Óánægjugos hjá Samfylkingu og fjöldi í framboði fyrir Vinstri græn

Flokkarnir eru að búa sig til kosninga. Í Suðurkjördæmi hefur uppstillingarleið Samfylkingar verið harðlega gagnrýnd, hrúga af fólki vill leiða lista Vinstri grænna og oddviti Sjálfstæðisflokks tilkynnti snögglega á páskadag að hann ætli að hætta á þingi.

Hér sjást samherjarnir fyrrverandi í þingflokki Bjartrar framtíðar, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall (t.h.). Páli var hafnað ásamt fleirum af uppstillingarnefnd Samfylkingar en Róbert er einn nokkurra sem nú keppast um að leiða VG.
Hér sjást samherjarnir fyrrverandi í þingflokki Bjartrar framtíðar, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall (t.h.). Páli var hafnað ásamt fleirum af uppstillingarnefnd Samfylkingar en Róbert er einn nokkurra sem nú keppast um að leiða VG.
Auglýsing

Um 14,8 pró­sent kjós­enda í for­seta­kosn­ing­unum í fyrra voru á kjör­skrá í Suð­ur­kjör­dæmi – alls tæp­lega 37.500 manns. Nú stytt­ist í alþing­is­kosn­ingar og flokk­arnir eru byrj­aðir að stilla upp listum sín­um. Sumir þeirra eru klárir með efstu fram­bjóð­end­ur, en aðrir flokkar munu draga það inn í sum­arið að kom­ast að end­an­legri nið­ur­stöðu.

Á lands­vísu er staðan þannig, og hefur verið í nokkurn tíma sam­­­­kvæmt könn­un­um, að flókið gæti orðið að mynda starf­hæfa rík­­­­is­­­­stjórn eftir kosn­­ing­­ar. Stjórn­­­­­­­ar­­­­flokk­­­­arnir hafa allir tapað fylgi, stærstu stjórn­­­­­­­ar­and­­­­stöð­u­­­­flokk­­­­arnir ekki bætt næg­i­­­­lega miklu við sig til að gera afger­andi kröfu á stjórn­­­­­­­ar­­­­myndun og nýir flokkar sem hafa ekki átt sæti á Alþingi áður eru að banka á dyrn­­­ar.

Ekki er úti­­­­lokað að flokk­­­­arnir á þingi verði níu tals­ins eftir að atkvæði hausts­ins verða tal­in, og hafa þá aldrei verið fleiri.

Kjarn­inn fékk gögn frá MMR úr könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­­­­­­­mála­­­­flokka síð­­­­­­­ustu þrjá mán­uði. Á meðal upp­­­­lýs­inga sem þar er að finna er fylgi flokka eftir land­­­­svæð­­­­um. Tölur MMR miða ekki við kjör­­­­dæmi í öllum til­­­­vikum og því gefa þær fyrst og síð­­­­­­­ast vís­bend­ingu um hver staða stjórn­­­­­­­mála­­­­flokk­anna er í hverju kjör­­­­dæmi fyrir sig.

Hvað Suð­ur­kjör­dæmi varðar má segja að vís­bend­ing­arnar sem fást úr nið­ur­stöðum MMR séu ágæt­lega sterkar, enda vantar ein­ungis Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörð inn í mæl­ing­una á Suð­ur­landi og Suð­ur­nesjum sem Kjarn­inn horfir til.

Páll leiðir ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn

Nið­ur­staða 2017 - 7.056 atkvæði - 25,2 pró­sent

Próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem átti fleiri en eitt af hverjum fjórum atkvæðum sem fóru ofan í kjör­kassa í Suð­ur­kjör­dæmi haustið 2017, fer fram í lok maí. Í dag á flokk­ur­inn þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og sá sem skip­aði þriðja sæti list­ans síð­ast, Vil­hjálmur Árna­son, hefur boðið sig fram til þess að leiða list­ann.

Hann hefur fengið áskor­anda – Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, mark­aðs­stjóra Kjöriss og fyrr­ver­andi for­mann Sam­taka iðn­að­ar­ins, sem margir telja að gæti átt góðu gengi að fagna í próf­kjör­inu sem er framund­an.

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur gefið kost á sér í 1. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi.

Óljóst er hvort fleiri blanda sér í slag­inn um odd­vita­sæt­ið, en fram­boðs­frestur rennur út á fimmtu­dag. Raunar hafði odd­vit­inn Páll Magn­ús­son einnig boðað að hann ætl­aði að sækj­ast eftir fyrsta sæt­inu á ný, en á páska­dag til­kynnti hann að honum hefði snú­ist hugur – honum ein­fald­lega langar ekki til þess að vera lengur í lands­málapóli­tík­inni, að eigin sögn.

Staða flokks­ins í kjör­dæm­inu í síð­ustu könn­unum MMR hefur verið svipuð og fyrir kosn­ing­arnar 2017 – en fylgið hefur verið um 20 pró­sent að með­al­tali.

Fram­sókn heldur próf­kjör í sumar

Nið­ur­staða 2017 - 5.230 atkvæði - 18,6 pró­sent

Í Suð­ur­kjör­dæmi fer fram lokað próf­kjör hjá Fram­sókn­ar­flokknum laug­ar­dag­inn 19. júní. Fast­lega má reikna með því að Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður flokks­ins leiði list­ann í Suð­ur­kjör­dæmi að nýju. Silja Dögg Gunn­ars­dóttir skip­aði annað sæti á lista 2017 og er hinn þing­maður Fram­sóknar í kjör­dæm­inu.

Jóhann Frið­rik Frið­riks­son bæj­ar­full­trúi í Reykja­nesbæ og fram­kvæmda­stjóri Keilis hefur boðað að hann sæk­ist eftir 2. sæt­inu í próf­kjör­inu í sum­ar.

Sigurður Ingi

Fram­sókn mælist með næst mest fylgi allra flokka á Suð­ur­landi í síð­ustu þremur könn­unum MMR, eða yfir 17 pró­sent að með­al­tali. Það er svipað og í aðdrag­anda kosn­inga 2017.

Mið­flokk­ur­inn hvergi að mæl­ast með meira fylgi

Nið­ur­staða 2017 - 3.999 atkvæði - 14,3 pró­sent

Mið­flokk­ur­inn er hvergi með meira fylgi en í Suð­ur­kjör­dæmi sam­kvæmt síð­ustu könn­unum MMR, en fylgi flokks­ins þar hefur að með­al­tali mælst 16 pró­sent á meðan að það hefur mælst undir 9 pró­sentum á lands­vísu.

Birgir Þórarinsson leiddi Miðflokkinn í Suðurkjördæmi 2017.

Þar gæti stefnt í odd­vitaslag, en þeir Birgir Þór­ar­ins­son og Karl Gauti Hjalta­son eru þing­menn flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Karl Gauti var þó alls ekk­ert kjör­inn á þing fyrir Mið­flokk­inn – heldur var hann odd­viti Flokks fólks­ins í kjör­dæm­inu árið 2017 og skipti um flokk eftir Klaust­ur­mál­ið. Lík­legt er talið að þeir kepp­ist um odd­vita­sætið í próf­kjöri meðal flokks­fólks.

Margir vilja leiða Vinstri græn

Nið­ur­staða 2017 - 3.321 atkvæði - 11,8 pró­sent

Það er áhuga­verð for­vals­bar­átta í gangi um þessar mundir hjá Vinstri græn­um. Ari Trausti Guð­munds­son ætlar ekki að gefa kost á sér til þing­starfa á ný og eftir for­ystu­sæti á list­anum sækj­ast hvorki fleiri né færri en fimm manns.

Frambjóðendur í forvali VG eru mýmargir og fimm vilja efsta sæti listans.

Það eru þau Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, Róbert Mar­s­hall, Hólm­­fríður Árna­dóttir og Almar Sig­urðs­son. For­val í kjör­dæm­inu fer fram dag­ana 10.-12. apr­íl.

Fylgi flokks­ins í síð­ustu könn­unum MMR hefur verið tæp 12 pró­sent á Suð­ur­landi og Suð­ur­nesjum, eða á svip­uðum slóðum og kjör­fylgið árið 2017.

Upp­still­ing og óánægja hjá Sam­fylk­ing­unni

Nið­ur­staða 2017 - 2.689 atkvæði - 9,6 pró­sent

Sam­fylk­ingin hefur ekki kynnt fram­boðs­lista sinn í Suð­ur­kjör­dæmi, en þar hefur Oddný Harð­ar­dóttir fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins og ráð­herra verið í odd­vita­sæt­inu og er hún eini þing­maður flokks­ins í kjör­dæm­inu í dag. Sam­kvæmt könn­unum MMR er fylgið á Suð­ur­nesjum og Suð­ur­landi á svip­uðum slóðum og í síð­ustu kosn­ing­um, eða rúm 9 pró­sent.

Óánægju hefur orðið vart hjá nokkrum þeirra sem gáfu kost á sér í efstu sæti á lista með störf upp­still­ing­ar­nefnd­ar, þrátt fyrir að enn hafi list­inn ekki verið kynnt­ur. Vísir fjall­aði um svekk­elsið nýlega, en í frétt mið­ils­ins sagði einnig að nöfn bæði Björg­vins G. Sig­urðs­sonar fyrr­ver­andi ráð­herra og Inger Erlu Thom­sen for­manns ung­liða­hreyf­ingar flokks­ins á Suð­ur­landi hefðu verið nefnd sem mögu­leg ofar­lega á list­an­um.

Oddný Harðardóttir hefur leitt Samfylkinguna í Suðurkjördæmi.

Hver­gerð­ing­ur­inn Njörður Sig­urðs­son, sem skip­aði annað sæti á list­anum 2017, fékk að eigin sögn boð um að vera í fjórða sæti á lista, hafn­aði því og sagði sig í kjöl­farið frá öllum trún­að­ar­störfum fyrir flokk­inn.

Páll Valur Björns­son fyrr­ver­andi þing­maður Bjartrar fram­tíðar og núver­andi vara­þing­maður Sam­fylk­ingar vildi fyrsta eða annað sæti á lista en ljóstr­aði því upp fyrir um tveimur vikum síðan að það hefði honum ekki staðið til boða. „Það verður að segj­ast eins og er að þessi aðferð Sam­fylk­ing­ar­innar við að raða upp á lista er eig­in­lega alveg glötuð,“ skrif­aði Páll Valur á Face­book við það tæki­færi.

Ást­þór Jón Ragn­heið­ar­son, sem sóst hafði eftir 2.-3. sæti á lista flokks­ins, fékk boð um að vera mun neðar á lista, að eigin sögn. Hann var ósáttur við upp­still­ing­ar­nefnd­ina. „Þeir sem skipa efstu sætin mun vera fólk sem hafði hvergi gefið út að það væri að sækj­ast eftir því. Það var því mitt mat að standa ekki á bak­við lista sem veitir fólki fram­gang sem hefur hvergi sóst eftir því eða unnið í því að fá fram­gang. Það kall­ast klíka og slíku tek ég ekki þátt í,“ skrif­aði Ást­þór.

Odd­vit­inn horf­inn úr Flokki fólks­ins

Nið­ur­staða 2017 - 2.509 atkvæði - 8,9 pró­sent

Flokkur fólks­ins hefur ekki kynnt fram­boðs­lista sína. Karl Gauti Hjalta­son, sem leiddi flokk­inn í Suð­ur­kjör­dæmi árið 2017, situr nú á þingi fyrir Mið­flokk­inn eftir Klaust­ur­málið og deilur innan Flokks fólks­ins.

Auglýsing

Ljóst er að flokk­ur­inn gæti eygt von um þing­sæti í Suð­ur­kjör­dæmi, en fylgið sam­kvæmt síð­ustu þremur mæl­ingum MMR liggur á milli 8 og 9 pró­sentu­stiga.

Karl Gauti Hjaltason (t.h.) ásamt Ólafi Ísleifssyni er þeir voru kynntir til leiks sem þingmenn Miðflokksins í kjölfar Klausturmálsins.

Á vef flokks­ins hefur verið sagt frá því að þau Ást­hildur Lóa Þór­s­dóttir for­­maður Hags­muna­­sam­­taka heim­il­anna og Tommi á Ham­­borg­­ara­­búll­unni (Tómas Andrés Tóm­a­s­­son) muni fara í fram­­boð fyrir flokk­inn og má reikna með því að þau rað­ist í odd­vita­sæti í ein­hverjum kjör­dæm­um.

Smári hættir á þingi fyrir Pírata

Nið­ur­staða 2017 - 1.985 atkvæði - 7,1 pró­sent

Smári McCarthy leiddi lista Pírata í Suð­ur­kjör­dæmi og er upp­bót­ar­þing­maður kjör­dæm­is­ins. Hann ætlar ekki fram að nýju, en Álf­heiður Eymars­dóttir vara­þing­maður varð efst í próf­kjöri flokks­ins sem fram fór nýlega.

Álfheiður Eymarsdóttir leiðir Pírata.

Fylgi Pírata á Suð­ur­landi og Suð­ur­nesjum er að mæl­ast svipað í síð­ustu könn­unum MMR og í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, eða innan við 6 pró­sent, sem er tals­vert undir fylgi flokks­ins á lands­vísu.

Bæj­ar­mála­maður úr Reykja­nesbæ leiðir Við­reisn

Nið­ur­staða 2017 - 871 atkvæði - 3,1 pró­sent

Við­reisn sá ekki til sólar í Suð­ur­kjör­dæmi árið 2017, er Jóna Sól­veig Elín­ar­dóttir leiddi list­ann. Hún hafði náð kjöri árið 2016 en gengi Við­reisnar í kjör­dæm­inu árið 2017 var dap­urt og ein­ungis 871 atkvæði skil­aði sér í hús.

Guðbrandur Einarsson leiðir Viðreisn.

Í síð­ustu mæl­ingum þremur mæl­ingum MMR hefur flokk­ur­inn mælst með 6,5 pró­sent að með­al­tali. Búið er að „af­hjúpa“ nýjan odd­vita, en það er Guð­brandur Ein­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórnar Reykja­nes­bæj­ar.

Hann leiddi lista fram­boðs­ins Beinnar leiðar til síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga og fékk fram­boðið 13,5 pró­sent fylgi í Reykja­nesbæ árið 2018.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn

Lítið hefur spurst af fram­boðs­málum Sós­í­alista­flokks­ins. Á Suð­ur­landi og Suð­ur­nesjum hefur fylgi flokks­ins mælst innan við fjögur pró­sent að með­al­tali í síð­ustu þremur könn­unum MMR.

Þingmenn Suðurkjördæmis

Kjör­dæma­kjörnir

· Páll Magn­ús­son (D)

· Sig­urður Ingi Jóhanns­son (B)

· Birgir Þór­ar­ins­son (M)

· Ásmundur Frið­riks­son (D)

· Ari Trausti Guð­munds­son (V)

· Oddný G. Harð­ar­dóttir (S)

· Silja Dögg Gunn­ars­dóttir (B)

· Karl Gauti Hjalta­son (F - síðar M)

· Vil­hjálmur Árna­son (D)

Upp­bót­ar­þing­maður

· Smári McCarthy (P)

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent