byggju í atvinnu­hús­næði í Reykja­vík. Skoða þurfi hvernig íbúðir sé verið að byggja, hver sé að byggja þær og að félags­lega nálgun þurfi. „Ann­ars endum við bara með íbúðir sem eng­inn er að kalla eft­ir.“

Betri sam­göngur núna

Hvað Borg­ar­lín­una varðar segir Sanna að allt sem miði að því að efla almenn­ings­sam­göngur sé gott, en ekki á þeim for­sendum að fólk þurfi að sætta sig við nið­ur­skurð á núver­andi kerfi með lof­orði um að allt verði betra í fram­tíð­inni. Alltaf sé spurt um við­horf til Borg­ar­línu í fram­tíð­inni en aldrei rætt um kerfið eins og það sé í dag. Þjón­usta Strætó hafi orðið fyrir tals­verðum skerð­ingum nýver­ið, sem sé mjög vont fyrir fólk sem treysti á Strætó núna og hafi ekki aðra val­mögu­leika, auk þess sem verðið á nokkrum árskortum hafi hækk­að. „Það fer ekki alveg saman hljóð og mynd, við tölum um að það þurfi að efla almenn­ings­sam­göngur en svo er bara verið að gera kerfið verra,“ segir Sanna.

Vilja efla og manna gjald­frjálsa leik­skóla

Loks vill Sós­í­alista­flokk­ur­inn leggja áherslu á að efla og manna leik­skól­ana með því að bæta kjörin og hlusta á starfs­fólk­ið, auk þess sem huga þurfi að starfs­að­stæð­um. Meira fjár­magn eigi að leggja í upp­bygg­ingu leik­skól­anna, þar sem um sé að ræða grunn­stoð sam­fé­lags­ins, og það sé meðal ann­ars hægt að fjár­magna með því að setja útsvar á fjár­magnstekj­ur. Þá vill Sós­í­alista­flokk­ur­inn hafa öll skóla­stig, þar með talið leik­skóla, gjald­frjáls fyrir öll börn, og bendir Sanna á að gjöld for­eldra nemi ekki nema 9,3% af kostn­aði við rekstur leik­skól­anna, svo það sé ekki eins og for­eldrar séu að halda leik­skól­unum uppi.

Hlustað sé á íbúa og starfs­fólk borg­ar­innar

Eins og áður segir er Sanna eini borg­ar­full­trúi Sósísa­lista­flokks­ins og segir hún það geta verið erfitt. Minni­hluti í borg­ar­stjórn upp­lifi oft að ekki sé á hann hlustað og til­lögur þeirra felld­ar. Þó seg­ist Sanna hafa fengið nokkrar til­lögur sam­þykktar til skoð­unar en gagn­rýnir að ekk­ert hafi komið upp úr þeim skoð­un­um. Hún segir þetta geta verið erf­iða stöðu, þegar verið sé að segja frá ákveðnum veru­leika og upp­lifa að ekki sé hlust­að, en að Sós­í­alista­flokk­ur­inn hafi þó áhrif; án Sós­í­alista­flokks­ins væri engin stéttaum­ræða innan borg­ar­stjórn­ar. Flokk­ur­inn þurfi þó að hafa meiri áhrif með því að koma fleirum inn í borg­ar­stjórn og segir Sanna að flokk­ur­inn myndi vilja mynda vinstri-sós­í­alista­meiri­hluta.

Að lokum ítrekar Sanna að mik­il­vægt sé að laga grunn­þjón­ustu borg­ar­inn­ar, án grunns verði borgin aldrei góð og að ekki sé verið á réttri leið þegar fólk í erf­iðri stöðu upp­lifi að ekk­ert sé hlustað á það. Sós­í­alista­flokk­ur­inn vilji að fólk, borg­ar­búar og starfs­fólk borg­ar­inn­ar, hafi meira um málin að segja. Ekki bara að ganga til kosn­inga á fjög­urra ára fresti og geta svo tekið þátt í íbúa­kosn­ingu um það hvort fólk vilji ærsla­belg í hverfið sitt.

Hægt er að hlusta á við­talið við Sönnu í heild sinni í spil­ar­anum hér að neð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent