El Salvador ætlar að viðurkenna rafmyntina Bitcoin sem lögeyri

Eftir um þrjá mánuði verður El Salvador fyrsta ríki heims til þess að viðurkenna Bitcoin formlega sem lögeyri. Forseti þessa fátæka lands í Mið-Ameríku hefur mikla trú á rafmyntinni en sérfræðingar eru ekki á einu máli um ágæti ákvörðunarinnar.

Nayib Bukele forseti El Salvador breytti um helgina prófílmynd sinni á Twitter og er nú með laser-augu, eins og margir þeir sem hafa kynnst heimi rafmynta og hrifist.
Nayib Bukele forseti El Salvador breytti um helgina prófílmynd sinni á Twitter og er nú með laser-augu, eins og margir þeir sem hafa kynnst heimi rafmynta og hrifist.
Auglýsing

Yfir­völd í El Salvador í Mið-Am­er­íku hyggj­ast við­ur­kenna raf­mynt­ina Bitcoin form­lega sem gjald­miðil í land­inu, til hliðar við Banda­ríkja­dal, sem hefur frá árinu 2001 verið helsti lög­eyr­ir­inn í El Salvador.

Þing­menn í land­inu sam­þykktu frum­varp þessa efnis á þriðju­dags­kvöld með auknum meiri­hluta, 62 atkvæðum af alls 84. Nayib Bukele, for­seti lands­ins, segir að þetta sé sögu­leg stund, en hann lagði frum­varpið fyrir þingið í síð­ustu viku.

Frétta­veitan AFP fjallar um málið og segir í umfjöll­un­inni að þrátt fyrir frum­varpið sé enn allt á huldu um það hvernig nákvæm­lega Salvadorar hyggj­ast inn­leiða raf­mynt­ina Bitcoin sem lög­eyri. Lögin taka þó gildi eftir um þrjá mán­uði og þá verður öllum fyr­ir­tækjum skylt að taka á móti raf­mynt­inni, nema fyr­ir­tækin séu hrein­lega ófær um að verða sér úti um þá tækni sem til þarf.

Auglýsing

Um fjórir af hverjum tíu íbúum í El Salvador búa við fátækt og margir Salvadorar hafa flust búferla­flutn­ing­um, ekki síst til Banda­ríkj­anna, í von um efna­hags­leg tæki­færi sem heima­landið hefur ekki haft upp á að bjóða um lengri tíma.

For­set­inn Bukele segir að nýju lögin muni gera íbúum El Salvador hæg­ara um vik við að fá pen­inga senda frá ætt­ingjum og vinum á erlendri grundu, en um 22 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu El Salvador á upp­runa sinn í pen­inga­send­ingum erlendis frá. Um sjö­tíu pró­sent lands­manna eru ekki með banka­reikn­inga.

Frá umræðum í þinginu í El Salvador í gær. Mynd: EPA

Einn Bitcoin jafn­gildir í dag yfir 34 þús­und Banda­ríkja­döl­um, eftir að virðið hafði farið yfir 63 þús­und dali þegar það var hæst um miðjan apr­íl.

Þessar miklu sveiflur á geng­inu hafa valdið því að myntin hefur verið vin­sæl hjá áhættu­fjár­festum sem sjá mögu­leika á skjót­fengnum gróða, en einnig vakið upp spurn­ingar um hversu fýsi­legt sé að nýta Bitcoin til þess að stunda við­skipti með vörur og þjón­ustu dag frá degi.

Bukele for­seti er þó sann­færður um ágæti raf­mynt­ar­innar og segir að hag­nýt­ing hennar til fram­tíðar muni koma í veg fyrir að miklir fjár­munir sitji eftir hjá þeim milli­ðum sem í dag senda pen­inga til íbúa El Salvador.

Stjórn­mála­menn sem eru honum sam­mála segja sumir hverjir að lög­gjöfin muni koma El Salvador á kortið og að landið verði áhuga­verð­ari val­kostur fyrir erlenda fjár­festa.

Gætu verið að skjóta sig í fót­inn

Í frétt Reuters segir að áætl­anir Salvadora um að gera Bitcoin að lög­eyri hafi vakið upp ýmsar spurn­ingar á meðal sér­fræð­inga, sem telji meðal ann­ars að þessi ákvörðun gæti flækt og seinkað áformum rík­is­stjórnar Bukele um að leita á náðir Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um fyr­ir­greiðslu. AGS var sagður fylgj­ast náið með fram­vind­unni, í aðdrag­anda atkvæða­greiðsl­unn­ar.

Reuters hafði eftir einum sér­fræð­ingi í fjár­mála­geir­anum að mögu­lega væri Bukele að skjóta sig í fót­inn, þar sem með því að veita Bitcoin lög­mæti yrði hugs­an­lega erf­ið­ara að inn­heimta skatta. Bitcoin væri jú rétt eins og aðrar raf­myntir ein­föld leið til þess að forð­ast afskipti hins opin­bera, þar sem kerfið væri ekki mið­stýrt. Því væri pen­inga­þvætti og skatta­snið­ganga lítið mál, fyrir þá sem hefðu áhuga á að standa í slíku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent