Enn 579 manns skráðir sem Zúistar þrátt fyrir að yfirvöld telji félagið svikamyllu

Félagið Zuism á Íslandi er í ellefta sæti yfir þau trú- og lífsskoðunarfélög sem eru með flesta skráða meðlimi þrátt fyrir að stjórnendur félagsins, bræður með vafasama fortíð, hafi verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústssynir hafa verið í forsvari fyrir trúfélagið Zuism
Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústssynir hafa verið í forsvari fyrir trúfélagið Zuism
Auglýsing

Skráðum með­limum í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lag­inu Zúism hefur fækkað um 62 frá því í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins. Þeir eru samt sem áður enn 579 tals­ins. Félagið er í ell­efta sæti yfir fjöld með­lima í slíkum félögum hér­lend­is. 

Trú- og lífs­­­skoð­un­­­ar­­­fé­lög hér á landi fá sókn­­­ar­­­gjöld greidd fyrir hvern skráðan ein­stak­l­ing, 16 ára og eldri. Á árinu 2022 greiðir rík­is­sjóður 1.107 krónur á mán­uði á hvern ein­stak­l­ing í hverju félagi fyrir sig. Miðað við þá tölu má ætla að Zúism á Íslandi fá um 641 þús­und krónur greiddar í hverjum mán­uði.

Sýslu­mað­ur­inn á Norð­ur­landi eystra, sem hefur eft­ir­lit með starf­semi trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga, hefur reyndar haldið eftir sókn­ar­gjöldum Zuism frá því í byrjun árs 2019. Það rök­styður emb­ættið með því að veru­legur vafi ríki um hvort raun­veru­leg starf­semi fari fram á vegum Zusim og hvort félagið upp­fylli skil­yrði laga. 

Þessi staða er merki­leg í ljósi þess að yfir­völd telja trú­fé­lagið Zuism vera svika­myllu. 

Borg­ara­leg óhlýðni breytt­ist í stjórn­sýslu­martröð

Saga Zuism á Íslandi er stór­merki­leg, þótt hún eigi lítið sem ekk­ert skylt við trú. Vorið 2015 voru skráðir með­limir í félag­inu fjórir og sýslu­mað­ur­inn á Norð­ur­landi eystra birti aug­lýs­ingu þar sem hann skor­aði á þá að gefa sig fram. Ef eng­inn myndi gera það yrði félagið lagt nið­ur. 

enda fjöldi með­­lima var langt frá því að upp­­­fylla við­mið í reglu­­gerð dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins um skrán­ingu opin­berra trú- og lífs­­­skoð­un­­­ar­­­fé­laga.

Auglýsing
Hópur áhuga­­fólks um trú­­ar­­legt jafn­­rétti og raun­veru­­legt trú­frelsi sá sér leik á borði. Erfitt er að fá ný trú­­fé­lög við­­ur­­kennd og hóp­­ur­inn, sem síðar kall­aði sig öld­unga­ráð Zúista, ákvað að safna lág­­marks­­fjölda með­­lima í Zuism, gefa sig fram við sýslu­­mann og taka félagið ein­fald­­lega yfir. Þann 1. júní 2015 fékk full­­trúi hóps­ins opin­bera við­­ur­­kenn­ingu emb­ættis sýslu­­manns að hann væri for­­stöð­u­­maður trú­­fé­lags­ins og að þau færu nú með völd í þessu umkomu­­lausa trú­­fé­lagi.

Hug­­myndin sem hóp­­ur­inn gekk með í mag­­anum var að hvetja fólk til að skrá sig sem Zúista gegn vil­yrði fyrir því að fá sókn­­ar­­gjöld sín, þá 10.800 krónur á mann á ári, end­­ur­greidd. Um borg­­ara­­lega óhlýðni var að ræða, þar sem snið­ugur hópur ætl­­aði að spila á kerfið til að sýna fárán­­leika þess og sýna í verki hversu mikil tíma­­skekkja núver­andi trú­­fé­lags­­kerfi væri. Eng­inn átti að græða neitt og öllum fjár­­munum sem myndu koma í kass­ann yrði skilað til greið­enda, að frá­­­dregnum umsýslu­­kostn­að­i. 

Í nóv­­em­ber þetta sama ár, 2015, hafði hóp­­ur­inn aug­lýst fyr­ir­ætl­­­anir sínar og á tveimur vikum gengu um þrjú þús­und manns í félag­ið. Í byrjun des­em­ber voru Zúistar orðnir eitt stærsta trú­­fé­lag lands­ins.

Gjörn­ing­­ur­inn virt­ist hafa gengið upp. Hann vakti raunar heims­at­hygli og fjallað var um hann í tugum fjöl­miðla víða um heim.

En hann vakti athygli fleiri. Á meðal þeirra voru upp­­haf­­legu stofn­endur trú­­fé­lags­ins Zuism.

Kickstarter-bræður taka yfir trú­­fé­lag

Um var að ræða tvo bræð­­ur, þá Einar og Ágúst Arnar Ágústs­­syni. Þeir höfðu vakið athygli fyrir að safna háum fjár­­hæðum á hóp­fjár­­­mögn­un­­ar­­síð­­unni Kickstarter á árinu 2015. Það gerðu þeir meðal ann­­ars til að koma fram­­leiðslu á svo­­kall­aðri TOB-snúru á kopp­inn, til að fram­­leiða sér­­staka sól­­­ar­raf­hlöðu sem fest var á ólar á bak­­poka og síðar til að fjár­­­magna fram­­leiðslu á ferða­vind­t­úrbín­um, ein­hvers­­konar vind­­myllum til einka­nota. Kast­­ljós greindi frá því í októ­ber 2015 að bræð­­urnir væru til rann­­sóknar vegna meintra fjársvika vegna þeirrar safn­ana. 

Einar var síð­­­ar, nánar til­­­tekið á árinu 2017, dæmdur til þungrar fang­els­is­vistar, alls þriggja ára og níu mán­aða, fyrir fjár­­­svik vegna ann­­ars máls. Kjarn­inn greindi ítar­­lega frá því máli í frétta­­skýr­ingu í mars 2017. Sá dómur var stað­­festur í Lands­rétti síðla árs 2018.

Eftir hina miklu athygli sem gjörn­ingur öld­unga­ráðs Zúista vakti, og þegar fyrir lá að tugir millj­­óna króna myndu streyma árlega inn í trú­­fé­lagið vegna þess hversu margir skráðu sig í það, gerðu bræð­­urnir kröfu um yfir­­ráð yfir félag­inu. Það gerðu þeir í krafti þess að þeir voru enn í for­svari rekstr­ar­fé­lags á bak við það en Ágúst Arnar hafði verið einn af stofn­endum þess árið 2013. 

Í stuttu máli þá tókst þessi yfir­taka. Og öld­unga­ráðið sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­farið þar sem það hvatti fólk til að segja sig úr Zuis­m. 

85 millj­ónir á tveimur árum

Árið 2020 voru bræð­urnir ákærðir af hér­aðs­sak­sókn­ara fyrir fjár­svik og pen­inga­þvætti. Emb­ættið taldi að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2015, en þó „einkum frá októ­ber 2017, og fram á fyrri hluta árs 2019“. Á því tíma­bili hafi þeir „styrkt og hag­nýtt sér þá röngu hug­­mynd starfs­­manna íslenskra stjórn­­­valda að trú­­fé­lagið Zuism upp­­­fyllti skil­yrði fyrir skrán­ingu trú­fé­lags­[...]og þar með rétt til fjár­­fram­laga úr rík­­is­­sjóð­i.“ 

Bræð­urnir eru sagðir hafa notað pen­inga sem greiddir voru sem sókn­ar­gjöld til félags­ins í eigin per­sónu­lega neyslu, meðal ann­ars í ferða­lög, áfeng­is­kaup og hluta­bréfa­við­skipti.

Frá októ­ber 2017 og fram til jan­úar 2019 greiddi rík­­is­­sjóður alls 36 sinnum inn á banka­­reikn­ing félags­­ins í Arion banka vegna sókn­­ar­gjalda áranna 2016 til 2018. Alls var um að ræða 84,7 millj­­ónir króna. Í ákæru segir að með athæfi sínu hafi bræð­­urnir ollið „ís­­lenska rík­­inu veru­­legri fjár­­tjóns­hættu og fjár­­tjóni í reynd.“

Í stuttu máli þá telur hér­­aðs­sak­­sókn­­ari að bræð­­urnir hafi blekkt ríkið til að fá ofan­­greinda fjár­­muni, með því að þykj­­ast reka trú­­ar­­lega starf­­semi, þegar engin eig­in­­leg trú­­ar­iðkun fór fram í félag­in­u. 

Pen­ing­unum var því ekki ráð­stafað til rekstur trú­­fé­lags­ins, eða til end­­ur­greiðslu á sókn­­ar­­gjöld­um, heldur meðan ann­­ars ráð­stafað til bræðr­anna. 

Í maí síð­ast­liðnum voru bræð­urnir sýkn­aði í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Þeirri nið­ur­stöðu áfrýj­aði rík­is­sak­sókn­ari til Lands­rétt­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent