Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það er ekki alveg öruggt, nei,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í sam­tali við Kjarn­ann, spurður hvort öruggt sé að þeir sem mögu­lega hafi smit­ast af kór­ónu­veirunni á píanó­konsert í Hörpu á föstu­dags­kvöld myndu örugg­lega grein­ast jákvæðir í dag. Ekki stendur til að skima allan hóp­inn á ný síðar í vik­unni.

„Ég held að það sé nú kannski ekki þörf á því,“ sagði Þórólfur síð­degis í dag, en und­an­farið ár, frá því að veiru­far­ald­ur­inn hóf að raska venju­legu lífi, hefur oft komið fram að það getur tekið nokkra daga frá því að fólk verður útsett fyrir veirunni og þar til ein­stak­lingar grein­ast jákvæðir fyrir COVID-19 í próf­um.

Í grein á Vís­inda­vefnum frá því í októ­ber segir að það taki um 3-4 daga að jafn­aði frá því að fólk byrjar að verða smit­andi með COVID-19 eftir að hafa smit­ast sjálft. „Þetta passar við þá stað­reynd að það tekur einnig nokkra daga fyrir sýni að verða jákvætt fyrir SAR­S-CoV-2 úr stroki frá upp­hafi smits,“ segir í grein­inni.

Núna klukkan 20 í kvöld eru þrír sól­ar­hringar liðnir frá því að tón­leik­arnir sem um ræðir hófust í Eld­borg­ar­sal Hörpu.

Alltaf að eiga við líkur

Þórólfur telur okkur þó geta verið „nokkuð sátt með að gera þetta svona“ og segir að það séu „miklar lík­ur“ á að mögu­leg smit frá því á föstu­dag grein­ist í skimun tón­leika­gesta sem staðið hefur yfir í dag.

„Við erum alltaf að eiga við alls konar lík­ur,“ segir Þórólfur og bendir á að hið sama eigi við varð­andi tvö­falda skimun á landa­mær­unum með seinni skimun á fimmta degi eftir kom­una, alltaf séu ein­hverjar líkur á að smit sleppi í gegn.

Beint í próf ef ein­kenni koma fram

Sótt­varna­læknir segir að hann telji skyn­sam­legt að ráð­ast í skimun þeirra sem sóttu tón­leik­ana í Hörpu á föstu­dag­inn núna strax. „En það þarf líka að brýna fyrir fólki sem hefur verið þarna að passa sig. Og ef fólk fer að finna fyrir ein­hverjum ein­kenn­um, að fara þá aftur í próf,“ segir Þórólf­ur.

Síðan séu þeir sem sátu næst þeim ein­stak­lingi sem var smit­aður í sótt­kví, en það voru um tíu manns. „Þeir verða í hefð­bund­inni sótt­kví í viku­tíma og þurfa þá að fara í skimun, þeir sem voru næstir þessum smit­aða ein­stak­ling­i,“ segir Þórólf­ur.

Auglýsing

Hið sama á við um þá starfs­menn og sjúk­linga á Land­spít­ala sem taldir eru hafa verið í nánd við starfs­mann spít­al­ans sem greind­ist með breska afbrigði kór­ónu­veirunnar yfir helg­ina.

Þegar Þórólfur ræddi við Kjarn­ann á fimmta tím­anum í dag höfðu engin ný jákvæð sýni greinst svo hann vissi til það sem af var degi. „Við fáum að vita fram eftir kvöldi hvort ein­hver greinist, ef ein­hver verður jákvæð­ur,“ sagði Þórólf­ur.

Þarf að vera við­bú­inn því ólík­lega

Spurður hvort von­brigði eða eitt­hvað svekk­elsi fylgi því að smit hafi lekið inn í landið og út í sam­fé­lagið með þeim hætti sem það gerði segir sótt­varna­lækn­ir­inn af svo sé ekki. Hann hafi alltaf talið ein­hverjar líkur á því.

„Þetta er það sem maður býst við, þó að lík­urnar séu litlar og búið sé að gera ýmis­legt til að halda lík­unum niðri þá eru þær til stað­ar. Og ólík­legir hlutir geta gerst líka, maður þarf að vera við­bú­inn því.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent