Samfylkingin og Píratar stærri hjá kjósendum undir þrítugu en Sjálfstæðisflokkurinn

Stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, höfðar síst til kjósenda á aldrinum 18-29 ára. Miðflokkurinn nær sömuleiðis illa til þess hóps.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen er annar oddvita Pírata í Reykjavík í komandi kosningum.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen er annar oddvita Pírata í Reykjavík í komandi kosningum.
Auglýsing

Bæði Samfylking og Píratar mældust með meira fylgi hjá aldurshópnum 18-29 ára en Sjálfstæðisflokkur samkvæmt síðustu þremur könnunum MMR, sem gerðar voru frá 30. desember 2020 til 10. mars 2021. Samfylkingin mælist með 19 prósent fylgi hjá aldurshópnum en Píratar með 17,7 prósent. Sjálfstæðisflokurinn er þriðji stærsti flokkurinn hjá kjósendum undir þrítugu með 17,7 prósent. Vert er að taka fram að munurinn á milli flokkanna þriggja er allur innan skekkjumarka. 

Fylgi Samfylkingar og Pírata hjá yngstu kjósendunum er töluvert yfir heildarfylgi þeirra samkvæmt tölum MMR, en alls segjast 14,5 prósent styðja Samfylkingu og 11,9 prósent Pírata. Heildarfylgi Sjálfstæðisflokks mælist hins vegar 23 prósent og því er staða hans hjá yngstu kjósendunum töluvert frá því.

Auglýsing
Fólk undir þrítugu er enda veikasti aldurshópur stærsta flokks landsins en sterkasti kjósendahópur bæði Samfylkingar og Pírata. Eini flokkurinn fyrir utan þá tvo sem er sterkastur hjá yngsta aldurshópnum er Sósíalistaflokkur Íslands. Hann mælist með 5,6 prósent fylgi hjá kjósendum undir þrítugu en með 4,2 prósent stuðning heilt yfir. 

Hinir stjórnarflokkarnir á svipuðu róli

Hjá hinum stjórnarflokkunum, Vinstri grænum og Framsóknarflokki, er fylgið hjá kjósendum á aldrinum 18-29 ára svipað og það er heilt yfir. Alls segjast 10,4 prósent yngsta kjósenda hópsins styðja Framsóknarflokkinn og 10,9 prósent Vinstri græn. 

Miðflokkurinn er í verulegum vanda þegar kemur að því að höfða til yngstu kjósendanna, en einungis 4,6 prósent svarenda undir þrítugu sögðu að þeir myndu styðja þann flokk.

Viðreisn myndi fá 7,5 prósent atkvæða hjá aldurhópnum ef kosið yrði í dag, miðað við niðurstöðu MMR, og Flokkur fólksins 4,2 prósent. 

Önnur staða hjá þeim sem eru eldri en 60 ára

Staðan breytist umtalsvert þegar horft er til fólks yfir sextugt. Þar er fylgi flokka í mun meiri takti við það sem mælist heilt yfir.

Þar er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins með 24,8 prósent fylgi og Samfylkingin næst stærst með 15,9 prósent. 

Aðrir flokkar sem njóta meiri vinsælda hjá elstu landsmönnum en heilt yfir eru Vinstri græn (12,7 prósent), Framsóknarflokkurinn (11, 9 prósent), Miðflokkurinn (10,7 prósent), og Flokkur fólksins (6,9 prósent).

Píratar eru með áberandi minna fylgi hjá elsta hópnum, en einungis 6,2 prósent kjósenda 60 ára og eldri segjast ætla að kjósa flokkinn. Viðreisn nýtur stuðnings 7,2 prósent svarenda í hópnum og Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 3,3 prósent fylgi hjá honum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent