Samfylkingin og Píratar stærri hjá kjósendum undir þrítugu en Sjálfstæðisflokkurinn

Stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, höfðar síst til kjósenda á aldrinum 18-29 ára. Miðflokkurinn nær sömuleiðis illa til þess hóps.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen er annar oddvita Pírata í Reykjavík í komandi kosningum.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar og Halldóra Mogensen er annar oddvita Pírata í Reykjavík í komandi kosningum.
Auglýsing

Bæði Samfylking og Píratar mældust með meira fylgi hjá aldurshópnum 18-29 ára en Sjálfstæðisflokkur samkvæmt síðustu þremur könnunum MMR, sem gerðar voru frá 30. desember 2020 til 10. mars 2021. Samfylkingin mælist með 19 prósent fylgi hjá aldurshópnum en Píratar með 17,7 prósent. Sjálfstæðisflokurinn er þriðji stærsti flokkurinn hjá kjósendum undir þrítugu með 17,7 prósent. Vert er að taka fram að munurinn á milli flokkanna þriggja er allur innan skekkjumarka. 

Fylgi Samfylkingar og Pírata hjá yngstu kjósendunum er töluvert yfir heildarfylgi þeirra samkvæmt tölum MMR, en alls segjast 14,5 prósent styðja Samfylkingu og 11,9 prósent Pírata. Heildarfylgi Sjálfstæðisflokks mælist hins vegar 23 prósent og því er staða hans hjá yngstu kjósendunum töluvert frá því.

Auglýsing
Fólk undir þrítugu er enda veikasti aldurshópur stærsta flokks landsins en sterkasti kjósendahópur bæði Samfylkingar og Pírata. Eini flokkurinn fyrir utan þá tvo sem er sterkastur hjá yngsta aldurshópnum er Sósíalistaflokkur Íslands. Hann mælist með 5,6 prósent fylgi hjá kjósendum undir þrítugu en með 4,2 prósent stuðning heilt yfir. 

Hinir stjórnarflokkarnir á svipuðu róli

Hjá hinum stjórnarflokkunum, Vinstri grænum og Framsóknarflokki, er fylgið hjá kjósendum á aldrinum 18-29 ára svipað og það er heilt yfir. Alls segjast 10,4 prósent yngsta kjósenda hópsins styðja Framsóknarflokkinn og 10,9 prósent Vinstri græn. 

Miðflokkurinn er í verulegum vanda þegar kemur að því að höfða til yngstu kjósendanna, en einungis 4,6 prósent svarenda undir þrítugu sögðu að þeir myndu styðja þann flokk.

Viðreisn myndi fá 7,5 prósent atkvæða hjá aldurhópnum ef kosið yrði í dag, miðað við niðurstöðu MMR, og Flokkur fólksins 4,2 prósent. 

Önnur staða hjá þeim sem eru eldri en 60 ára

Staðan breytist umtalsvert þegar horft er til fólks yfir sextugt. Þar er fylgi flokka í mun meiri takti við það sem mælist heilt yfir.

Þar er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins með 24,8 prósent fylgi og Samfylkingin næst stærst með 15,9 prósent. 

Aðrir flokkar sem njóta meiri vinsælda hjá elstu landsmönnum en heilt yfir eru Vinstri græn (12,7 prósent), Framsóknarflokkurinn (11, 9 prósent), Miðflokkurinn (10,7 prósent), og Flokkur fólksins (6,9 prósent).

Píratar eru með áberandi minna fylgi hjá elsta hópnum, en einungis 6,2 prósent kjósenda 60 ára og eldri segjast ætla að kjósa flokkinn. Viðreisn nýtur stuðnings 7,2 prósent svarenda í hópnum og Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 3,3 prósent fylgi hjá honum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent