Ferðaþjónustan alls ekki einróma um hvernig best sé að nýta hálendið

Um 45 prósent svarenda í nýrri rannsókn á sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu hálendisins voru andvígir stofnun hálendisþjóðgarðs en um 40 prósent studdu hana. Þeir sem nýta hálendið í starfsemi sinni voru neikvæðari gagnvart fyrirhuguðum garði en aðrir.

Víðerni og lítt spillt náttúra eru mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustuna og er því spáð að verðmæti slíks umhverfis eigi eftir að aukast á næstu áratugum.
Víðerni og lítt spillt náttúra eru mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustuna og er því spáð að verðmæti slíks umhverfis eigi eftir að aukast á næstu áratugum.
Auglýsing

Af nýrri rann­sókn á sýn ferða­þjón­ust­unnar til nýt­ingar hálend­is­ins „má vera ljóst að ferða­þjón­ustan er alls ekki ein­róma varð­andi það hvernig best er að nýta mið­há­lend­ið,“ segja höf­undar í sam­an­tekt á nið­ur­stöð­um. „Má ætla að sjón­ar­miðin stjórn­ist meðal ann­ars af tíð­ar­and­anum og þeirri orð­ræðu sem er í gangi í þjóð­fé­lag­inu, sem og ólíkri nátt­úru­sýn fólks almennt og hug­myndum um hvort eigi að nýta nátt­úr­una af hóf­semd eða af áfergju. Almennt má þó segja að ferða­þjón­ustan telji mið­há­lendið mik­il­væga auð­lind fyrir grein­ina og til að svo verði áfram verði að nýta það og byggja þar upp inn­viði af hóf­semd, virð­ingu og skyn­sem­i.“

Aðal­höf­undur rann­sókn­ar­innar er Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir, pró­fessor í ferða­mála­fræði við Háskóla Íslands og það er land- og ferða­mála­fræði­stofa líf- og umhverf­is­vís­inda­deildar Háskóla Íslands sem gefur hana út. Rann­sóknin var styrkt af umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu og verk­efna­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar.

Auglýsing

Mark­mið rann­sókn­ar­innar var að varpa ljósi á sýn ferða­þjón­ust­unnar á nýt­ingu mið­há­lend­is­ins. Ann­ars vegar var gerð net­könnun meðal allra ferða­skrif­stofa og ferða­sala dags­ferða hér á landi sem eru með leyfi frá Ferða­mála­stofu og feng­ust svör frá 382 aðilum sem er um 40 pró­sent svar­hlut­fall. Hins vegar voru tekin við­töl við 47 manns sem starfa hjá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum víðs vegar um land­ið. Af þeim sem tóku þátt í net­könn­un­inni störf­uðu 59 pró­sent hjá fyr­ir­tækjum sem skipu­lögðu ferðir á mið­há­lend­inu og algeng­ast var að þeir byðu upp á jeppa­ferð­ir.

Nið­ur­stöð­urnar sýndu að flestir ferða­þjón­ustu­að­il­ar, jafn­vel þeir sem bjóða ekki upp á ferðir á hálend­inu, töldu mið­há­lendið hafa mikið aðdrátt­ar­afl fyrir við­skipta­vini sína. Aðdrátt­ar­aflið var fyrst og fremst talið fel­ast í nátt­úru­legu yfir­bragði svæð­is­ins, ósnort­inni nátt­úru, víð­ern­um, tak­mörk­uðum mann­virkjum og fámenni. Jafn­framt kom fram að margir töldu mið­há­lendið ekki eiga að vera fyrir hvaða ferða­menn sem er heldur sé það meira „spari“ (exclusi­ve) áfanga­staður fyrir þá sem gera miklar kröfur til umhverf­is­ins og eru til­búnir til að leggja á sig að ferð­ast um erf­iða vegi og sætta sig við tak­mark­aða þjón­ustu. Meiri­hluti svar­enda net­könn­un­ar­innar taldi einnig að hálendið væri mik­il­vægt fyrir íslenska ferða­þjón­ustu og að gildi þess myndi aukast enn frekar á næstu árum. Könn­unin leiddi jafn­framt í ljós að suð­ur­hluti mið­há­lend­is­ins, sér í lagi Land­manna­laugar og Þórs­mörk, er mest nýttur af fyr­ir­tækj­unum en einnig eru Kerl­ing­ar­fjöll, Lang­jök­ull, Askja og Vatna­jök­ull mikið nýtt.

Öfærufoss. Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Almennt töldu svar­endur að upp­bygg­ing inn­viða á mið­há­lend­inu ætti að vera hóf­leg og í sátt við nátt­úr­una. Við­mæl­endum fannst mik­il­væg­ast að fjölga sal­ernum og merktum göngu­leið­um, sér­stak­lega á fjöl­sóttum ferða­manna­stöð­um. Rúm­lega 60 pró­sentum þótti æski­legt að fjölga fjalla­skál­um. Um helm­ingur taldi núver­andi fjölda gesta­stofa, veit­inga­sölu og hót­ela á mið­há­lend­inu við­eig­andi. Um 20 pró­sent töldu að fjölga mætti hót­elum á hálend­inu. Aftur á móti taldi fjórð­ungur að hótel á mið­há­lend­inu ættu að vera færri en nú er.

Í sér­stökum hluta net­könn­un­ar­innar voru svar­endur beðnir um að til­greina hvort eða hvaða ein­stök svæði innan hálend­is­ins þyrftu á frek­ari innviðum að halda. Þátt­tak­endur voru almennt þeirrar skoð­unar að inn­viðir á mið­há­lend­inu ættu að vera tak­mark­aðir og ein­fald­ir. Fyrst og fremst var talið að bæta þyrfti inn­viði á vin­sælum ferða­manna­stöðum og voru Hvera­vell­ir, Askja, Land­manna­laug­ar, Þjórs­ár­dal­ur, Sprengi­sandur og Lónsör­æfi sér­stak­lega nefnd.

Vondir vegir skapa óbyggð­ar­upp­lifun

Um helm­ingur svar­enda taldi mik­il­vægt að vegir á hálend­inu fengju betra við­hald. Um þriðj­ungur taldi að Kjal­vegur og Sprengisands­leið ættu að vera í núver­andi ástandi og tæpur helm­ingur taldi æski­legt að Fjalla­baks­leið og aðrir vegir á mið­há­lend­inu væru áfram eins og þeir eru. Fáir vilja upp­byggða vegi eða bundið slit­lag á hálend­inu. Var það ann­ars vegar vegna þess að „vondir veg­ir“ sköp­uðu hluta af óbyggða­upp­lifun­inni sem ferða­menn eru að sækj­ast eftir og hins vegar vegna þess að vondir vegir tak­marka þann fjölda sem kemur inn á svæð­ið. Tæp 60 pró­sent töldu jafn­framt mik­il­vægt að tak­marka umferð ferða­manna um mið­há­lendið en skiptar skoð­anir voru með hvaða hætti það ætti að gera.

Auglýsing

Um helm­ingur svar­enda taldi að núver­andi virkj­anir á hálend­inu hefðu haft bæði jákvæð og nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ust­una. Jákvæðu áhrifin væru bætt aðgengi að svæðum vegna nýrra eða bættra vega sem gerðu ferða­lög að þeim auð­veld­ari en áður. Nei­kvæðu áhrifin væru hins vegar þau að mann­virkin dragi úr aðdrátt­ar­afli svæða og geti því haft nei­kvæð áhrif á upp­lifun ferða­manna.

Almennt töldu við­mæl­endur að frek­ari virkj­anir hér á landi ætti heldur að reisa á lág­lendi en á hálend­inu.

Vilja vera með í ráðum

Nið­ur­stöður net­könn­un­ar­innar leiddu í ljós að mörgum ferða­þjón­ustu­að­il­um, eða um 80 pró­sent, fyrst og fremst þeim sem nýta mið­há­lendið í starf­semi sinni, fannst mik­il­vægt að vera hafðir með í ráðum um skipu­lag og stjórnun svæð­is­ins til fram­tíð­ar. Skiptar skoð­anir séu meðal ferða­þjón­ust­unnar um til­lögur stjórn­valda um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs þar eð um 45 pró­sent svar­enda net­könn­unar voru and­vígir til­lög­unni en um 40 pró­sent studdu hana. Þeir sem nýta mið­há­lendið í starf­semi sinni voru nei­kvæð­ari í garð til­lög­unnar en þeir sem nýta það ekki. Ýmis atriði mót­uðu afstöðu þátt­tak­enda til mið­há­lend­is­þjóð­garðs, sér­stak­lega hvernig upp­bygg­ingu inn­viða yrði hátt­að, hvort aðgangur að mið­há­lend­inu yrði að ein­hverju leyti tak­mark­aður og hver færi með skipu­lags­vald­ið.

Einnig kom skýrt fram að svar­endur þekktu mis­vel til til­lög­unnar og voru uppi ýmsar hug­myndir um hvaða áhrif þjóð­garð­ur­inn myndi hafa á íslenska ferða­þjón­ustu, hug­myndir sem oft stöng­uð­ust á. Til að mynda töldu sumir að stofnun þjóð­garðs­ins myndi leiða til þess að aðgangur að hálend­inu yrði heftur en aðrir töldu aftur á móti að hann myndi batna. „Ljóst er því að skýra má betur fyrir ferða­þjón­ust­unni hvaða afleið­ingar stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs myndi raun­veru­lega hafa á það hvernig greinin getur nýtt svæðið fyrir starf­semi sína,“ segir í sam­an­tekt rann­sak­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent