Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir

Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.

Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Auglýsing

Það verður enn ein­hver bið á því að fólk og önnur dýr á meg­in­landi Evr­ópu geti varpað önd­inni léttar eftir sögu­legar hita­bylgjur sum­ars­ins. Þrátt fyrir að rúm­lega vika sé liðin af ágúst er áfram spáð miklum hita í norð­an- og vest­an­verðri álf­unni þessa vik­una. Spáð er 38 stigum í hluta Frakk­lands og á Spáni frá mið­viku­degi til laug­ar­dags.

Bretar sleppa ekki heldur undan hita­bylgj­unni. Þar er spáð allt að 35 stigum þegar líður á vik­una og jafn­vel talið að nokkuð lang­dregið heitt og þurrt tíma­bil sé framund­an. Hita­met var slegið í Bret­landi í síð­asta mán­uði en þá fór hit­inn upp í 40,3 gráð­ur. Hann verður lægri í þeirri bylgju sem nú ríður yfir en hún mun standa lengur yfir ef veð­ur­spár verða að veru­leika.

Auglýsing

Þurrk­arnir á Bret­landseyjum hafa verið það miklir nú þegar að farið er að skammta vatn og á sumum svæðum bannað að nota garðslöng­ur. Þá er fólk hvatt til að kveikja ekki á grillum því hætta á gróð­ur­eldum er mik­il. „Það er útlit fyrir lang­dregin þurrka­tíma framundan og aug­ljós­lega eru það slæmar fréttir fyrir suð­ur­hluta Eng­lands þar sem rign­ing hefði verið kær­kom­in,“ hefur Sky frétta­stofan eftir veð­ur­fræð­ingi. Sá segir að sem betur fer ætli hit­inn í vik­unni ekki að verða jafn yfir­þyrm­andi og í júlí en engu að síður mun fólk finna fyrir hita­bylgj­unni, hita yfir 30 stigum í fleiri daga sam­fellt.

Veðurspáin fyrir Bretland á miðvikudaginn. Skjáskot/BBC

Ekk­ert vatn í píp­unum

Bret­land er langt í frá eina landið þar sem lang­vinnir þurrkar hafa geis­að. Í Frakk­landi hafa stjórn­völd skipað sér­stakt neyð­arteymi til að bregð­ast við skorti á drykkj­ar­vatni í yfir 100 sveit­ar­fé­lögum í land­inu. Tank­bílar flytja nú vatn til þeirra svæða sem verst hafa orðið úti, „því það er ekki dropi eftir í vatns­lögn­un­um,“ segir Christophe Béchu, ráð­herra umhverf­is­mála. „Þetta er for­dæma­laust ástand og vondu frétt­irnar eru þær að við sjáum ekk­ert sem bendir til þess að því sé að ljúka.“

Franski for­sæt­is­ráð­herr­ann Elisa­beth Borne hefur varað landa sína við því að við blasi mestu þurrkar frá upp­hafi mæl­inga.

Hita­bylgja hefur hangið yfir Frakk­landi síðan í júní. Tré og runnar hafa fellt lauf þar sem þau fá ekki nægan vökva til að þríf­ast. Allt að því haust­legt er því víða um að lit­ast.

Í nokkra daga blés kald­ara lofti yfir sum svæði en nú er enn og aftur að hitna í veðri.

Legið í sólbaði á skrælnuðu grasi á Suður-Englandi. Mynd: EPA

Ekk­ert lát eru heldur á hit­unum á Ítalíu og þar hefur sextán borgum verið skipað á „rauðan lista“ þar sem hiti hefur farið og mun fara yfir 40 gráð­ur.

Sum­arið hefur verið svo þurrt og heitt að ótt­ast er bæði um vín­ekrur og hrís­grjóna­akra í Po-dalnum en grjónin þar eru sér­lega hentug til að gera risottó. Ótt­ast er að hrís­grjóna­upp­skeran verði ekki upp á marga fiska í ár og jafn­vel næstu ár þar sem jarð­veg­ur­inn er orð­inn saltur og plöntur hafa drep­ist. Fleiri land­bún­að­ar­af­urðir eru sann­ar­lega í hættu líka og telur land­bún­að­ar­ráð­herr­ann að mik­ill upp­skeru­brestur kunni að verða enda þurrk­arnir þeir verstu í land­inu í sjö ára­tugi.

Hol­lend­ingar búa einnig við vatns­skort og hefur inn­við­a­ráð­herra lands­ins hvatt fólk til að stytta sturtu­ferðir sínar og til að bíða með að þvo bíla sína og vökva garða. Engin rign­ing er í kort­unum og því má búast við frek­ari erf­ið­leikum við vatns­miðlun í Hollandi.

Hol­lend­ingar eru meðal stærstu útflytj­enda land­bún­að­ar­vara í heim­inum en nú hefur bændum verið bannað að vökva engjar sínar með yfir­borðs­vatni. Í for­gangi er að afla vatns sem hreinsa má til drykkju.

Auglýsing

Vatns­borð Rín­ar­fljóts í Þýska­landi hefur lækkað svo mikið að skip geta ekki lengur siglt full­fermd um það. Þetta hefur leitt til hækk­aðs vöru­verðs. Skipin geta mörg hver aðeins siglt með um 25 pró­sent af hefð­bundnum farmi.

Vatn í Dóná í Rúm­eníu hefur minnkað svo mikið að sand­eyjar hafa mynd­ast í far­vegi henn­ar.

Í síð­ustu viku hvatti fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins aðild­ar­ríkin til að nýta frá­veitu­vatn í borgum til að vökva akra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent