Engin inn nema á háhæluðum skóm

h_01486332-1.jpg
Auglýsing

Háhæl­aðir skór hafa verið helsta umræðu­efni kvik­mynda­há­tíð­ar­innar í Cannes í ár, eftir að konu á flat­botna skóm var mein­aður aðgangur á frum­sýn­ingu. Tísku­sér­fræð­ing­ar, fem­inístar og félags­fræð­ingar hafa tjáð sig um málið um allan heim. Háhæl­aðir skór eru greini­lega umdeilt fyr­ir­bæri – þeir hafa djúpa, flókna og menn­ing­ar­fræði­lega merk­ingu sem vert er að gefa gaum.

Engar „selfies“



Thi­erry Fremaux, fram­kvæmd­ar­stjóri hátíð­ar­innar í Cannes hefur heldur betur verið á milli tann­anna á fólki þessa vik­una. Það má jafn­vel segja að hann sé eins­konar „stjarna“ há­tíð­ar­innar í ár. Hann hefur dregið til sín kast­ljósið fyrir furðu­legar upp­á­komur og skoð­anir sem þykja í meira lagi bæði úreltar og snobb­að­ar.

Fyrst voru það sjálfs­myndir á rauða dregl­in­um. Fremaux beindi þeim til­mælum til leik­ara fyrir hátíð­ina að „selfi­e-­mynda­tök­ur“ væru bann­aðar vegna þess að þær drægu niður virð­ingu hátíð­ar­inn­ar. Auk þess væru þær, eins hann orð­aði sjálf­ur: „Smekklaus­ar, hall­æris­legar og við­ur­styggi­legar ljós­mynd­ir.“

Mörgum fannst þetta furðu­legt útspil og tjáðu sig um það og tíst­uðu á Twitter og öðrum sam­fé­lags­miðl­um. Fáir hafa svo í raun virt þessa reglu fram­kvæmd­ar­stjór­ans en þetta var þó aðeins byrj­unin á umdeildri reglu­gerð­ar­smíði hans - hvað varðar rauða dreg­il­inn.

Auglýsing

Thierry Fremaux, hinn umdeildi framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar í Canne. Mynd: EPA Thi­erry Fremaux, hinn umdeildi fram­kvæmda­stjóri kvik­mynda­há­tíð­ar­innar í Cann­es. Mynd: EPA

Skó­hneysklið í Cannes



Næst voru það flat­botna skór. Síð­ustu helgi var danski kvik­mynda­fram­leið­and­inn, Valeria Richter, á leið á frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­innar Carol, en var mein­aður aðgangur á þeim for­sendum að hún væri á flat­botna skóm sem þætti alls ekki við­eig­andi. Ekki aðeins einu sinni var hún rekin burt – heldur alls fjórum sinn­um! Hún gaf þær skýr­ingar að hún gæti ein­fald­lega ekki gengið í háhæl­uðum skóm vegna þess að hún hefði misst hluta af öðrum fæti sín­um. Örygg­is­verðir gáfu þó lítið fyrir það – hér gengi engin kona inn á rauða dreg­il­inn - nema þá á háhæl­uðum skóm.

Allt varð bók­staf­lega vit­laust út af þessu atviki. Margir tjáðu sig um málið og tóku upp skó­inn fyrir þessa ólánsömu konu, meðal ann­ars breska leik­konan Emily Blunt, sem sagði að þetta væri dæmi­gert mál fyrir mis­rétt­indi gagn­vart kon­um. Hún hvatti í kjöl­farið allar kyn­systur sínar til þess að henda háhæl­uðu skónum sínum og mæta hér eftir á striga­skóm á frum­sýn­ingar í Cann­es.

Breska leikkonan Emily Blunt á blaðamannafundi á Cannes. Mynd: EPA Breska leik­konan Emily Blunt á blaða­manna­fundi á Cann­es. Mynd: EPA

Fram­kvæmd­ar­stjór­inn brást við þessu öllu sam­an, baðst afsök­unar og sagði að þetta væri nú allt saman einn mis­skiln­ing­ur: „Jú, örygg­is­verð­irnir gengu nú kannski  full langt – en auð­vitað mega allir vera í þeim skóm sem þeir vilja.“

En eftir höfð­inu dansa lim­irnir og rann­sókn máls­ins hefur leitt í  ljós að þessar til­skip­anir komu auð­vitað beint frá fram­kvæmd­ar­stjór­anum sjálf­um. Fleiri konum hefur sömu­leiðis verið vísað frá fyrir að vera í flat­botna skóm og þeim tjáð að þetta sé virt kvik­mynda­há­tíð, en ekki eitt­hvað lélegt strand­arpartý.

Háhæl­aðir skór;  Lyfta þeir konum upp eða draga þær nið­ur?



Há­hæl­aðir skór eru merki­legt fyr­ir­bæri. Frá­bær hönnun sem er hlaðin þver­sagna­kenndri og marg­slung­inni merk­ingu. Það er fátt sem þykir kven­legra en einmitt háhæl­aðir skór; formið og útlitið þykir kyn­ferð­is­legt og sterkt. Þeir þykja stækka kon­ur, gera þær valds­mann­legri og meiri. Á sama tíma þykja pinna­skórnir binda þær í báða skó niður og hefta. Þeir þykja gjarnan óþægi­legir og draga konur í þján­ing­ar­fulla þraut­ar­göngu. Tákn um kúgun og und­ir­gefni. Enda voru háhæl­aðir skór eitur í beinum fem­inista á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um. Konur þyrftu að pína sig í þessa óþægi­legu skó til þess að standa jafn­fætis köll­um.

Í kjöl­far umræð­unnar í sam­bandi við „skó­hneysklið“ í Cann­es, hafa margar konur tjáð sig um háhæl­aða skó. Margar konur hafa komið þeim til varnar og talað um tign og glæsi­leika þeirra og að þær séu síst af öllu neyddar til þess að klæð­ast þeim. Á meðan aðrar konur segja skóna vera skýra og órétt­láta sam­fé­lags­lega kröfu um kven­legt útlit; það sé ekki hægt að fara í atvinnu­við­tal eða á opin­bera við­burði án þess að klæð­ast háhæl­uðum skóm.

„Ég eyði­lagði fæt­unar á mér út af háhæl­uðum skóm,“ segir leik­konan Sarah Jessica Parker sem þurfti að ganga í þeim 18 tíma á dag í nokkur ár þegar upp­tökur á Sex and the City sjón­varps­þátt­un­um stóðu yfir. Hún ásamt stöllum sínum í þátt­un­um ­segj­ast sjá eftir því að hafa stöðugt verið að dásama þessa djöf­uls­ins skó.

Leikkonan Sarah Jessica Parker ber háhæluðum skóm ekki fagra söguna. Mynd: EPA Leik­konan Sarah Jessica Parker ber háhæl­uðum skóm ekki fagra sög­una. Mynd: EPA

Í glam­úr­heimi kvik­mynd­ann er enn verið að tala um það þegar leik­konan Emma Thom­son kom storm­andi inn á síð­ustu Golden Globe hátíð, ber­fætt og sötr­andi á Mart­in­i-kok­teil. Má svona? – spurði fólk. Þetta þótti bylt­ing­ar­kennt athæfi sem vakti marga til umhugs­unar um skófatnað kvenna. Upp­á­koman í Cannes hefur leitt til þess að margar konur hafa nú hvatt frægar leikkon­ur, eins og Cate Blanchett og Julian Moore, til þess að snið­ganga nú háhæl­aða skó.

Bylt­ingin sé haf­in!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None