El Salvador ætlar að viðurkenna rafmyntina Bitcoin sem lögeyri

Eftir um þrjá mánuði verður El Salvador fyrsta ríki heims til þess að viðurkenna Bitcoin formlega sem lögeyri. Forseti þessa fátæka lands í Mið-Ameríku hefur mikla trú á rafmyntinni en sérfræðingar eru ekki á einu máli um ágæti ákvörðunarinnar.

Nayib Bukele forseti El Salvador breytti um helgina prófílmynd sinni á Twitter og er nú með laser-augu, eins og margir þeir sem hafa kynnst heimi rafmynta og hrifist.
Nayib Bukele forseti El Salvador breytti um helgina prófílmynd sinni á Twitter og er nú með laser-augu, eins og margir þeir sem hafa kynnst heimi rafmynta og hrifist.
Auglýsing

Yfirvöld í El Salvador í Mið-Ameríku hyggjast viðurkenna rafmyntina Bitcoin formlega sem gjaldmiðil í landinu, til hliðar við Bandaríkjadal, sem hefur frá árinu 2001 verið helsti lögeyririnn í El Salvador.

Þingmenn í landinu samþykktu frumvarp þessa efnis á þriðjudagskvöld með auknum meirihluta, 62 atkvæðum af alls 84. Nayib Bukele, forseti landsins, segir að þetta sé söguleg stund, en hann lagði frumvarpið fyrir þingið í síðustu viku.

Fréttaveitan AFP fjallar um málið og segir í umfjölluninni að þrátt fyrir frumvarpið sé enn allt á huldu um það hvernig nákvæmlega Salvadorar hyggjast innleiða rafmyntina Bitcoin sem lögeyri. Lögin taka þó gildi eftir um þrjá mánuði og þá verður öllum fyrirtækjum skylt að taka á móti rafmyntinni, nema fyrirtækin séu hreinlega ófær um að verða sér úti um þá tækni sem til þarf.

Auglýsing

Um fjórir af hverjum tíu íbúum í El Salvador búa við fátækt og margir Salvadorar hafa flust búferlaflutningum, ekki síst til Bandaríkjanna, í von um efnahagsleg tækifæri sem heimalandið hefur ekki haft upp á að bjóða um lengri tíma.

Forsetinn Bukele segir að nýju lögin muni gera íbúum El Salvador hægara um vik við að fá peninga senda frá ættingjum og vinum á erlendri grundu, en um 22 prósent af vergri landsframleiðslu El Salvador á uppruna sinn í peningasendingum erlendis frá. Um sjötíu prósent landsmanna eru ekki með bankareikninga.

Frá umræðum í þinginu í El Salvador í gær. Mynd: EPA

Einn Bitcoin jafngildir í dag yfir 34 þúsund Bandaríkjadölum, eftir að virðið hafði farið yfir 63 þúsund dali þegar það var hæst um miðjan apríl.

Þessar miklu sveiflur á genginu hafa valdið því að myntin hefur verið vinsæl hjá áhættufjárfestum sem sjá möguleika á skjótfengnum gróða, en einnig vakið upp spurningar um hversu fýsilegt sé að nýta Bitcoin til þess að stunda viðskipti með vörur og þjónustu dag frá degi.

Bukele forseti er þó sannfærður um ágæti rafmyntarinnar og segir að hagnýting hennar til framtíðar muni koma í veg fyrir að miklir fjármunir sitji eftir hjá þeim milliðum sem í dag senda peninga til íbúa El Salvador.

Stjórnmálamenn sem eru honum sammála segja sumir hverjir að löggjöfin muni koma El Salvador á kortið og að landið verði áhugaverðari valkostur fyrir erlenda fjárfesta.

Gætu verið að skjóta sig í fótinn

Í frétt Reuters segir að áætlanir Salvadora um að gera Bitcoin að lögeyri hafi vakið upp ýmsar spurningar á meðal sérfræðinga, sem telji meðal annars að þessi ákvörðun gæti flækt og seinkað áformum ríkisstjórnar Bukele um að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fyrirgreiðslu. AGS var sagður fylgjast náið með framvindunni, í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar.

Reuters hafði eftir einum sérfræðingi í fjármálageiranum að mögulega væri Bukele að skjóta sig í fótinn, þar sem með því að veita Bitcoin lögmæti yrði hugsanlega erfiðara að innheimta skatta. Bitcoin væri jú rétt eins og aðrar rafmyntir einföld leið til þess að forðast afskipti hins opinbera, þar sem kerfið væri ekki miðstýrt. Því væri peningaþvætti og skattasniðganga lítið mál, fyrir þá sem hefðu áhuga á að standa í slíku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent