Kosið um björgunarpakka Bidens í vikunni

Síðasta atkvæðagreiðslan um nýjan björgunarpakka vegna kórónuveirunnar fer fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í síðasta lagi á morgun. Umfang efnahagsaðgerðanna nemur um 1,9 billjón Bandaríkjadala.

Joe Biden og Kamala Harris ræddu við blaðamenn eftir að öldungadeildin samþykkti björgunarpakka forsetans. Málið fer nú aftur til fulltrúadeildarinnar til lokastaðfestingar.
Joe Biden og Kamala Harris ræddu við blaðamenn eftir að öldungadeildin samþykkti björgunarpakka forsetans. Málið fer nú aftur til fulltrúadeildarinnar til lokastaðfestingar.
Auglýsing

Upphaflega stóð til að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi kjósa um björgunarpakka Joe Bidens vegna kórónuveirunnar í dag en nú er útlit fyrir að þingið taki málið til afgreiðslu á morgun. Björgunarpakkinn var naumlega samþykktur af öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina en fulltrúadeildin þarf að samþykkja pakkann áður en hann kemst á borð Bidens til undirritunar og lögfestingar. Búist er við því að samþykki fáist í fulltrúadeildinni, samkvæmt umfjöllun New York Times.

Kosning helgarinnar í öldungadeildinni fylgdi flokkslínum, 50 greiddu atkvæði með pakkanum. Allir öldungadeildarþingmenn Repúblikana, utan eins sem var fjarverandi, greiddu atkvæði gegn efnahagsaðgerðunum.

Aðgerðirnar eru gríðarlegar að vexti, umfang þeirra nemur um 1,9 billjón Bandaríkjadala. Það samsvarar um 245 billjónum íslenskra króna. Til samanburðar nam verg landsframleiðsla hér á landi á síðasta ári rétt innan við þrjú þúsund milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar eða rétt um 1,2 prósentum af umfangi björgunarpakka Bidens.

Auglýsing

180 þúsund krónur á mann

Allir einstaklingar sem þéna innan við 75 þúsund Bandaríkjadali í heildartekjur á ári, um 9,7 milljónir króna, eiga rétt á 1.400 dala ávísun, sem samsvarar rétt um 180 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar fá styrkinn óskertan ef árstekjur þeirra eru innan við 112.500 Bandaríkjadalir, um 14,5 milljónir króna. Hjón með innan við 150 þúsund dali í árstekjur, eða um 19,4 milljónir króna, eiga rétt á tveimur slíkum ávísunum, eina á mann. Þá munu þeir foreldrar sem eiga rétt á greiðslu fá sambærilega ávísun fyrir hvert barn á heimilinu.

Tekjutenging gerir það að verkum að greiðslur lækka með hækkandi tekjum. Einstaklingar með yfir 80 þúsund dali, eða um 10,3 milljónir króna, í árstekjur fá þannig enga ávísun. Það sama gildir um einstæða foreldra sem hafa 120 þúsund dali, 15,5 milljónir króna, í árstekjur. Þá missa hjón réttinn til greiðslna fari árstekjur þeirra yfir 160 þúsund dali, um 20,6 milljónir króna. Styrkur vegna barna lækkar að sama skapi eftir því sem tekjur fólks hækka.

Í pakkanum er einnig að finna fé sem er eyrnamerkt dreifingu á bóluefni vegna COVID-19 sem og fé til skimunar, raðgreiningar og smitrakningar. Um 350 milljarðar Bandaríkjadala munu fara til ríkja- og sveitastjórna og um 130 milljarðar dala til skóla. Þá mun fé vegna björgunarpakkans einnig rata til háskóla, í samgöngur, húsnæðisaðstoð, barnaumönnun og mataraðstoð.

Viðbótargreiðslur til atvinnulausra standa í stað

Fram kemur í umfjöllun New York Times að upphaflega hafi staðið til að hækka viðbótargreiðslur til atvinnulausra úr 300 dollurum á viku í 400, eða úr tæpum 40 þúsund krónum í rúmar 50 þúsund. Til að tryggja stuðning allra Demókrata var fallið frá þessari hækkun. Samþykki fulltrúadeildin björgunarpakkann verður þetta úrræði í gildi fram í september en því var fyrst komið á fót með fyrri björgunarpakka sem samþykktur var í desember síðastliðnum.

Þá hefur fyrirhuguð hækkun lágmarkslauna verið felld úr frumvarpinu. Til stóð að hækka lágmarkslaun úr 7,25 dölum á klukkustund upp í 15 dali fyrir árið 2025. Með því að strika tillöguna um hækkun lágmarkslauna varð afgreiðsla málsins auðveldari í öldungadeildinni. Hefðu Demókratar haldið hækkuninni í frumvarpinu hefði það þurft fleiri atkvæði til samþykktar, 60 atkvæði samtals, í stað einfalds meirihluta. Þar að auki eru þingmenn Demókrata ekki einhuga um hækkunina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent