Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin styður ekki bólusetningarvegabréf að svo stöddu

Vegna óvissu um hvort bólusettir geti borið með sér veiruna og jafnræðissjónarmiða styður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki áform um að gera bólusetningu að skyldu fyrir ferðalögum á milli ríkja.

Flugvöllur
Auglýsing

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) styður ekki að gerð verði krafa um bólu­setn­ing­ar­vott­orð, svokölluð bólu­setn­ing­ar­vega­bréf, til þess að fólk megi ferð­ast landa á milli, að minnsta kosti þessa stund­ina.

Sú ákvörðun byggir á því að enn óvíst sé hvort bólu­setn­ing komi í veg fyrir að veiran ber­ist með fólki, auk jafn­ræð­is­sjón­ar­miða, en ýmsar spurn­ingar vakni ef úti­loka eigi þá sem af ein­hverjum orsökum geta ekki þegið bólu­setn­ingu frá því að ferð­ast. Fjallað er um þetta á vef Reuters og vísað til svara tals­konu stofn­un­ar­inn­ar, Marg­aret Harris, á blaða­manna­fundi á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Reglu­verk um bólu­setn­ing­ar­vega­bréf, eða raf­ræn vott­orð um bólu­setn­ingu sem á að vera hand­hægt að fram­vísa til þess að fá að ferð­ast eða nota þjón­ustu, er þó víða í smíð­um. Evr­ópu­sam­bandið hefur þegar kynnt til sög­unnar áætlun um sam­ræmd raf­ræn skír­teini sem eiga að sýna fram á að fólk hafi ýmist verið bólu­sett, fengið nýlegt nei­kvætt PCR-­próf eða náð sér eftir að hafa sýkst af COVID-19.

Auglýsing

Eft­ir­lits­stofn­anir ESB á sviði per­sónu­verndar hafa þóvarað við því að heil­brigð­is­gögnum verði safnað saman á þennan máta. Tryggja þurfi að laga­grund­völlur sé fyrir áætl­unum Evr­ópu­sam­bands­ins í hverju og einu aðild­ar­ríki. Einnig þurfi að tryggja að ef af þess­ari gagna­söfnun verði þurfi sömu­leiðis að passa að hún verði ein­ungis tíma­bundin og hætti þegar far­aldr­inum ljúki.

Þá hafa hin ýmsu ríki kynnt til sög­unnar eins­konar bólu­setn­ing­arpassa sem nota má inn­an­lands til þess að fá aðgang að þjón­ustu. Smám saman er að verða tví­skiptur heimur þeirra sem geta sýnt fram á ónæmi og ann­arra.

Í Bret­landi er til dæmis verið að smíða tækni­lausn sem mætti nota til þess að gera fjölda­sam­komur af ýmsu tagi mögu­legar á ný. Úrslita­leik­ur­inn í ensku bik­ar­keppn­inni í fót­bolta í vor verður til dæmis vett­vangur fyrir til­rauna­starf­semi af þessu tagi, en til stendur að hleypa bólu­settum áhorf­endum eða þeim geta fært sönnur á ónæmi með öðrum hætti á leik­inn.

Danir hafa einnig kynnt til sög­unnar raf­rænan kór­ónupassa, sem tók gildi í dag. Hann gerir bólu­sett­um, þeim sem hafa smit­ast af veirunni á síð­ustu 2-12 vikum og þeim sem eru með nei­kvætt PCR-­próf sem er minna en 72 tíma gam­alt að sækja sér þjón­ustu sem ekki hefur verið í boði und­an­farnar vik­ur, eins og til dæmis hár­greiðslu­stof­ur.

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin ætlar þó sem sakir standa ekki að styðja við áætl­anir sem gera bólu­setn­ingu að kröfu varð­andi ferða­lög á milli landa og því ekki lík­legt að stofn­unin muni á næst­unni koma að því að setja upp eitt­hvert reglu­verk um slíkt kerfi bólu­setn­ing­ar­vega­bréfa á alþjóða­vísu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent