Óánægjugos hjá Samfylkingu og fjöldi í framboði fyrir Vinstri græn

Flokkarnir eru að búa sig til kosninga. Í Suðurkjördæmi hefur uppstillingarleið Samfylkingar verið harðlega gagnrýnd, hrúga af fólki vill leiða lista Vinstri grænna og oddviti Sjálfstæðisflokks tilkynnti snögglega á páskadag að hann ætli að hætta á þingi.

Hér sjást samherjarnir fyrrverandi í þingflokki Bjartrar framtíðar, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall (t.h.). Páli var hafnað ásamt fleirum af uppstillingarnefnd Samfylkingar en Róbert er einn nokkurra sem nú keppast um að leiða VG.
Hér sjást samherjarnir fyrrverandi í þingflokki Bjartrar framtíðar, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall (t.h.). Páli var hafnað ásamt fleirum af uppstillingarnefnd Samfylkingar en Róbert er einn nokkurra sem nú keppast um að leiða VG.
Auglýsing

Um 14,8 prósent kjósenda í forsetakosningunum í fyrra voru á kjörskrá í Suðurkjördæmi – alls tæplega 37.500 manns. Nú styttist í alþingiskosningar og flokkarnir eru byrjaðir að stilla upp listum sínum. Sumir þeirra eru klárir með efstu frambjóðendur, en aðrir flokkar munu draga það inn í sumarið að komast að endanlegri niðurstöðu.

Á lands­vísu er staðan þannig, og hefur verið í nokkurn tíma sam­­­kvæmt könn­un­um, að flókið gæti orðið að mynda starf­hæfa rík­­­is­­­stjórn eftir kosn­ing­ar. Stjórn­­­­­ar­­­flokk­­­arnir hafa allir tapað fylgi, stærstu stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­­flokk­­­arnir ekki bætt næg­i­­­lega miklu við sig til að gera afger­andi kröfu á stjórn­­­­­ar­­­myndun og nýir flokkar sem hafa ekki átt sæti á Alþingi áður eru að banka á dyrn­­­ar.

Ekki er úti­­­lokað að flokk­­­arnir á þingi verði níu tals­ins eftir að atkvæði hausts­ins verða tal­in, og hafa þá aldrei verið fleiri.

Kjarn­inn fékk gögn frá MMR úr könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­­­­­mála­­­flokka síð­­­­­ustu þrjá mán­uði. Á meðal upp­­­lýs­inga sem þar er að finna er fylgi flokka eftir land­­­svæð­­­um. Tölur MMR miða ekki við kjör­­­dæmi í öllum til­­­vikum og því gefa þær fyrst og síð­­­­­ast vís­bend­ingu um hver staða stjórn­­­­­mála­­­flokk­anna er í hverju kjör­­­dæmi fyrir sig.

Hvað Suðurkjördæmi varðar má segja að vísbendingarnar sem fást úr niðurstöðum MMR séu ágætlega sterkar, enda vantar einungis Sveitarfélagið Hornafjörð inn í mælinguna á Suðurlandi og Suðurnesjum sem Kjarninn horfir til.

Páll leiðir ekki Sjálfstæðisflokkinn

Niðurstaða 2017 - 7.056 atkvæði - 25,2 prósent

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins, sem átti fleiri en eitt af hverjum fjórum atkvæðum sem fóru ofan í kjörkassa í Suðurkjördæmi haustið 2017, fer fram í lok maí. Í dag á flokkurinn þrjá þingmenn í kjördæminu og sá sem skipaði þriðja sæti listans síðast, Vilhjálmur Árnason, hefur boðið sig fram til þess að leiða listann.

Hann hefur fengið áskoranda – Guðrúnu Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöriss og fyrrverandi formann Samtaka iðnaðarins, sem margir telja að gæti átt góðu gengi að fagna í prófkjörinu sem er framundan.

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur gefið kost á sér í 1. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi.

Óljóst er hvort fleiri blanda sér í slaginn um oddvitasætið, en framboðsfrestur rennur út á fimmtudag. Raunar hafði oddvitinn Páll Magnússon einnig boðað að hann ætlaði að sækjast eftir fyrsta sætinu á ný, en á páskadag tilkynnti hann að honum hefði snúist hugur – honum einfaldlega langar ekki til þess að vera lengur í landsmálapólitíkinni, að eigin sögn.

Staða flokksins í kjördæminu í síðustu könnunum MMR hefur verið svipuð og fyrir kosningarnar 2017 – en fylgið hefur verið um 20 prósent að meðaltali.

Framsókn heldur prófkjör í sumar

Niðurstaða 2017 - 5.230 atkvæði - 18,6 prósent

Í Suðurkjördæmi fer fram lokað prófkjör hjá Framsóknarflokknum laugardaginn 19. júní. Fastlega má reikna með því að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins leiði listann í Suðurkjördæmi að nýju. Silja Dögg Gunnarsdóttir skipaði annað sæti á lista 2017 og er hinn þingmaður Framsóknar í kjördæminu.

Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og framkvæmdastjóri Keilis hefur boðað að hann sækist eftir 2. sætinu í prófkjörinu í sumar.

Sigurður Ingi

Framsókn mælist með næst mest fylgi allra flokka á Suðurlandi í síðustu þremur könnunum MMR, eða yfir 17 prósent að meðaltali. Það er svipað og í aðdraganda kosninga 2017.

Miðflokkurinn hvergi að mælast með meira fylgi

Niðurstaða 2017 - 3.999 atkvæði - 14,3 prósent

Miðflokkurinn er hvergi með meira fylgi en í Suðurkjördæmi samkvæmt síðustu könnunum MMR, en fylgi flokksins þar hefur að meðaltali mælst 16 prósent á meðan að það hefur mælst undir 9 prósentum á landsvísu.

Birgir Þórarinsson leiddi Miðflokkinn í Suðurkjördæmi 2017.

Þar gæti stefnt í oddvitaslag, en þeir Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason eru þingmenn flokksins í kjördæminu.

Karl Gauti var þó alls ekkert kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn – heldur var hann oddviti Flokks fólksins í kjördæminu árið 2017 og skipti um flokk eftir Klausturmálið. Líklegt er talið að þeir keppist um oddvitasætið í prófkjöri meðal flokksfólks.

Margir vilja leiða Vinstri græn

Niðurstaða 2017 - 3.321 atkvæði - 11,8 prósent

Það er áhugaverð forvalsbarátta í gangi um þessar mundir hjá Vinstri grænum. Ari Trausti Guðmundsson ætlar ekki að gefa kost á sér til þingstarfa á ný og eftir forystusæti á listanum sækjast hvorki fleiri né færri en fimm manns.

Frambjóðendur í forvali VG eru mýmargir og fimm vilja efsta sæti listans.

Það eru þau Kolbeinn Óttarsson Proppé, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Róbert Mars­hall, Hólm­fríður Árna­dóttir og Almar Sigurðsson. Forval í kjördæminu fer fram dagana 10.-12. apríl.

Fylgi flokksins í síðustu könnunum MMR hefur verið tæp 12 prósent á Suðurlandi og Suðurnesjum, eða á svipuðum slóðum og kjörfylgið árið 2017.

Uppstilling og óánægja hjá Samfylkingunni

Niðurstaða 2017 - 2.689 atkvæði - 9,6 prósent

Samfylkingin hefur ekki kynnt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi, en þar hefur Oddný Harðardóttir fyrrverandi formaður flokksins og ráðherra verið í oddvitasætinu og er hún eini þingmaður flokksins í kjördæminu í dag. Samkvæmt könnunum MMR er fylgið á Suðurnesjum og Suðurlandi á svipuðum slóðum og í síðustu kosningum, eða rúm 9 prósent.

Óánægju hefur orðið vart hjá nokkrum þeirra sem gáfu kost á sér í efstu sæti á lista með störf uppstillingarnefndar, þrátt fyrir að enn hafi listinn ekki verið kynntur. Vísir fjallaði um svekkelsið nýlega, en í frétt miðilsins sagði einnig að nöfn bæði Björgvins G. Sigurðssonar fyrrverandi ráðherra og Inger Erlu Thomsen formanns ungliðahreyfingar flokksins á Suðurlandi hefðu verið nefnd sem möguleg ofarlega á listanum.

Oddný Harðardóttir hefur leitt Samfylkinguna í Suðurkjördæmi.

Hvergerðingurinn Njörður Sigurðsson, sem skipaði annað sæti á listanum 2017, fékk að eigin sögn boð um að vera í fjórða sæti á lista, hafnaði því og sagði sig í kjölfarið frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Páll Valur Björnsson fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og núverandi varaþingmaður Samfylkingar vildi fyrsta eða annað sæti á lista en ljóstraði því upp fyrir um tveimur vikum síðan að það hefði honum ekki staðið til boða. „Það verður að segjast eins og er að þessi aðferð Samfylkingarinnar við að raða upp á lista er eiginlega alveg glötuð,“ skrifaði Páll Valur á Facebook við það tækifæri.

Ástþór Jón Ragnheiðarson, sem sóst hafði eftir 2.-3. sæti á lista flokksins, fékk boð um að vera mun neðar á lista, að eigin sögn. Hann var ósáttur við uppstillingarnefndina. „Þeir sem skipa efstu sætin mun vera fólk sem hafði hvergi gefið út að það væri að sækjast eftir því. Það var því mitt mat að standa ekki á bakvið lista sem veitir fólki framgang sem hefur hvergi sóst eftir því eða unnið í því að fá framgang. Það kallast klíka og slíku tek ég ekki þátt í,“ skrifaði Ástþór.

Oddvitinn horfinn úr Flokki fólksins

Niðurstaða 2017 - 2.509 atkvæði - 8,9 prósent

Flokkur fólksins hefur ekki kynnt framboðslista sína. Karl Gauti Hjaltason, sem leiddi flokkinn í Suðurkjördæmi árið 2017, situr nú á þingi fyrir Miðflokkinn eftir Klausturmálið og deilur innan Flokks fólksins.

Auglýsing

Ljóst er að flokkurinn gæti eygt von um þingsæti í Suðurkjördæmi, en fylgið samkvæmt síðustu þremur mælingum MMR liggur á milli 8 og 9 prósentustiga.

Karl Gauti Hjaltason (t.h.) ásamt Ólafi Ísleifssyni er þeir voru kynntir til leiks sem þingmenn Miðflokksins í kjölfar Klausturmálsins.

Á vef flokks­ins hefur verið sagt frá því að þau Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og Tommi á Ham­borg­ara­búll­unni (Tómas Andrés Tóm­as­son) muni fara í fram­boð fyrir flokk­inn og má reikna með því að þau raðist í oddvitasæti í einhverjum kjördæmum.

Smári hættir á þingi fyrir Pírata

Niðurstaða 2017 - 1.985 atkvæði - 7,1 prósent

Smári McCarthy leiddi lista Pírata í Suðurkjördæmi og er uppbótarþingmaður kjördæmisins. Hann ætlar ekki fram að nýju, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður varð efst í prófkjöri flokksins sem fram fór nýlega.

Álfheiður Eymarsdóttir leiðir Pírata.

Fylgi Pírata á Suðurlandi og Suðurnesjum er að mælast svipað í síðustu könnunum MMR og í aðdraganda síðustu kosninga, eða innan við 6 prósent, sem er talsvert undir fylgi flokksins á landsvísu.

Bæjarmálamaður úr Reykjanesbæ leiðir Viðreisn

Niðurstaða 2017 - 871 atkvæði - 3,1 prósent

Viðreisn sá ekki til sólar í Suðurkjördæmi árið 2017, er Jóna Sólveig Elínardóttir leiddi listann. Hún hafði náð kjöri árið 2016 en gengi Viðreisnar í kjördæminu árið 2017 var dapurt og einungis 871 atkvæði skilaði sér í hús.

Guðbrandur Einarsson leiðir Viðreisn.

Í síðustu mælingum þremur mælingum MMR hefur flokkurinn mælst með 6,5 prósent að meðaltali. Búið er að „afhjúpa“ nýjan oddvita, en það er Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Hann leiddi lista framboðsins Beinnar leiðar til síðustu sveitarstjórnarkosninga og fékk framboðið 13,5 prósent fylgi í Reykjanesbæ árið 2018.

Sósíalistaflokkurinn

Lítið hefur spurst af framboðsmálum Sósíalistaflokksins. Á Suðurlandi og Suðurnesjum hefur fylgi flokksins mælst innan við fjögur prósent að meðaltali í síðustu þremur könnunum MMR.

Þingmenn Suðurkjördæmis

Kjör­dæma­kjörnir

· Páll Magn­ús­son (D)

· Sig­urður Ingi Jóhanns­son (B)

· Birgir Þór­ar­ins­son (M)

· Ásmundur Frið­riks­son (D)

· Ari Trausti Guð­munds­son (V)

· Oddný G. Harð­ar­dóttir (S)

· Silja Dögg Gunn­ars­dóttir (B)

· Karl Gauti Hjalta­son (F - síðar M)

· Vil­hjálmur Árna­son (D)

Upp­bót­ar­þing­maður

· Smári McCarthy (P)

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent