ESB kynnir leiðir til að minnka losun um 55% á næstu níu árum

Evrópusambandið var í dag fyrst allra hagkerfa til að kynna útfærslur á því hvernig standa ætti við skuldbindingar um boðaðan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum.

Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Auglýsing

Stöðva ætti fram­leiðslu bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti, auk þess sem kolefn­is­skattur ætti að vera settur á inn­fluttar vörur og fleiri fyr­ir­tæki ættu að þurfa að greiða fyrir los­un­ar­heim­ild­ir. Þetta eru á meðal til­lagna sem Evr­ópu­sam­bandið kynnti í dag sem leiðir til að draga hratt úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á næstu árum.

Gæti tekið mán­uði að koma í gegnum þingið

Til­lög­urnar eru alls 13 tals­ins og koma í kjöl­far ákvörð­unar 27 aðild­ar­ríkja sam­bands­ins um að láta los­un­ina á svæð­inu verða 55 pró­sent minni en hún var árið 1990 innan níu ára. Þær eru þó ekki bind­andi, en sam­kvæmt umfjöllun New York Times um málið má búast við að það taki allt að tvö ár fyrir aðild­ar­ríki sam­bands­ins til að koma þeim í gegnum Evr­ópu­þing­ið.

Hins vegar segir evr­ópska efna­hags­hug­veitan Bru­egel að Evr­ópu­sam­bandið sé fyrsta hag­kerfið í heimi sem hafi komið með raun­vöru­legar til­lögur að því hvernig sé hægt að standa við fyrri skuld­bind­ingar um minni losun í fram­tíð­inni.

Auglýsing

Engir nýir bens­ín­bílar eftir 14 ár

Á meðal helstu til­lagn­anna eru áætl­anir um að stöðva fram­leiðslu bíla sem gagna fyrir jarð­efna­elds­neyti fyrir árið 2035, auk þess sem flug­é­lögum verði gert að nota minna jarð­efna­elds­neyti. Einnig er lagt til að bygg­ingar og far­ar­tæki muni þurfa að greiða fyrir los­un­ar­heim­ild­ir, auk þess sem verðið á slíkum heim­ildum verði hærra fyrir ýmsa fram­leiðslu. Fram­kvæmda­stjórnin vill einnig meina skipum sem not­ast ekki við hreina orku­gjafa að koma í höfn hjá aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins.

Til­lög­urnar inni­halda einnig jákvæða hvata til los­un­ar, líkt og upp­bygg­ingu hleðslu­stöðva fyrir bíla um alla álf­una, en hingað til hafa flestar þeirra verið stað­settar í Þýska­landi, Frakk­landi og Hollandi. Einnig mun sam­bandið stofna sjóð sem aðild­ar­ríkin geta notað til þess að bæta heim­ilum og litlum fyr­ir­tækjum það fjár­tjón sem hlýst af vax­andi kolefn­is­sköttum og þeim tak­mörk­unum sem settar verða á til að ná niður los­un.

Kolefn­is­skattur á inn­fluttum vörum

Eitt af umdeild­ustu til­lög­unum er hins vegar álagn­ing kolefn­is­skatta á inn­fluttar vör­ur, sem Evr­ópu­sam­bandið segir vera nauð­syn­legt til að gæta jafn­ræðis milli inn­lendra og erlendra fram­leið­enda. Sam­kvæmt minn­is­blaði sem lak út frá fram­kvæmda­stjórn­inni í síð­asta mán­uði er lík­legt að skatt­lagn­ingin nái til fram­leiðslu á stáli, sem­enti, járni og áburði.

Slík skatt­lagn­ing hefur mætt mik­illi and­stöðu frá Kína og Ind­landi og sam­kvæmt umfjöllun New York Times um málið er ekki mik­ill stuðn­ingur fyrir henni í Japan held­ur. Hins vegar er óvíst hvernig við­brögðin verða hjá yfir­völdum í Banda­ríkj­unum við þessar til­lög­ur, þar sem þau vilja vernda stálfram­leiðslu þar í landi en hafa samt gefið út að þau vilja vinna náið með Evr­ópu­sam­band­inu í umhverf­is­málum

Ekk­ert jóga­stúdíó

Stefnu­mót­un­ar­pakk­inn sem inni­hélt þessar til­lögur hefur fengið á sig nokkra gagn­rýni fyrir nafnið sitt, „Fit for 55“. Steven Erlanger, blaða­maður New York Times, sagði nafnið passa betur fyrir jóga­stúdíó í úthverfum og Dave Clark, frétta­stjóri AFP í Brus­sel líkti það við stefnu­móta­for­rit fyrir mið­aldra fólk.

Í umfjöllun Polit­ico um málið var haft eftir hátt settum emb­ætt­is­manni fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins að engin sér­stök ástæði hafi verið að baki nafn­gift­inni og að engin dýpri merk­ing lægi í henni. Hins vegar sagði hann að mark­aðs­setn­ing fram­kvæmda­stjórn­ar­innar liði oft fyrir það að of margir kæmu að henni.

Segir pakk­ann ekki ganga nógu langt

Pakk­inn hefur einnig mætt gagn­rýni fyrir að ganga ekki nógu langt í áætl­unum sín­um. Lofts­lags­að­gerð­ar­sinnin Greta Thun­berg sagði í Twitt­er-­færslu, sem sjá má hér að ofan, að með­al­hita­stig á jörð­inni myndi óhjá­kvæmi­lega hækka um meira en eina og hálfa gráðu ef til­lög­urnar yrðu sam­þykktar í núver­andi mynd. Sam­kvæmt Gretu er þetta ekki skoðun henn­ar, heldur vís­inda­leg stað­reynd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent