Næstum helmingur tekjuhæstu kjósendanna styðja Sjálfstæðisflokk eða Viðreisn

Mikill munur er á stuðningi tekjuhópa við stjórnmálaöfl. Píratar eru vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar og sósíalistar eru líka sterkir þar.

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er lang­vin­sæl­asti stjórn­mála­flokkur lands­ins hjá þeim lands­mönnum þar sem heim­il­is­tekjur eru yfir 1.200 þús­und krónur á mán­uði. Hjá þeim hópi segj­ast 30,5 pró­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn ef gengið yrði til kosn­inga nú. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist rúm­lega tvisvar sinnum stærri hjá þessum tekju­hæsta hópi sam­fé­lags­ins en næst vin­sæl­asti val­kost­ur­inn, sem er Sam­fylk­ingin sem nýtur 14,6 pró­sent fylgi hjá hópn­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar hjá þeim sem eru með heim­il­is­tekjur yfir 1.200 þús­und krónur á mán­uði er það sama og heild­ar­fylgi flokks­ins mælist sem á meðan að vin­sældir Sjálf­stæð­is­flokks­ins hjá efsta tekju­hópnum eru um 33 pró­sent yfir heild­ar­fylgi flokks­ins. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölum sem Kjarn­inn hefur fengið hjá MMR og sýna með­al­tal síð­ustu þriggja kann­ana fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi flokka, sem gerðar voru frá 30. des­em­ber 2020 til 10. mars 2021. 

Auglýsing
Fylgi Við­reisnar er einnig umtals­vert meira hjá efsta tekju­hópnum en almennt. Alls segj­ast 14,1 pró­sent kjós­enda sem afla 1.200 þús­und krónur eða meira á mán­uði í heim­il­is­tekjur að þeir myndu kjósa þann flokk, en heild­ar­fylgi hans mælist 9,6 pró­sent. Það þýðir að vin­sældir Við­reisnar eru 47 pró­sent meiri hjá efsta tekju­hópnum en heilt yfir. 

Sam­an­lagt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisnar hjá þessum tekju­hópi mælist 44,6 pró­sent. Til sam­an­burðar mælist heild­ar­fylgi þeirra sam­an­lagt 32,6 pró­sent.

Píratar og sós­í­alistar sterkir hjá tekju­lágum

Vinstri græn, Píratar og Mið­flokkur sigla nokkuð lygnan sjó hjá þeim sem eru með mest á milli hand­anna og fylgi þeirra þar er svipað því sem mælist þegar öllum tekju­hópum er blandað sam­an. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er mun óvin­sælli hjá tekju­hæsta hópnum en heilt yfir og mælist með 7,6 pró­sent fylgi innan ahans. Það kemur svo lítið á óvart að Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með helm­ing heild­ar­fylgis hjá þeim sem eru með 1.200 þús­und krónur eða meira í heim­il­is­tekj­ur, eða 2,1 pró­sent, og Flokkur fólks­ins er enn óvin­sælli hjá tekju­hæstu lands­mönn­unum með 1,4 pró­sent fylg­i. 

Þegar lægsti tekju­hóp­ur­inn, sá sem er með undir 400 þús­und krónur á mán­uði, er skoð­aður kemur í ljós að Píratar mæl­ast stærsti allra flokka þar með 16,1 pró­sent stuðn­ing. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Vinstri græn mæl­ast öll nær jafn stór (13,5 til 13,6 pró­sent). Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist lengst allra flokka frá heild­ar­fylgi hjá tekju­lægsta hópn­um, en hann nýtur 40 pró­sent minni vin­sælda hjá tekju­lágum en heilt yfir. Þegar stuðn­ingur við flokk­inn hjá tekju­lægsta hópnum ann­ars vegar og þeim tekju­hæsta hins vegar er bor­inn saman er mun­ur­inn meira en 100 pró­sent. 

Við­reisn og Mið­flokkur mæl­ast báðir með stuðn­ing undir heild­ar­fylgi hjá tekju­lægsta hópnum en þar njóta bæði Sós­í­alista­flokkur Íslands (9,5 pró­sent) og  Flokkur fólks­ins (8,0 pró­sent) mun meira fylgis en heilt yfir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent