Næstum helmingur tekjuhæstu kjósendanna styðja Sjálfstæðisflokk eða Viðreisn

Mikill munur er á stuðningi tekjuhópa við stjórnmálaöfl. Píratar eru vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar og sósíalistar eru líka sterkir þar.

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn er langvinsælasti stjórnmálaflokkur landsins hjá þeim landsmönnum þar sem heimilistekjur eru yfir 1.200 þúsund krónur á mánuði. Hjá þeim hópi segjast 30,5 prósent að þeir myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist rúmlega tvisvar sinnum stærri hjá þessum tekjuhæsta hópi samfélagsins en næst vinsælasti valkosturinn, sem er Samfylkingin sem nýtur 14,6 prósent fylgi hjá hópnum. Fylgi Samfylkingarinnar hjá þeim sem eru með heimilistekjur yfir 1.200 þúsund krónur á mánuði er það sama og heildarfylgi flokksins mælist sem á meðan að vinsældir Sjálfstæðisflokksins hjá efsta tekjuhópnum eru um 33 prósent yfir heildarfylgi flokksins. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölum sem Kjarninn hefur fengið hjá MMR og sýna meðaltal síðustu þriggja kannana fyrirtækisins á fylgi flokka, sem gerðar voru frá 30. desember 2020 til 10. mars 2021. 

Auglýsing
Fylgi Viðreisnar er einnig umtalsvert meira hjá efsta tekjuhópnum en almennt. Alls segjast 14,1 prósent kjósenda sem afla 1.200 þúsund krónur eða meira á mánuði í heimilistekjur að þeir myndu kjósa þann flokk, en heildarfylgi hans mælist 9,6 prósent. Það þýðir að vinsældir Viðreisnar eru 47 prósent meiri hjá efsta tekjuhópnum en heilt yfir. 

Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar hjá þessum tekjuhópi mælist 44,6 prósent. Til samanburðar mælist heildarfylgi þeirra samanlagt 32,6 prósent.

Píratar og sósíalistar sterkir hjá tekjulágum

Vinstri græn, Píratar og Miðflokkur sigla nokkuð lygnan sjó hjá þeim sem eru með mest á milli handanna og fylgi þeirra þar er svipað því sem mælist þegar öllum tekjuhópum er blandað saman. 

Framsóknarflokkurinn er mun óvinsælli hjá tekjuhæsta hópnum en heilt yfir og mælist með 7,6 prósent fylgi innan ahans. Það kemur svo lítið á óvart að Sósíalistaflokkur Íslands mælist með helming heildarfylgis hjá þeim sem eru með 1.200 þúsund krónur eða meira í heimilistekjur, eða 2,1 prósent, og Flokkur fólksins er enn óvinsælli hjá tekjuhæstu landsmönnunum með 1,4 prósent fylgi. 

Þegar lægsti tekjuhópurinn, sá sem er með undir 400 þúsund krónur á mánuði, er skoðaður kemur í ljós að Píratar mælast stærsti allra flokka þar með 16,1 prósent stuðning. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn mælast öll nær jafn stór (13,5 til 13,6 prósent). Sjálfstæðisflokkurinn mælist lengst allra flokka frá heildarfylgi hjá tekjulægsta hópnum, en hann nýtur 40 prósent minni vinsælda hjá tekjulágum en heilt yfir. Þegar stuðningur við flokkinn hjá tekjulægsta hópnum annars vegar og þeim tekjuhæsta hins vegar er borinn saman er munurinn meira en 100 prósent. 

Viðreisn og Miðflokkur mælast báðir með stuðning undir heildarfylgi hjá tekjulægsta hópnum en þar njóta bæði Sósíalistaflokkur Íslands (9,5 prósent) og  Flokkur fólksins (8,0 prósent) mun meira fylgis en heilt yfir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent