Endurskoðandi ætlar að kæra hagfræðiprófessor til siðanefndar HÍ

Birkir Leósson endurskoðandi og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hafa undanfarnar tvær vikur tekist á um starfsaðferðir endurskoðenda sjávarútvegsfélaga á síðum Fréttablaðsins. Birkir hefur ákveðið að kæra Þórólf til siðanefndar Háskóla Íslands.

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Birkir Leós­son end­ur­skoð­andi hefur ákveðið að kæra Þórólf Matth­í­as­son hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands til siða­nefndar HÍ, í kjöl­far rit­deilu þeirra á milli sem átt hefur sér stað á síðum Frétta­blaðs­ins. Þetta má lesa í grein Birkis í Frétta­blað­inu í dag.

Í grein sinni ritar Birkir að hann hafi ákveðið að kæra Þórólf til siða­nefnd­ar­innar þar sem það sé „ó­líð­andi að pró­fessor á háum launum af skatt­fé saki aðra opin­ber­­lega að til­­efn­is­­lausu um fjár­­svik, önnur lög­­brot, van­hæfni, geri mönnum upp skoð­an­ir, hafi rangt eftir mönn­um, haldi í­trekað fram ó­sann­indum o.s.frv.“ og segir Birkir að með slíkri fram­göngu skaði Þórólfur orð­­spor há­­skól­ans.

Þórólfur gagn­rýnir árs­reikn­ing Vísis hf.

Rit­deila þeirra Þór­ólfs og Birkis hefur snú­ist um gagn­rýni pró­fess­ors­ins á reikn­ings­skil og end­ur­skoðun árs­reikn­ings sjáv­ar­út­vegs­fé­lags­ins Vís­is, sem Birkir hefur haft aðkomu að í sínum störf­um. Skeyti hafa gengið þeirra á milli á síðum blaðs­ins und­an­farnar tvær vik­ur, eða frá því að Þórólfur hóf upp raust sína með grein þann 15. júlí. Þeirri grein svar­aði Birkir þann 21. júlí.

Auglýsing

Í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu núna á þriðju­dag svar­aði Þórólfur Birki á ný og gagn­rýndi starfs­hætti end­ur­skoð­enda Vísis og ann­arra sjáv­ar­út­vegs­fé­laga nokkuð harð­lega. Hann sagði meðal ann­ars að þeir örfáu ein­stak­lingar sem bæru ábyrgð á end­ur­skoðun reikn­inga íslenskra útgerð­ar­fyr­ir­tækja hefðu „skapað þá venju að hunsa skýr fyr­ir­­­mæli í 5. gr. árs­­reikn­ings­­lag­anna og hanga eins og hundar á roði á þröngri túlkun á á­kvæðum 26. greinar bók­halds­­lag­anna“.

Þórólfur vill meina að þetta fyr­ir­komu­lag leiði til þess að óefn­is­leg rétt­indi, þar með talið afla­heim­ild­ir, séu ekki metin með gagn­sæjum hætti í árs­reikn­ingum útgerða. Í grein hans á þriðju­dag­inn sagði að miðað við að „var­an­­legur kvóti sé seldur á 4.000 krónur þorsk­í­­gildið er verð­­mæti kvóta sem Vísir ráð­stafar milli 50 og 60 millj­arðar króna, en ekki um 14 millj­arðar króna eins og bók­­fært er í árs­­reikn­ingi“ og segir pró­fess­or­inn að þar sé „dá­lag­­leg dulin „eign““ á ferð­inni.

„Ég skal ekki ganga svo langt að full­yrða að um lög­­brot sé að ræða, en get ekki séð betur en að gengið sé með skýrum hætti gegn inn­­taki og grunn­hugsun árs­­reikn­ings­­lag­anna. Það getur ekki talist gott vega­­nesti í end­ur­­­skoð­un!“ skrif­aði Þórólfur meðal ann­ars í grein sinni.

Skorar á Þórólf um að leita til yfir­valda og fá nið­ur­stöðu

Í grein Birkis í dag skorar hann á Þórólf um „að senda erindi til árs­­reikn­inga­­skrár varð­andi inn­i­hald ein­stakra árs­­reikn­inga sem hann telur ekki gerða á réttum for­­sendum og til end­ur­­­skoð­enda­ráðs hafi hann at­huga­­semdir við vinn­u­brögð end­ur­­­skoð­enda,“ vilji hann fá nið­ur­stöðu í mál­ið.

„Það eru réttir aðilar til að taka á því ef um slíka á­galla er að ræða sem pró­fess­or­inn heldur fram. Geri pró­fess­or­inn það ekki verður að líta á orð hans um árs­­reikn­inga sjáv­ar­­út­­­vegs­­fé­laga og end­ur­­­skoð­endur þeirra sem þá mark­­leysu sem þau eru.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent