Fimm pólitískar uppákomur á Ólympíuleikunum

Nokkrir íþróttamenn notuðu tækifærið til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slíkt kann að vera bannað samkvæmt reglum Alþjóða ólympíunefndarinnar.

Fimm ólympíufarar
Auglýsing

Hvít-Rússi neit­aði að fara heim, banda­rískir skylm­inga­menn settu upp bleikar grím­ur, Taí­vani ítrek­aði þjóð­erni sitt, banda­rískur kúlu­varp­ari mynd­aði tákn með hönd­unum á verð­launa­palli og kín­verskir hjól­reiða­menn báru barmnælur með and­liti Maós Zedong.

Alþjóða ólymp­íu­nefndin hefur haft í nógu að snú­ast á leik­unum í Tókýó við að rann­saka atvik sem mögu­lega gætu brotið í bága við bann við póli­tískum og trú­ar­legum áróðri. Nokkuð var slakað á þess­ari reglu áður en leik­arnir hófust. Kepp­endur mega t.d. tjá skoð­anir sínar á blaða­manna­fundum í tengslum við leik­ana en áróður má ekki við­hafa á verð­launa­palli.

Auglýsing

Nokkur atvik af póli­tískum toga, þótt ólík séu, hafa komið upp á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó og hér verður farið í stuttu máli yfir fimm þeirra.

Hví­trúss­neski sprett­hlaupar­inn

Krystsina Tsimanouskaja. Mynd: EPA

Krysts­ina Tsima­nou­skaja átti að keppa í 200 metra hlaupi í Tókýó. En þegar á leik­ana var komið til­kynnti þjálf­ar­inn henni með stuttum fyr­ir­vara að hún ætti einnig að keppa í boð­hlaupi sem hún hafði ekki æft fyr­ir. Þessu mót­mælti Tsima­nou­skaja og birti m.a. færslu um það sem hún sagði „van­rækslu“ þjálf­ar­ans á Instagram. Færslan olli reiði í hví­trúss­nesku ólymp­íu­nefnd­inni sem ákvað að senda hana þegar í stað heim – dag­inn áður en hún átti að keppa í 200 metra hlaup­inu.

Tsima­nou­skaju var hótað og að auki ráð­lagði fjöl­skyldan í Hvít-Rúss­landi henni frá því að snúa til baka. Það væri ein­fald­lega ekki óhætt enda fjöl­mörg dæmi um að íþrótta­fólki hafi verið refsað fyrir mót­mæli, það jafn­vel fang­els­að. Hún neit­aði því að fara um borð í flug­vél­ina og bað um aðstoð alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­innar sem kom henni í öruggt skjól. Dag­inn eftir fór hún í pólska sendi­ráðið í Tókýó og bað um vernd. Hana fékk hún og um miðja síð­ustu viku var hún komin til Pól­lands þar sem hún hefur fengið dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. Alþjóð­lega ólymp­íu­nefndin hefur í kjöl­farið rekið tvo hví­trúss­neska þjálf­ara úr ólymp­íu­þorp­inu í Tókýó fyrir að reyna að þvinga Tsima­nou­skaju til að snúa til Hvíta-Rúss­lands. Málið allt er svo enn í rann­sókn hjá nefnd­inni.

Taí­vanski bad­mint­on­leik­ar­inn

Wang Chi-Lin frá Taívan.

Eftir að Taí­van hafði betur gegn Kína í tví­liða­leik karla í bad­minton á leik­unum í Tókýó skrif­aði gull­verð­launa­haf­inn Wang Chi-Lin á Face­book: „Ég er Taí­van­i.“ Það kann að hljóma nokkuð sjálf­sögð yfir­lýs­ing en er hins vegar hápóli­tísk. Taí­v­anir keppa undir nafn­inu Kín­verska Tapei að kröfu kín­verskra stjórn­valda sem segja Taí­van hluta af „sam­ein­uðu Kína“.

Taí­van hefur aldrei staðið sig jafn­vel á ólymp­íu­leikum og nú. Taí­vönsku íþrótta­menn­irnir hafa þegar unnið til tíu verð­launa. Þessi góði árangur hefur enn og aftur vakið upp deilur um þá stefnu alþjóð­legra stofn­anna á borð við ólymp­íu­nefnd­ina að flokka Taí­van sem kín­verskt svæði. Í frétt Reuters segir að aðeins fimmtán ríki við­ur­kenni Taí­van sem sjálf­stætt ríki.

Wang hefur fengið yfir milljón „læk“ á færsl­una og í athuga­semdum við hana má sjá yfir­lýs­ingar á borð við „Taí­van er Taí­van“ og „Team Tai­van“.

Banda­rísku skylm­inga­menn­irnir

Með bleikar andlitsgrímur.

Þegar banda­ríska karla­liðið í skylm­ingum mætti til keppni á ólymp­íu­leik­vang­inum í lok júlí báru þrír af fjórum kepp­endum þess bleikar and­lits­grím­ur. Sjá fjórði var með svarta.

Með þessu vildu þre­menn­ing­arnir sýna stuðn­ing við þrjár konur sem ásakað hafa liðs­fé­laga þeirra, Alen Hadzic, um kyn­ferð­is­brot. Upp um málið komst rétt eftir að hann var val­inn í liðið en hin meintu brot áttu sér stað á árunum 2013-2015. Að minnsta kosti tvær kvenn­anna stund­uðu skylm­ing­ar.

Hadzic neitar sök. Óháð rann­sókn­ar­nefnd, U.s. Center for SafeSport, komst að þeirri nið­ur­stöðu að vísa ætti Hadzic úr keppni en hann áfrýj­aði þeirri nið­ur­stöðu og hafði bet­ur.

Jackie Dubrovich, sem keppti í kvenna­liði Banda­ríkj­anna í skylm­ingum á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó, fagn­aði mót­mæla­að­gerð þre­menn­ing­anna og gagn­rýndi harð­lega kerfi og fólk sem hlífi ger­endum svo þeir þurfi ekki að taka ábyrgð á gerðum sín­um. „Kven­kyns íþrótta­menn nutu ekki verndar og öryggi okkar var ekki talið mik­il­vægt.“

Þrátt fyrir að banda­ríska ólymp­íu­nefndin hafi ákveðið að leyfa Hadzic að keppa greip hún til alls konar kúnsta til að halda honum frá öðrum kepp­end­um. Hann flaug t.d. ekki í sama liði og þeir til Tókýó og fékk ekki að dvelja í ólymp­íu­þorp­inu líkt og hin­ir. Í frétta­skýr­ingu New York Times um málið segir að þessar aðgerðir ólymp­íu­nefnd­ar­innar varpi ljósi á „vand­ræða­gang“ hennar við að takast á við ásak­anir um kyn­ferð­is­brot innan íþrótta eftir að læknir fim­leika­lands­lið­anna til fjölda ára, Lawrence Nass­ar, var dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir að brjóta á hópi fim­leika­stúlkna og kvenna.

Banda­ríski kúlu­varpar­inn

Raven Saunders.

Þegar banda­ríski kúlu­varpar­inn Raven Saund­ers steig á verð­launa­pall í Tókýó til að taka við silf­ur­verð­launum í grein­inni mynd­aði hún X með hönd­unum yfir höfði sér. Saund­ers er svört og sam­kyn­hneigð og hefur auk þess glímt við geð­ræna van­heilsu. Hún sagði merkja­send­ing­una tákna „gatna­mótin þar sem allt kúgað fólk kemur sam­an“.

Upp­á­koman vakti mikla athygli og alþjóð­lega ólymp­íu­nefndin hóf að skoða hvort að hún bryti í bága við bann við póli­tískum áróðri á verð­launapöll­un­um. Nið­ur­staðan kom nokkrum dögum seinna: Atvikið mun engar afleið­ingar hafa fyrir Saund­ers.

Sjálf seg­ist hún hafa viljað sýna ólíkum sam­fé­lögum sem hún til­heyrir sam­stöðu og að hún vilji nota árangur sinn og þá athygli sem honum fylgi til að vekja athygli á mál­staðn­um. „Við vitum að það er margt fólk sem lítur upp til okkar og það vill sjá hvort að við höfum eitt­hvað að segja og hvort að við tölum máli þeirra.“

Kín­versku hjól­reiða­kon­urnar

Merki með Maó.

Lið Kína í einni af hjól­reiða­keppnum Ólymp­íu­leik­anna í Tókýó bar brjóst­nælur með Maó Zedong, fyrr­ver­andi leið­toga Kína og stofn­anda kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins, er það tók við gull­verð­launum sín­um. Kon­urnar tvær, Bao Shanju and Zhong Tians­hi, rétt mörðu þýska liðið í sprett­hjól­reiðum inn­an­húss. Er þær komu á verð­launa­pall­inn mátti sjá skugga­mynd af Maó for­manni nælda í treyjur þeirra.

Alþjóð­lega ólymp­íu­nefndin sagð­ist þegar í stað ætla að skoða hvort að upp­á­tækið bryti í bága við bann við póli­tískum áróðri á verð­launa­palli leik­anna. Óskað var eftir svörum frá kín­versku ólymp­íu­nefnd­inni. „en þeir hafa líka sagt að þetta muni aldrei ger­ast aft­ur,“ hefur Reuter­s-frétta­stofan eftir tals­manni alþjóð­legu nefnd­ar­inn­ar.

Í frétt Guar­dian í gær kom fram að ákveðið hefði verið að sleppa hjól­reiða­kon­unum með áminn­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent