Vill að biskup verði áfram embætti en ekki starf

Þingmaður Miðflokksins ætlar að ábyrgð „biskups til andlegrar forystu í kirkjunni og umsjónarskylda biskups gagnvart kenningu og siðum hennar hafi þá ekki lengur þann styrk sem biskupsembættið hefur haft“ ef hlutverk hans verður skilgreint sem starf.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp til laga um þjóðkirkjuna þar sem hann vill bæta við ákvæði um að biskup Íslands verði áfram embættismaður, en ekki starfsmaður, líkt og frumvarpið gerir ráð fyrir.

Í breytingartillögu Birgis er lagt til að eftirfarandi setningu verði bætt við 10. grein frumvarpsins: „Biskup Íslands gegnir æðsta embætti þjóðkirkjunnar og fer með yfirstjórn hennar eftir því sem kirkjuþing mælir nánar fyrir um.“

Í greinargerð sem fylgir breytingartillögunni segir Birgir að embætti biskups sé elsta embætti Íslands sem haldi hefur frá upphafi. „Saga og hefðir eru dýrmætar eignir sérhvers samfélags, rétt eins og menning þess. Hugtakið embætti í kirkjunni hefur sérstaka merkingu sem byggist á guðfræði hennar. Almennt séð er hugtakið í kirkjulegu samhengi fyrst og fremst tengt þjónustu, ábyrgð, umsjón og forystu, rétt eins og annars staðar þar sem það kemur fyrir og er að því leyti ótengt kirkjunni. Starf er aftur á móti fyrst og fremst framkvæmd verkefna sem aðrir fela starfsfólki að sinna.“

Auglýsing
Birgir segir að það megi álykta að ákveðin grundvallarbreyting eigi að verða á hlutverki biskups kirkjunnar með því að fella niður hugtakið embætti biskups og breyta því í starf biskups eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. „Ætla má að ábyrgð biskups til andlegrar forystu í kirkjunni og umsjónarskylda biskups gagnvart kenningu og siðum hennar hafi þá ekki lengur þann styrk sem biskupsembættið hefur haft í kirkjunni allt frá frumkirkjunni og í samhengi Íslands í meira en þúsund ár.“

Vill auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum

Birgir hefur beitt sér umtalsvert fyrir aukinni fyrirferð kristni í samfélaginu síðan að hann var kosinn á þing 2017. Hann var meðal annars fyrsti flutningsmaður frumvarps um að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins, sem allir þingmenn Miðflokksins skrifuðu sig á auk sjálfstæðismannanna Brynjars Níelssonar og Ásmundar Friðrikssonar. 

Verði frum­varpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­töku grunn­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­ur. Þing­menn­irnir vilja að heiti náms­grein­ar­innar trú­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­ar­bragða­fræði og telja að nám á því sviði sé mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­ar­lyndis og víð­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi og takast á við marg­vís­leg úrlausn­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ segir í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­in­u.

Á meðal þeirra raka sem þing­menn­irnir nota til að rök­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræði­kennslu í skólum er að hér á landi fari inn­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­ar­heimum fjölg­andi. Það auki að mati þing­mann­anna kröfur um umburð­ar­lyndi og gagn­kvæma virð­ingu. „Með vax­andi fjölgun íslenskra rík­is­borg­ara sem eru af erlendu bergi brotnir eykst nauð­syn þess að brjóta niður múra á milli menn­ing­ar­heilda og trú­ar­hópa og auka þar með umburð­ar­lyndi. Slíkt er best gert með sér­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristni, og almennri fræðslu um trú­ar­brögð heims­ins og þar með menn­ingu og siði þjóða og þjóð­ar­brota. Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­töku þeirra í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi þarf hún að ná til allra.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent