Eygló Harðadóttir telur að húsnæðisfrumvörpin nái í gegn og verði hluti af lausn kjaradeilna

16828751532_f775e49c59_z.jpg
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, er enn bjart­sýn á að tvö hús­næð­is­frum­vörp henn­ar, sem setið hafa föst í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í sex vik­ur, muni koma fram, að sam­staða muni nást um þau og að frum­vörpin fái braut­ar­gengi. Hún telur einnig að frum­vörpin tvö geti orðið „mik­il­vægur hluti“ af lausn þeirrar hörðu kjara­deilu sem nú geisar á vinnu­mark­aði. Þetta kom fram í við­tali við hana í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í dag.

Hefur ekki heyrt frá Bjarna and­stöðu við frum­vörpinFrum­vörp­in, sem snú­ast ann­ars vegar um breyt­ingar á hús­næð­is­bóta­kerf­inu og hins vegar um stofn­fram­lög til leigu­fé­laga, áttu upp­haf­lega að koma fram á haust­þingi. Þegar ljóst varð að svo yrði ekki átti frum­varp um hús­næð­is­bætur að koma fram ekki síðar en 27. febr­úar og frum­varp til laga um hús­næð­is­mál, um stofn­fram­lög til leigu­fé­laga, eigi síðar en 26. mars, sem var síð­asti dagur til að leggja fram mál á Alþingi. Tvö önnur frum­vörp Eyglóar um hús­næð­is­mál, frum­varp um hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög og um breyt­ingar á húsa­leigu­lög­um, áttu einnig að vera komin fram fyrir þennan frest en það náð­ist ekki. Þau frum­vörp eru komin inn í þingið með afbrigðum og umræða um húsa­leigu­lög hófst í lok síð­asta mán­að­ar.

Nú eru ein­ungis níu þingdagar eftir og tím­inn til að leggja fram frum­vörp með afbrigðum orðin ansi knapp­ur. Eygló sagði á Sprengisandi að það hafi tekið tvö ár að vinna frum­vörp­in. Þegar hún hafi tekið við lyklunum í ráðu­neyt­inu, sem Sam­fylk­ingin hefði stýrt í mörg ár á und­an, hafi ekki einu sinni verið til drög að frum­vörpum um breyt­ingar á hús­næð­is­kerf­inu. Hún sagði ekk­ert óeðli­legt að það taki fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sex vikur að meta og reikna út hver áhrifin af frum­vörp­un­um. Hún hafi ekki heyrt frá Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að and­staða væri við frum­vörpin innan ráðu­neytis hans.

Orku­bit­arnir virk­uðu ekkiLíkt og áður sagði eru um sex vikur síðan að frum­vörpin tvö voru send til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í kostn­að­ar­mat. Upp­haf­lega var von­að­ist Eygló til þess að því mati myndi ljúka skömmu eftir páska en af því varð ekki. Þann 7. apríl síð­ast­lið­inn sendi hún starfs­fólki fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins kveðju á Face­book. Með kveðj­unni, sem var sett fram í korti, fylgdi haugur af orku­bit­um.

 

Auglýsing

eyglofacebook

Í kort­inu var starfs­fólk á skrif­stofu opin­berra fjár­mála hvatt til að klára kostn­að­ar­mat á frum­vörpum hennar um upp­bygg­ingu félags­legs leigu­hús­næðis og um aukin hús­næð­is­stuðn­ing fyrir leigj­end­ur. „Von­andi munu þessir orku­bitar hjálpa ykkur við að meta áhrifin á rík­is­sjóð og þjóð­ar­bú­skap­inn að hjálpa þeim allra fátæk­ustu að fá öruggt húsa­skjól“. Þessi hvatn­ing virð­ist ekki hafa skilað miklu því í dag, rúmum mán­uði síð­ar, er mati á kostn­aði frum­varpana enn ekki lok­ið.

Mik­il­vægt inn­legg í kjara­deilurÍ við­tal­inu við Sprengisand sagði Eygló að frum­vörp hennar gætu orðið mik­il­vægt inn­legg í þær hörðu kjara­deilur sem nú geisa á vinnu­mark­aði. „Ég held að þau geti verið mjög mik­il­vægur hluti af lausn­inn­i,“ sagði Eygló.

Hún greindi einnig frá því að rík­is­stjórnin hefði átt í sam­ráði og sam­tali við deilu­að­ila þar sem mögu­legar skatt­kerf­is­breyt­ingar og breyt­ingar á hús­næð­is­málum hafi verið kynntar fyrir þeim sem inn­legg í kjara­deil­urn­ar. Hins vegar hafi ekki verið lagt fram neitt form­legt til­boð.

Ekk­ert hafi verið rætt um það að setja lög á verk­föll innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að sögn Eygló­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None