Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin styður ekki bólusetningarvegabréf að svo stöddu

Vegna óvissu um hvort bólusettir geti borið með sér veiruna og jafnræðissjónarmiða styður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ekki áform um að gera bólusetningu að skyldu fyrir ferðalögum á milli ríkja.

Flugvöllur
Auglýsing

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) styður ekki að gerð verði krafa um bólusetningarvottorð, svokölluð bólusetningarvegabréf, til þess að fólk megi ferðast landa á milli, að minnsta kosti þessa stundina.

Sú ákvörðun byggir á því að enn óvíst sé hvort bólusetning komi í veg fyrir að veiran berist með fólki, auk jafnræðissjónarmiða, en ýmsar spurningar vakni ef útiloka eigi þá sem af einhverjum orsökum geta ekki þegið bólusetningu frá því að ferðast. Fjallað er um þetta á vef Reuters og vísað til svara talskonu stofnunarinnar, Margaret Harris, á blaðamannafundi á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Regluverk um bólusetningarvegabréf, eða rafræn vottorð um bólusetningu sem á að vera handhægt að framvísa til þess að fá að ferðast eða nota þjónustu, er þó víða í smíðum. Evrópusambandið hefur þegar kynnt til sögunnar áætlun um samræmd rafræn skírteini sem eiga að sýna fram á að fólk hafi ýmist verið bólusett, fengið nýlegt neikvætt PCR-próf eða náð sér eftir að hafa sýkst af COVID-19.

Auglýsing

Eftirlitsstofnanir ESB á sviði persónuverndar hafa þóvarað við því að heilbrigðisgögnum verði safnað saman á þennan máta. Tryggja þurfi að lagagrundvöllur sé fyrir áætlunum Evrópusambandsins í hverju og einu aðildarríki. Einnig þurfi að tryggja að ef af þessari gagnasöfnun verði þurfi sömuleiðis að passa að hún verði einungis tímabundin og hætti þegar faraldrinum ljúki.

Þá hafa hin ýmsu ríki kynnt til sögunnar einskonar bólusetningarpassa sem nota má innanlands til þess að fá aðgang að þjónustu. Smám saman er að verða tvískiptur heimur þeirra sem geta sýnt fram á ónæmi og annarra.

Í Bretlandi er til dæmis verið að smíða tæknilausn sem mætti nota til þess að gera fjöldasamkomur af ýmsu tagi mögulegar á ný. Úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni í fótbolta í vor verður til dæmis vettvangur fyrir tilraunastarfsemi af þessu tagi, en til stendur að hleypa bólusettum áhorfendum eða þeim geta fært sönnur á ónæmi með öðrum hætti á leikinn.

Danir hafa einnig kynnt til sögunnar rafrænan kórónupassa, sem tók gildi í dag. Hann gerir bólusettum, þeim sem hafa smitast af veirunni á síðustu 2-12 vikum og þeim sem eru með neikvætt PCR-próf sem er minna en 72 tíma gamalt að sækja sér þjónustu sem ekki hefur verið í boði undanfarnar vikur, eins og til dæmis hárgreiðslustofur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætlar þó sem sakir standa ekki að styðja við áætlanir sem gera bólusetningu að kröfu varðandi ferðalög á milli landa og því ekki líklegt að stofnunin muni á næstunni koma að því að setja upp eitthvert regluverk um slíkt kerfi bólusetningarvegabréfa á alþjóðavísu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent