Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Það er ekki alveg öruggt, nei,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í sam­tali við Kjarn­ann, spurður hvort öruggt sé að þeir sem mögu­lega hafi smit­ast af kór­ónu­veirunni á píanó­konsert í Hörpu á föstu­dags­kvöld myndu örugg­lega grein­ast jákvæðir í dag. Ekki stendur til að skima allan hóp­inn á ný síðar í vik­unni.

„Ég held að það sé nú kannski ekki þörf á því,“ sagði Þórólfur síð­degis í dag, en und­an­farið ár, frá því að veiru­far­ald­ur­inn hóf að raska venju­legu lífi, hefur oft komið fram að það getur tekið nokkra daga frá því að fólk verður útsett fyrir veirunni og þar til ein­stak­lingar grein­ast jákvæðir fyrir COVID-19 í próf­um.

Í grein á Vís­inda­vefnum frá því í októ­ber segir að það taki um 3-4 daga að jafn­aði frá því að fólk byrjar að verða smit­andi með COVID-19 eftir að hafa smit­ast sjálft. „Þetta passar við þá stað­reynd að það tekur einnig nokkra daga fyrir sýni að verða jákvætt fyrir SAR­S-CoV-2 úr stroki frá upp­hafi smits,“ segir í grein­inni.

Núna klukkan 20 í kvöld eru þrír sól­ar­hringar liðnir frá því að tón­leik­arnir sem um ræðir hófust í Eld­borg­ar­sal Hörpu.

Alltaf að eiga við líkur

Þórólfur telur okkur þó geta verið „nokkuð sátt með að gera þetta svona“ og segir að það séu „miklar lík­ur“ á að mögu­leg smit frá því á föstu­dag grein­ist í skimun tón­leika­gesta sem staðið hefur yfir í dag.

„Við erum alltaf að eiga við alls konar lík­ur,“ segir Þórólfur og bendir á að hið sama eigi við varð­andi tvö­falda skimun á landa­mær­unum með seinni skimun á fimmta degi eftir kom­una, alltaf séu ein­hverjar líkur á að smit sleppi í gegn.

Beint í próf ef ein­kenni koma fram

Sótt­varna­læknir segir að hann telji skyn­sam­legt að ráð­ast í skimun þeirra sem sóttu tón­leik­ana í Hörpu á föstu­dag­inn núna strax. „En það þarf líka að brýna fyrir fólki sem hefur verið þarna að passa sig. Og ef fólk fer að finna fyrir ein­hverjum ein­kenn­um, að fara þá aftur í próf,“ segir Þórólf­ur.

Síðan séu þeir sem sátu næst þeim ein­stak­lingi sem var smit­aður í sótt­kví, en það voru um tíu manns. „Þeir verða í hefð­bund­inni sótt­kví í viku­tíma og þurfa þá að fara í skimun, þeir sem voru næstir þessum smit­aða ein­stak­ling­i,“ segir Þórólf­ur.

Auglýsing

Hið sama á við um þá starfs­menn og sjúk­linga á Land­spít­ala sem taldir eru hafa verið í nánd við starfs­mann spít­al­ans sem greind­ist með breska afbrigði kór­ónu­veirunnar yfir helg­ina.

Þegar Þórólfur ræddi við Kjarn­ann á fimmta tím­anum í dag höfðu engin ný jákvæð sýni greinst svo hann vissi til það sem af var degi. „Við fáum að vita fram eftir kvöldi hvort ein­hver greinist, ef ein­hver verður jákvæð­ur,“ sagði Þórólf­ur.

Þarf að vera við­bú­inn því ólík­lega

Spurður hvort von­brigði eða eitt­hvað svekk­elsi fylgi því að smit hafi lekið inn í landið og út í sam­fé­lagið með þeim hætti sem það gerði segir sótt­varna­lækn­ir­inn af svo sé ekki. Hann hafi alltaf talið ein­hverjar líkur á því.

„Þetta er það sem maður býst við, þó að lík­urnar séu litlar og búið sé að gera ýmis­legt til að halda lík­unum niðri þá eru þær til stað­ar. Og ólík­legir hlutir geta gerst líka, maður þarf að vera við­bú­inn því.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent