Byssumenn réðust í morgun á ritstjórn skopmyndaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu ellefu manns og særðu tíu, að því er fram kemur í frásögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lýsingum vitna, sem BBC vitnar til, komu tveir menn vopnaðir Kalishnikov rifflum á skriftstofur ritsins og hófu skothríð með fyrrnefndum afleiðingum.
Síðasta tíst ritsins á Twitter var með skopmynd af leiðtoga Íslamska ríkisins, Abu Bakr al-Baghdadi. Ekki hefur enn verið staðfest hver ber ábyrgð á árásinni.
Skrifstofur Charlie Hebdo hafa áður verið skotmark hryðjuverkumanna, en sprengja sprakk við skrifstofurnar í nóvember 2011.
Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar um árásina berast.
Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM
— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015