Næstum helmingur tekjuhæstu kjósendanna styðja Sjálfstæðisflokk eða Viðreisn

Mikill munur er á stuðningi tekjuhópa við stjórnmálaöfl. Píratar eru vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar og sósíalistar eru líka sterkir þar.

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn er langvinsælasti stjórnmálaflokkur landsins hjá þeim landsmönnum þar sem heimilistekjur eru yfir 1.200 þúsund krónur á mánuði. Hjá þeim hópi segjast 30,5 prósent að þeir myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist rúmlega tvisvar sinnum stærri hjá þessum tekjuhæsta hópi samfélagsins en næst vinsælasti valkosturinn, sem er Samfylkingin sem nýtur 14,6 prósent fylgi hjá hópnum. Fylgi Samfylkingarinnar hjá þeim sem eru með heimilistekjur yfir 1.200 þúsund krónur á mánuði er það sama og heildarfylgi flokksins mælist sem á meðan að vinsældir Sjálfstæðisflokksins hjá efsta tekjuhópnum eru um 33 prósent yfir heildarfylgi flokksins. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölum sem Kjarninn hefur fengið hjá MMR og sýna meðaltal síðustu þriggja kannana fyrirtækisins á fylgi flokka, sem gerðar voru frá 30. desember 2020 til 10. mars 2021. 

Auglýsing
Fylgi Viðreisnar er einnig umtalsvert meira hjá efsta tekjuhópnum en almennt. Alls segjast 14,1 prósent kjósenda sem afla 1.200 þúsund krónur eða meira á mánuði í heimilistekjur að þeir myndu kjósa þann flokk, en heildarfylgi hans mælist 9,6 prósent. Það þýðir að vinsældir Viðreisnar eru 47 prósent meiri hjá efsta tekjuhópnum en heilt yfir. 

Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar hjá þessum tekjuhópi mælist 44,6 prósent. Til samanburðar mælist heildarfylgi þeirra samanlagt 32,6 prósent.

Píratar og sósíalistar sterkir hjá tekjulágum

Vinstri græn, Píratar og Miðflokkur sigla nokkuð lygnan sjó hjá þeim sem eru með mest á milli handanna og fylgi þeirra þar er svipað því sem mælist þegar öllum tekjuhópum er blandað saman. 

Framsóknarflokkurinn er mun óvinsælli hjá tekjuhæsta hópnum en heilt yfir og mælist með 7,6 prósent fylgi innan ahans. Það kemur svo lítið á óvart að Sósíalistaflokkur Íslands mælist með helming heildarfylgis hjá þeim sem eru með 1.200 þúsund krónur eða meira í heimilistekjur, eða 2,1 prósent, og Flokkur fólksins er enn óvinsælli hjá tekjuhæstu landsmönnunum með 1,4 prósent fylgi. 

Þegar lægsti tekjuhópurinn, sá sem er með undir 400 þúsund krónur á mánuði, er skoðaður kemur í ljós að Píratar mælast stærsti allra flokka þar með 16,1 prósent stuðning. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn mælast öll nær jafn stór (13,5 til 13,6 prósent). Sjálfstæðisflokkurinn mælist lengst allra flokka frá heildarfylgi hjá tekjulægsta hópnum, en hann nýtur 40 prósent minni vinsælda hjá tekjulágum en heilt yfir. Þegar stuðningur við flokkinn hjá tekjulægsta hópnum annars vegar og þeim tekjuhæsta hins vegar er borinn saman er munurinn meira en 100 prósent. 

Viðreisn og Miðflokkur mælast báðir með stuðning undir heildarfylgi hjá tekjulægsta hópnum en þar njóta bæði Sósíalistaflokkur Íslands (9,5 prósent) og  Flokkur fólksins (8,0 prósent) mun meira fylgis en heilt yfir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent