Vísitala leiguverðs, sem Þjóðskrá tekur saman, hækkaði um 7,5 prósent á árinu 2014. Á sama tíma hefur vísitala fasteignaverðs hækkað um 9,6 prósent, en í desember síðastliðnum hækkaði fasteignaverðsvísitalan um tvö prósent.
Fasteignaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri, eftir mikla lægð allt frá því í byrjun árs 2008. Spár greinenda gera ráð fyrir mikilli hækkun fasteignaverðs á næstunni. Samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbanka Íslands, er gert ráð fyrir því að fasteignaverð hækki um 24 prósent á næstu þremur árum. Samkvæmt spánni hækkar verð um 9,5 prósent á þessu ári, 6,5 prósent á næsta ári og 6,2 prósent árið 2017. Samkvæmt þessari spá mun íbúð sem í dag er metin á 30 milljónir, vera metin á 37,2 milljónir í lok árs 2017.
Eftirfarandi tafla sýnir meðalleiguverð á hvern fermetra í desember 2014 fyrir mismunandi stærðir íbúða og staðsetningu, samkvæmt Þjóðskrá.
Stúdíó íbúð | 2 herbergja | 3 herbergja | 4-5 herbergja | |
---|---|---|---|---|
Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes | 2899 | 2335 | 1975 | 1754 |
Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar | 2714 | 1981 | 1990 | 1812 |
Kópavogur | - | 2180 | 1635 | 1370 |
Garðabær og Hafnarfjörður | - | 1984 | 1719 | 1579 |
Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur | 2959 | 1982 | 1804 | 1631 |
Breiðholt | - | 2029 | 1968 | 1549 |
Kjalarnes og Mosfellsbær | - | 1861 | - | 1471 |
Suðurnes | - | 1363 | 1268 | 984 |
Vesturland | - | 1407 | 1064 | 938 |
Vestfirðir | - | - | - | - |
Norðurland nema Akureyri | - | - | 1145 | - |
Akureyri | - | 1617 | 1377 | 1181 |
Austurland | - | 1233 | 1223 | 1069 |
Suðurland | - | 1285 | 1175 | 1046 |