Eygló Harðadóttir telur að húsnæðisfrumvörpin nái í gegn og verði hluti af lausn kjaradeilna

16828751532_f775e49c59_z.jpg
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, er enn bjart­sýn á að tvö hús­næð­is­frum­vörp henn­ar, sem setið hafa föst í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í sex vik­ur, muni koma fram, að sam­staða muni nást um þau og að frum­vörpin fái braut­ar­gengi. Hún telur einnig að frum­vörpin tvö geti orðið „mik­il­vægur hluti“ af lausn þeirrar hörðu kjara­deilu sem nú geisar á vinnu­mark­aði. Þetta kom fram í við­tali við hana í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í dag.

Hefur ekki heyrt frá Bjarna and­stöðu við frum­vörpinFrum­vörp­in, sem snú­ast ann­ars vegar um breyt­ingar á hús­næð­is­bóta­kerf­inu og hins vegar um stofn­fram­lög til leigu­fé­laga, áttu upp­haf­lega að koma fram á haust­þingi. Þegar ljóst varð að svo yrði ekki átti frum­varp um hús­næð­is­bætur að koma fram ekki síðar en 27. febr­úar og frum­varp til laga um hús­næð­is­mál, um stofn­fram­lög til leigu­fé­laga, eigi síðar en 26. mars, sem var síð­asti dagur til að leggja fram mál á Alþingi. Tvö önnur frum­vörp Eyglóar um hús­næð­is­mál, frum­varp um hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög og um breyt­ingar á húsa­leigu­lög­um, áttu einnig að vera komin fram fyrir þennan frest en það náð­ist ekki. Þau frum­vörp eru komin inn í þingið með afbrigðum og umræða um húsa­leigu­lög hófst í lok síð­asta mán­að­ar.

Nú eru ein­ungis níu þingdagar eftir og tím­inn til að leggja fram frum­vörp með afbrigðum orðin ansi knapp­ur. Eygló sagði á Sprengisandi að það hafi tekið tvö ár að vinna frum­vörp­in. Þegar hún hafi tekið við lyklunum í ráðu­neyt­inu, sem Sam­fylk­ingin hefði stýrt í mörg ár á und­an, hafi ekki einu sinni verið til drög að frum­vörpum um breyt­ingar á hús­næð­is­kerf­inu. Hún sagði ekk­ert óeðli­legt að það taki fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sex vikur að meta og reikna út hver áhrifin af frum­vörp­un­um. Hún hafi ekki heyrt frá Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að and­staða væri við frum­vörpin innan ráðu­neytis hans.

Orku­bit­arnir virk­uðu ekkiLíkt og áður sagði eru um sex vikur síðan að frum­vörpin tvö voru send til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í kostn­að­ar­mat. Upp­haf­lega var von­að­ist Eygló til þess að því mati myndi ljúka skömmu eftir páska en af því varð ekki. Þann 7. apríl síð­ast­lið­inn sendi hún starfs­fólki fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins kveðju á Face­book. Með kveðj­unni, sem var sett fram í korti, fylgdi haugur af orku­bit­um.

 

Auglýsing

eyglofacebook

Í kort­inu var starfs­fólk á skrif­stofu opin­berra fjár­mála hvatt til að klára kostn­að­ar­mat á frum­vörpum hennar um upp­bygg­ingu félags­legs leigu­hús­næðis og um aukin hús­næð­is­stuðn­ing fyrir leigj­end­ur. „Von­andi munu þessir orku­bitar hjálpa ykkur við að meta áhrifin á rík­is­sjóð og þjóð­ar­bú­skap­inn að hjálpa þeim allra fátæk­ustu að fá öruggt húsa­skjól“. Þessi hvatn­ing virð­ist ekki hafa skilað miklu því í dag, rúmum mán­uði síð­ar, er mati á kostn­aði frum­varpana enn ekki lok­ið.

Mik­il­vægt inn­legg í kjara­deilurÍ við­tal­inu við Sprengisand sagði Eygló að frum­vörp hennar gætu orðið mik­il­vægt inn­legg í þær hörðu kjara­deilur sem nú geisa á vinnu­mark­aði. „Ég held að þau geti verið mjög mik­il­vægur hluti af lausn­inn­i,“ sagði Eygló.

Hún greindi einnig frá því að rík­is­stjórnin hefði átt í sam­ráði og sam­tali við deilu­að­ila þar sem mögu­legar skatt­kerf­is­breyt­ingar og breyt­ingar á hús­næð­is­málum hafi verið kynntar fyrir þeim sem inn­legg í kjara­deil­urn­ar. Hins vegar hafi ekki verið lagt fram neitt form­legt til­boð.

Ekk­ert hafi verið rætt um það að setja lög á verk­föll innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að sögn Eygló­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None