Enn engin ákvörðun tekin um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni

Samkeppnisyfirvöld þurfa að samþykkja kaup Síldarvinnslunnar á Vísi. Eftirlitið hefur þegar birt frummat um að Samherji og tengdir aðilar séu mögulega með yfirráð yfir útgerðarrisanum. Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi er að aukast hratt.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Samherji er langstærsti einstaki eigandi hennar.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Samherji er langstærsti einstaki eigandi hennar.
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort ráð­ist verði í form­lega rann­sókn á mögu­legum yfir­ráðum Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­ar­vinnsl­unni og sam­starfi þeirra á milli. 

Eft­ir­litið birti nið­ur­stöðu frum­mats á mál­inu í febr­úar 2021 þar sem nið­ur­staðan var að vís­bend­ingar væru um slíkt yfir­ráð. Í kjöl­farið var kallað eftir frek­ari upp­lýs­ingum og sjón­ar­miðum frá aðilum og fylgst með eign­ar­halds­breyt­ingum sem urðu í tengslum við skrán­ingu Síld­ar­vinnsl­unnar á mark­að, að sögn Páls Gunn­ars Páls­son­ar, for­stjóra Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. „Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um frek­ari form­lega rann­sókn sem þú spyrð um.“

Stærstu eig­endur Síld­­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­son, sem var um tíma annar for­­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­skyld­u­­bönd­um, meðal ann­ars systk­ini hans. Auk þess á Kald­bak­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­ur.

Að mati eft­ir­lits­ins voru veru­­­leg tengsl milli stórra hlut­hafa í Síld­­­ar­vinnsl­unni og þrír af fimm stjórn­­­­­ar­­­mönnum í Síld­­­ar­vinnsl­unni á þeim tíma voru skip­aðir af eða tengdir Sam­herja og Kjálka­­­nesi. Einn þeirra er Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son, for­­­stjóri Sam­herja, sem er stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar.

Skráð á markað en halda enn á meira en helm­ing

Frá því að frummatið var birt í ákvörðun vegna sam­runa dótt­­ur­­fé­lags Síld­­ar­vinnsl­unnar og útgerð­­ar­­fé­lags­ins Bergs hafa þær vend­ingar átt sér stað að Síld­­ar­vinnslan var skráð á mark­að. Það gerð­ist í maí í fyrra.  

Auglýsing
Þá seldu stærstu hlut­haf­­arnir í Síld­­ar­vinnsl­unni 29,3 pró­­sent hlut fyrir 29,7 millj­­arða króna. Mest seldu Sam­herji og Kjálka­­­nes. Hvort félag fyrir sig seldi fyrir 12,2 millj­­arða króna en Snæ­­fugl seldi einnig fyrir um millj­­arð króna. Kjálka­­nes hefur síðan selt enn stærri hlut fyrir um tvo millj­­arða króna og á nú 17,4 pró­­sent eign­­ar­hlut. 

Kjarn­inn greindi frá því fyrir skemmstu að skrán­ing Síld­ar­vinnsl­unnar hefði haft gríð­ar­lega jákvæð áhrif á efna­hag Kjálka­ness, sem átti 25,5 millj­arða króna í eigið fé um síð­ustu ára­mót og greiddi hlut­höfum sínum tvo millj­arða króna í arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs. 

Sam­herji er áfram stærsti eig­andi Síld­­­ar­vinnsl­unnar þrátt fyrir að selja ofan­­­greindan hlut í henni með 32,6 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. Þor­­­steinn Már er enn stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar. Snæ­­fugl á svo 3,8 pró­­sent hlut þannig að þessir þrjú félög, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi vera með yfir­­ráð í Síld­­ar­vinnsl­unni, eiga enn meira en helm­ing alls útgefnis hluta­fjár í Síld­­ar­vinnsl­unni. Aðrir stórir eig­endur eru Sam­vinn­u­­fé­lag útgerð­­ar­­manna á Nes­kaups­stað (10,97 pró­­sent) og Gildi líf­eyr­is­­sjóður (10,2 pró­sent). 

Sam­herji hefur ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2021. 

Síld­ar­vinnslan eyðir tugum millj­arða á einum mán­uði

Á sunnu­dag fékk Sam­keppn­is­eft­ir­litið svo í hend­urnar nýtt verk­efni tengt Síld­ar­vinnsl­unni, þegar til­kynnt var að hún hefði keypt útgerð­ar­fé­lagið Vísi í Grinda­vík á 31 millj­arð króna. Hluti af kaup­verð­inu er greiddur með nýju hlutafé í Síld­ar­vinnsl­unni og því ætti sam­eig­in­legur hlutur Sam­herja, Gjög­urs og og Snæfugls farið niður fyrir helm­ing gangi áformin eft­ir.

Kaupin eru háð sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, því að áreið­an­­leika­könnun skili full­nægj­andi nið­­ur­­stöðu og að hlut­hafa­fundur Síld­­ar­vinnsl­unnar sam­­þykki kaup­in. Í til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands kemur fram að höf­uð­­stöðvar bol­­fisk­vinnslu Síld­­ar­vinnsl­unnar verði í Grinda­vík gangi áformin eft­­ir.

Þetta eru önnur risa­við­­skipti Síld­­ar­vinnsl­unnar á skömmum tíma. Fyrir mán­uði síðan var til­­kynnt um kaup á 34,2 pró­­sent hlut í norska lax­eld­is­­fé­lag­inu Arctic Fish Hold­ing AS fyrir um 13,7 millj­­arða króna. Það félag á allt hlutafé í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu lax­eld­is­­fyr­ir­tækjum á Íslandi og rekur eld­is­­stöðvar á Vest­­fjörðum þar sem félagið er með rúm­­lega 27 þús­und tonna leyfi fyrir eldi í sjó.

Fara yfir lög­­­legt kvóta­­þak

Bæði Síld­­ar­vinnslan og Vísir eru risa­­stór útgerð­­ar­­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða. Það fyrr­­nefnda var skráð á markað í fyrra, velti rúm­­lega 30 millj­­örðum króna á árinu 2021 og hagn­að­ist um ell­efu millj­­arða króna. Því er sá hluti sem Síld­­ar­vinnslan greiðir í reiðufé fyrir Vísi, sex millj­­arðar króna, um 55 pró­­sent af hagn­aði eins árs í rekstri Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. 

Vísir velti um tíu millj­­örðum króna í fyrra og hagn­að­ist um lið­­lega 800 millj­­ónir króna. 

Auglýsing
Verði þessi við­­skipti stað­­fest af hlut­hafa­fundi Síld­­ar­vinnsl­unnar hf. og Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu munu núver­andi fisk­veið­i­­heim­ildir Síld­­ar­vinnsl­unnar fara yfir það tólf pró­­sent hámark sem hver útgerð má sam­­kvæmt lögum halda á af úthlut­uðum kvóta. Vísir hélt á 2,16 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta þegar greint var frá því hvernig hann skipt­ist á milli útgerða í nóv­­em­ber í fyrra. Síld­­ar­vinnslan var þá skráð með 9,41 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Þegar við bæt­ist 1,03 pró­sent kvóti sem Bergur Hug­inn, sem Síld­ar­vinnslan keypti árið 2020, heldur á fer sam­stæðan yfir tólf pró­sent hámark­ið.

Mikil sam­­þjöppun í geir­­anum

Mikil sam­­­­­þjöppun hefur átt sér stað í sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegi á Íslandi á und­an­­­­­förnum ára­tug­um, eftir að fram­­­­­sal kvóta var gefið frjálst og sér­­­­­stak­­­­­lega eftir að heim­ilt var að veð­­­­­setja afla­heim­ildir fyrir banka­lán­um, þótt útgerð­­­­­ar­­­­­fyr­ir­tækin eigi þær ekki í raun heldur þjóð­in. Slík heim­ild var veitt árið 1997. 

Haustið 2020 héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins með sam­an­lagt á 53 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta, en Kjarn­inn greindi frá því í nóv­­em­ber í fyrra að það hlut­­­fall væri komið upp í rúm­­­lega 67 pró­­­sent. Sam­­þjöpp­unin eykst enn við kaup Síld­­ar­vinnsl­unnar á Vísi.

Þessir aðil­­­ar: Síld­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­ur, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur mög­u­­­legt að séu tengd­ir, héldu sam­tals á 22,14 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta í nóv­em­ber í fyrra. Nú bæt­ist 2,16 pró­sent kvóti Vísis við og sam­an­lagður úthlut­aður kvóti til Sam­herja og mögu­legra tengdra aðila fer upp í 24,3 pró­sent, eða næstum fjórð­ung allra úthlut­aðra afla­heim­ilda á Íslandi.

Sam­hliða þess­­­ari þróun hefur hagn­aður sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja auk­ist gríð­­­ar­­­lega. Hagn­aður geirans fyrir skatta og gjöld frá byrjun árs 2009 og út árið 2020 var alls um 665 millj­­­­arðar króna á umræddu tíma­bili, sam­­­kvæmt sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­gagna­grunni Deloitte. Af þeirri upp­­­­hæð fór undir 30 pró­­­­sent til íslenskra rík­­­­is­ins, eig­anda auð­lind­­­­ar­inn­­­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda. En rúm­­­­lega 70 pró­­­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna. Gera má ráð fyrir að hagn­aður geirans hafi verið gríð­­ar­­legur í fyrra og að hann verði mjög mik­ill í ár lík­­a.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent