Fréttablaðið hefur misst tvo af hverjum þremur lesendum undir fimmtugu á tólf árum

Lestur Fréttablaðsins hefur rúmlega helmingast á einum áratug. Mestur er samdrátturinn hjá yngri lesendum en lesturinn fór undir 20 prósent hjá þeim í fyrsta sinn í vor. Morgunblaðið er nú lesið af 8,4 prósent landsmanna undir fimmtugu.

Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Auglýsing

Lestur Frétta­blaðs­ins mælist nú 28,4 pró­sent í heild. Hann fór í fyrsta sinn undir 30 pró­sent í jan­úar á þessu ári og hefur haldið áfram að dala í hverjum mán­uði síðan þá. Alls hefur lest­ur­inn helm­ing­ast á einum ára­tug. 

Blaðið var fyrst gefið út árið 2001 og náði fljótt mik­illi fót­­­festu á dag­­­blaða­­­mark­aði með til­­­heyr­andi sneið af aug­lýs­inga­­­tekjukök­unni. Vorið 2007 sögð­ust til að mynda 65,2 pró­­­sent lands­­­manna lesa Frétta­­­blað­ið.

Undir lok árs 2015 fór lestur blaðs­ins í fyrsta sinn undir 50 pró­­­sent og tæpum þremur árum siðar fór hann undir 40 pró­­­sent.

Mestur er sam­drátt­ur­inn hjá yngri les­end­um. Hjá ald­urs­hópnum 18 til 49 ára mælist hann nú 18,5 pró­sent eftir að hafa farið undir 20 pró­sent í fyrsta sinn í apríl síð­ast­liðn­um. Fyrir tólf árum lásu 64 pró­sent lands­manna í þessum ald­urs­hópi Frétta­blað­ið. Lest­ur­inn í dag er ein­ungis 29 pró­sent af því sem hann var hjá full­orðnum undir fimm­tugu vorið 2010. 

Þetta mál lesa út úr nýjum tölum Gallup um lestur prent­miðla sem voru birtar í lið­inni viku.

Auglýsing
Frétta­blaðið er í eigu útgáfu­­fé­lags­ins Torgs og er flagg­­skip þess félags. Félagið rekur einnig vef­miðl­ana dv.is, eyj­an.is, press­an.is, 433.is, hring­braut.is, fretta­bla­did.is og sjón­­­varps­­­stöð­ina Hring­braut.

Útgáfu­­­­dögum Frétta­blaðs­ins var fækkað úr sex í fimm á viku á árinu 2020 þegar hætt var með mán­u­­­­dags­út­­­­­­­gáfu blaðs­ins. Auk þess hefur dreif­ing frí­­­blaðs­ins dreg­ist saman úr 80 í 75 þús­und ein­tök á dag. 

Torg er í eigu tveggja félaga, Hof­­­­garða ehf. og HFB-77 ehf. Eig­andi fyrr­­­­nefnda félags­­­­ins er fjár­­­­­­­fest­ir­inn Helgi Magn­ús­­­­son og hann á 82 pró­­­­sent í því síð­­­­­­­ar­­­­nefnda. Helgi er auk þess stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður Torgs. Aðrir eig­endur þess eru Sig­­­­urður Arn­gríms­­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­­skipta­­­­fé­lagi Helga til margra ára, Jón G. Þór­is­­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­­stjóri Frétta­­­­blaðs­ins, og Guð­­­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­­­varps­­­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­­­kvæmda­­­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­­­mála og dag­­­­­­­­­skrár­­­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­­­arra en Helga er hverf­andi.

Hóp­­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­­­að­­­­ar­­­­mál en í árs­­­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­­­ins.  

Tapað rúmum millj­arði á þremur árum

Hlutafé í Torgi var svo aukið um 600 millj­­­ónir króna í lok árs 2020 og aftur um 300 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót. Með nýju hluta­fjár­­­aukn­ing­unni er ljóst að settir hafa verið 1,5 millj­­­arðar króna í kaup á Torgi og hluta­fjár­­­aukn­ingar frá því að Helgi og sam­­­starfs­­­menn hans komu að rekstr­inum fyrir þremur árum síð­­­an.

Torg hefur ekki skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2021 til árs­reikn­inga­skráar en í mars var birt frétt í Frétta­blað­inu þar sem sagði að félagið hefði tapað 240 millj­ónum króna í fyrra. Árið áður var end­an­­legt tap Torgs 599 millj­­ónir króna og því tap­aði það sam­tals 839 millj­­ónum króna á tveimur árum. Þá er búið að gera ráð fyrir 146 millj­­ónum króna sem Torg fékk í rekstr­­ar­­styrk úr rík­­is­­sjóði á árunum 2020 og 2021.

Þegar end­an­­legu tapi árs­ins 2019 er bætt við nemur tapið á þriggja ára tíma­bili rúmum millj­­arði króna. 

Stöðu­gildum hjá Torgi fækk­aði um tíu um síð­ustu mán­aða­mót. Þá var fimm manns sagt upp og ekki verður ráðið í stað fimm ann­arra sem sögðu starfi sínu lausu. Sig­mundur Ernir Rún­ars­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, sagði við Morg­un­blaðið að aðgerð­irnar fælu í sér sam­legð­ar­á­hrif og ættu að skila sér í hag­ræð­ingu í rekstri blaðs­ins. 

Kostar 100 þús­und krónur á ári

Hitt dag­blaðið á Íslandi, Morg­un­blað­ið, er selt í áskrift. Almenn áskrift kostar 8.383 krónur á mán­uði, eða 100.596 krónur á ári. Upp­lýs­ingar um fjölda áskrif­enda eru almennt ekki aðgengi­legar en á lestr­ar­tölum sem Gallup safnar saman má ljóst vera að þeim hefur fækkað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. 

Lestur blaðs­ins hjá öllum ald­urs­hópum mælist nú 17,7 pró­sent, og hefur aldrei mælst minni. Rúmt ár er síðan að lest­ur­inn fór í fyrsta sinn undir 20 pró­sent. Vorið 2009, þegar nýir eig­endur komu að Árvakri, útgáfu­­fé­lagi Morg­un­­blaðs­ins, var lestur þess yfir 40 pró­­sent.

Hjá lands­­mönnum á aldr­inum 18 til 49 ára mælist lestur blaðs­ins nú 8,4 pró­­sent en í byrjun árs 2009 lásu um þriðj­ungur lands­­manna í þeim ald­­ur­s­hópi blað­ið. 

Davíð Oddsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2009. Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að rekstr­­ar­tap Árvak­­urs, útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins, á síð­­asta ári hafi verið 113 millj­­ónir króna. Það er lægra rekstr­­ar­tap en árið áður, þegar útgáfu­­fé­lagið tap­aði 210 millj­­ónum króna. 

Í fyrra fékk Árvakur þó 81 millj­­ónir króna í rekstr­­ar­­styrk úr rík­­is­­sjóði auk þess sem félagið frest­aði greiðslu á stað­greiðslu launa starfs­­­manna og trygg­inga­gjaldi í fyrra upp á alls 122 millj­­­ónir króna. Um er að ræða vaxta­­­laust lán úr rík­­­is­­­sjóði sem þarf að end­­­ur­greið­­­ast fyrir mitt ár 2026. Greiðslur eiga að hefj­­­ast síðar á þessu ár.

​​Í frétt sem birt­ist í Morg­un­­­blað­inu í byrjun maí var greint frá því að hefði skilað 110 millj­­­óna króna hagn­aði í fyrra. Í þeirri frétt var ekki minnst á vaxta­­lausa lán­­töku hjá rík­­is­­sjóð­i. 

Í árs­­reikn­ingi Árvakur sést hvernig sá hagn­aður myndast, en hann er ekki til­­kom­inn vegna reglu­­legs rekst­­urs, af honum er áfram sem áður tap. 

Hluta­fjár­­­aukn­ing í byrjun árs

Kjarn­inn greindi frá því í mars að hlutafé í Morg­un­­blaðs­­sam­­stæð­unni hafi verið aukið um 100 millj­­­­­ónir króna þann 31. jan­úar síð­­­­­ast­lið­inn. Aðilar tengdir Ísfé­lagi Vest­­­­­manna­eyja og félag í eigu Kaup­­­­­fé­lags Skag­­­­­firð­inga greiddu stærstan hluta henn­­­­ar.

Þetta var í þriðja sinn frá árinu 2019 sem nýtt hlutafé er sett inn í rekstur fjöl­miðla­­­­­sam­­­­­steypunnar til að mæta tap­­­­­rekstri henn­­­­­ar. Í byrjun árs 2019 var hluta­­­­­féð aukið um 200 millj­­­­­ónir króna. Kaup­­­­­­­fé­lag Skag­­­­­­­firð­inga og félög tengd Ísfé­lagi Vest­­­­­­­manna­eyja lögðu til 80 pró­­­­­­­sent þeirrar aukn­ing­­­­­ar. Sum­­­­­­­­­arið 2020 var hluta­­­­­féð aukið um 300 millj­­­­­ónir króna og kom allt féð frá þeim eig­enda­hópi sem var þegar til stað­­­­­ar. Að við­bættri þeirri hluta­fjár­­­­­aukn­ingu sem ráð­ist var í í upp­­­­­hafi árs hefur móð­­­­­ur­­­­­fé­lagi Árvak­­­­­urs því verið lagt til 600 millj­­­­­ónir króna á þremur árum.

Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstri Árvak­­­­urs í febr­­­­úar 2009 undir hatti Þór­s­­­­merkur og til loka árs 2020 hefur útgáfu­­­­­fé­lagið tapað yfir 2,5 millj­­­­­örðum króna. Eig­enda­hóp­­­­­ur­inn, sem hefur tekið ein­hverjum breyt­ingum á tíma­bil­inu, hefur nú lagt Árvakri til sam­tals tvo millj­­­­­arða króna í nýtt hluta­­­­­fé.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent