Vill að biskup verði áfram embætti en ekki starf

Þingmaður Miðflokksins ætlar að ábyrgð „biskups til andlegrar forystu í kirkjunni og umsjónarskylda biskups gagnvart kenningu og siðum hennar hafi þá ekki lengur þann styrk sem biskupsembættið hefur haft“ ef hlutverk hans verður skilgreint sem starf.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp til laga um þjóð­kirkj­una þar sem hann vill bæta við ákvæði um að biskup Íslands verði áfram emb­ætt­is­mað­ur, en ekki starfs­mað­ur, líkt og frum­varpið gerir ráð fyr­ir.

Í breyt­ing­ar­til­lögu Birgis er lagt til að eft­ir­far­andi setn­ingu verði bætt við 10. grein frum­varps­ins: „Biskup Íslands gegnir æðsta emb­ætti þjóð­kirkj­unnar og fer með yfir­stjórn hennar eftir því sem kirkju­þing mælir nánar fyrir um.“

Í grein­ar­gerð sem fylgir breyt­ing­ar­til­lög­unni segir Birgir að emb­ætti bisk­ups sé elsta emb­ætti Íslands sem haldi hefur frá upp­hafi. „Saga og hefðir eru dýr­mætar eignir sér­hvers sam­fé­lags, rétt eins og menn­ing þess. Hug­takið emb­ætti í kirkj­unni hefur sér­staka merk­ingu sem bygg­ist á guð­fræði henn­ar. Almennt séð er hug­takið í kirkju­legu sam­hengi fyrst og fremst tengt þjón­ustu, ábyrgð, umsjón og for­ystu, rétt eins og ann­ars staðar þar sem það kemur fyrir og er að því leyti ótengt kirkj­unni. Starf er aftur á móti fyrst og fremst fram­kvæmd verk­efna sem aðrir fela starfs­fólki að sinna.“

Auglýsing
Birgir segir að það megi álykta að ákveðin grund­vall­ar­breyt­ing eigi að verða á hlut­verki bisk­ups kirkj­unnar með því að fella niður hug­takið emb­ætti bisk­ups og breyta því í starf bisk­ups eins og frum­varpið gerir ráð fyr­ir. „Ætla má að ábyrgð bisk­ups til and­legrar for­ystu í kirkj­unni og umsjón­ar­skylda bisk­ups gagn­vart kenn­ingu og siðum hennar hafi þá ekki lengur þann styrk sem bisk­ups­emb­ættið hefur haft í kirkj­unni allt frá frum­kirkj­unni og í sam­hengi Íslands í meira en þús­und ár.“

Vill auka veg krist­in­fræði­kennslu í grunn­skólum

Birgir hefur beitt sér umtals­vert fyrir auk­inni fyr­ir­ferð kristni í sam­fé­lag­inu síðan að hann var kos­inn á þing 2017. Hann var meðal ann­ars fyrsti flutn­ings­maður frum­varps um að auka veg krist­in­fræði­kennslu í grunn­skólum lands­ins, sem allir þing­menn Mið­flokks­ins skrif­uðu sig á auk sjálf­stæð­is­mann­anna Brynjars Níels­sonar og Ásmundar Frið­riks­son­ar. 

Verði frum­varpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­­töku grunn­­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­­ur. Þing­­menn­irnir vilja að heiti náms­­grein­­ar­innar trú­­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­­ar­bragða­fræði og telja að nám á því sviði sé mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­­ar­­lyndis og víð­­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­­legu sam­­fé­lagi og takast á við marg­vís­­leg úrlausn­­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ segir í grein­­ar­­gerð sem fylgir frum­varp­in­u.

Á meðal þeirra raka sem þing­­menn­irnir nota til að rök­­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræð­i­­kennslu í skólum er að hér á landi fari inn­­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­­ar­heimum fjölg­andi. Það auki að mati þing­­mann­anna kröfur um umburð­­ar­­lyndi og gagn­­kvæma virð­ingu. „Með vax­andi fjölgun íslenskra rík­­is­­borg­­ara sem eru af erlendu bergi brotnir eykst nauð­­syn þess að brjóta niður múra á milli menn­ing­­ar­heilda og trú­­ar­hópa og auka þar með umburð­­ar­­lyndi. Slíkt er best gert með sér­­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristni, og almennri fræðslu um trú­­ar­brögð heims­ins og þar með menn­ingu og siði þjóða og þjóð­­ar­brota. Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­­töku þeirra í lýð­ræð­is­­þjóð­­fé­lagi þarf hún að ná til allra.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent