Næstum helmingur tekjuhæstu kjósendanna styðja Sjálfstæðisflokk eða Viðreisn

Mikill munur er á stuðningi tekjuhópa við stjórnmálaöfl. Píratar eru vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar og sósíalistar eru líka sterkir þar.

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stýra flokkum sem eru sýnilega mun vinsælli hjá tekjuhærri kjósendum en tekjulægri.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er lang­vin­sæl­asti stjórn­mála­flokkur lands­ins hjá þeim lands­mönnum þar sem heim­il­is­tekjur eru yfir 1.200 þús­und krónur á mán­uði. Hjá þeim hópi segj­ast 30,5 pró­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn ef gengið yrði til kosn­inga nú. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist rúm­lega tvisvar sinnum stærri hjá þessum tekju­hæsta hópi sam­fé­lags­ins en næst vin­sæl­asti val­kost­ur­inn, sem er Sam­fylk­ingin sem nýtur 14,6 pró­sent fylgi hjá hópn­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar hjá þeim sem eru með heim­il­is­tekjur yfir 1.200 þús­und krónur á mán­uði er það sama og heild­ar­fylgi flokks­ins mælist sem á meðan að vin­sældir Sjálf­stæð­is­flokks­ins hjá efsta tekju­hópnum eru um 33 pró­sent yfir heild­ar­fylgi flokks­ins. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölum sem Kjarn­inn hefur fengið hjá MMR og sýna með­al­tal síð­ustu þriggja kann­ana fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi flokka, sem gerðar voru frá 30. des­em­ber 2020 til 10. mars 2021. 

Auglýsing
Fylgi Við­reisnar er einnig umtals­vert meira hjá efsta tekju­hópnum en almennt. Alls segj­ast 14,1 pró­sent kjós­enda sem afla 1.200 þús­und krónur eða meira á mán­uði í heim­il­is­tekjur að þeir myndu kjósa þann flokk, en heild­ar­fylgi hans mælist 9,6 pró­sent. Það þýðir að vin­sældir Við­reisnar eru 47 pró­sent meiri hjá efsta tekju­hópnum en heilt yfir. 

Sam­an­lagt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisnar hjá þessum tekju­hópi mælist 44,6 pró­sent. Til sam­an­burðar mælist heild­ar­fylgi þeirra sam­an­lagt 32,6 pró­sent.

Píratar og sós­í­alistar sterkir hjá tekju­lágum

Vinstri græn, Píratar og Mið­flokkur sigla nokkuð lygnan sjó hjá þeim sem eru með mest á milli hand­anna og fylgi þeirra þar er svipað því sem mælist þegar öllum tekju­hópum er blandað sam­an. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er mun óvin­sælli hjá tekju­hæsta hópnum en heilt yfir og mælist með 7,6 pró­sent fylgi innan ahans. Það kemur svo lítið á óvart að Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með helm­ing heild­ar­fylgis hjá þeim sem eru með 1.200 þús­und krónur eða meira í heim­il­is­tekj­ur, eða 2,1 pró­sent, og Flokkur fólks­ins er enn óvin­sælli hjá tekju­hæstu lands­mönn­unum með 1,4 pró­sent fylg­i. 

Þegar lægsti tekju­hóp­ur­inn, sá sem er með undir 400 þús­und krónur á mán­uði, er skoð­aður kemur í ljós að Píratar mæl­ast stærsti allra flokka þar með 16,1 pró­sent stuðn­ing. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Vinstri græn mæl­ast öll nær jafn stór (13,5 til 13,6 pró­sent). Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist lengst allra flokka frá heild­ar­fylgi hjá tekju­lægsta hópn­um, en hann nýtur 40 pró­sent minni vin­sælda hjá tekju­lágum en heilt yfir. Þegar stuðn­ingur við flokk­inn hjá tekju­lægsta hópnum ann­ars vegar og þeim tekju­hæsta hins vegar er bor­inn saman er mun­ur­inn meira en 100 pró­sent. 

Við­reisn og Mið­flokkur mæl­ast báðir með stuðn­ing undir heild­ar­fylgi hjá tekju­lægsta hópnum en þar njóta bæði Sós­í­alista­flokkur Íslands (9,5 pró­sent) og  Flokkur fólks­ins (8,0 pró­sent) mun meira fylgis en heilt yfir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent