Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það er ekki alveg öruggt, nei,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í sam­tali við Kjarn­ann, spurður hvort öruggt sé að þeir sem mögu­lega hafi smit­ast af kór­ónu­veirunni á píanó­konsert í Hörpu á föstu­dags­kvöld myndu örugg­lega grein­ast jákvæðir í dag. Ekki stendur til að skima allan hóp­inn á ný síðar í vik­unni.

„Ég held að það sé nú kannski ekki þörf á því,“ sagði Þórólfur síð­degis í dag, en und­an­farið ár, frá því að veiru­far­ald­ur­inn hóf að raska venju­legu lífi, hefur oft komið fram að það getur tekið nokkra daga frá því að fólk verður útsett fyrir veirunni og þar til ein­stak­lingar grein­ast jákvæðir fyrir COVID-19 í próf­um.

Í grein á Vís­inda­vefnum frá því í októ­ber segir að það taki um 3-4 daga að jafn­aði frá því að fólk byrjar að verða smit­andi með COVID-19 eftir að hafa smit­ast sjálft. „Þetta passar við þá stað­reynd að það tekur einnig nokkra daga fyrir sýni að verða jákvætt fyrir SAR­S-CoV-2 úr stroki frá upp­hafi smits,“ segir í grein­inni.

Núna klukkan 20 í kvöld eru þrír sól­ar­hringar liðnir frá því að tón­leik­arnir sem um ræðir hófust í Eld­borg­ar­sal Hörpu.

Alltaf að eiga við líkur

Þórólfur telur okkur þó geta verið „nokkuð sátt með að gera þetta svona“ og segir að það séu „miklar lík­ur“ á að mögu­leg smit frá því á föstu­dag grein­ist í skimun tón­leika­gesta sem staðið hefur yfir í dag.

„Við erum alltaf að eiga við alls konar lík­ur,“ segir Þórólfur og bendir á að hið sama eigi við varð­andi tvö­falda skimun á landa­mær­unum með seinni skimun á fimmta degi eftir kom­una, alltaf séu ein­hverjar líkur á að smit sleppi í gegn.

Beint í próf ef ein­kenni koma fram

Sótt­varna­læknir segir að hann telji skyn­sam­legt að ráð­ast í skimun þeirra sem sóttu tón­leik­ana í Hörpu á föstu­dag­inn núna strax. „En það þarf líka að brýna fyrir fólki sem hefur verið þarna að passa sig. Og ef fólk fer að finna fyrir ein­hverjum ein­kenn­um, að fara þá aftur í próf,“ segir Þórólf­ur.

Síðan séu þeir sem sátu næst þeim ein­stak­lingi sem var smit­aður í sótt­kví, en það voru um tíu manns. „Þeir verða í hefð­bund­inni sótt­kví í viku­tíma og þurfa þá að fara í skimun, þeir sem voru næstir þessum smit­aða ein­stak­ling­i,“ segir Þórólf­ur.

Auglýsing

Hið sama á við um þá starfs­menn og sjúk­linga á Land­spít­ala sem taldir eru hafa verið í nánd við starfs­mann spít­al­ans sem greind­ist með breska afbrigði kór­ónu­veirunnar yfir helg­ina.

Þegar Þórólfur ræddi við Kjarn­ann á fimmta tím­anum í dag höfðu engin ný jákvæð sýni greinst svo hann vissi til það sem af var degi. „Við fáum að vita fram eftir kvöldi hvort ein­hver greinist, ef ein­hver verður jákvæð­ur,“ sagði Þórólf­ur.

Þarf að vera við­bú­inn því ólík­lega

Spurður hvort von­brigði eða eitt­hvað svekk­elsi fylgi því að smit hafi lekið inn í landið og út í sam­fé­lagið með þeim hætti sem það gerði segir sótt­varna­lækn­ir­inn af svo sé ekki. Hann hafi alltaf talið ein­hverjar líkur á því.

„Þetta er það sem maður býst við, þó að lík­urnar séu litlar og búið sé að gera ýmis­legt til að halda lík­unum niðri þá eru þær til stað­ar. Og ólík­legir hlutir geta gerst líka, maður þarf að vera við­bú­inn því.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent