Fimm pólitískar uppákomur á Ólympíuleikunum

Nokkrir íþróttamenn notuðu tækifærið til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slíkt kann að vera bannað samkvæmt reglum Alþjóða ólympíunefndarinnar.

Fimm ólympíufarar
Auglýsing

Hvít-Rússi neit­aði að fara heim, banda­rískir skylm­inga­menn settu upp bleikar grím­ur, Taí­vani ítrek­aði þjóð­erni sitt, banda­rískur kúlu­varp­ari mynd­aði tákn með hönd­unum á verð­launa­palli og kín­verskir hjól­reiða­menn báru barmnælur með and­liti Maós Zedong.

Alþjóða ólymp­íu­nefndin hefur haft í nógu að snú­ast á leik­unum í Tókýó við að rann­saka atvik sem mögu­lega gætu brotið í bága við bann við póli­tískum og trú­ar­legum áróðri. Nokkuð var slakað á þess­ari reglu áður en leik­arnir hófust. Kepp­endur mega t.d. tjá skoð­anir sínar á blaða­manna­fundum í tengslum við leik­ana en áróður má ekki við­hafa á verð­launa­palli.

Auglýsing

Nokkur atvik af póli­tískum toga, þótt ólík séu, hafa komið upp á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó og hér verður farið í stuttu máli yfir fimm þeirra.

Hví­trúss­neski sprett­hlaupar­inn

Krystsina Tsimanouskaja. Mynd: EPA

Krysts­ina Tsima­nou­skaja átti að keppa í 200 metra hlaupi í Tókýó. En þegar á leik­ana var komið til­kynnti þjálf­ar­inn henni með stuttum fyr­ir­vara að hún ætti einnig að keppa í boð­hlaupi sem hún hafði ekki æft fyr­ir. Þessu mót­mælti Tsima­nou­skaja og birti m.a. færslu um það sem hún sagði „van­rækslu“ þjálf­ar­ans á Instagram. Færslan olli reiði í hví­trúss­nesku ólymp­íu­nefnd­inni sem ákvað að senda hana þegar í stað heim – dag­inn áður en hún átti að keppa í 200 metra hlaup­inu.

Tsima­nou­skaju var hótað og að auki ráð­lagði fjöl­skyldan í Hvít-Rúss­landi henni frá því að snúa til baka. Það væri ein­fald­lega ekki óhætt enda fjöl­mörg dæmi um að íþrótta­fólki hafi verið refsað fyrir mót­mæli, það jafn­vel fang­els­að. Hún neit­aði því að fara um borð í flug­vél­ina og bað um aðstoð alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­innar sem kom henni í öruggt skjól. Dag­inn eftir fór hún í pólska sendi­ráðið í Tókýó og bað um vernd. Hana fékk hún og um miðja síð­ustu viku var hún komin til Pól­lands þar sem hún hefur fengið dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. Alþjóð­lega ólymp­íu­nefndin hefur í kjöl­farið rekið tvo hví­trúss­neska þjálf­ara úr ólymp­íu­þorp­inu í Tókýó fyrir að reyna að þvinga Tsima­nou­skaju til að snúa til Hvíta-Rúss­lands. Málið allt er svo enn í rann­sókn hjá nefnd­inni.

Taí­vanski bad­mint­on­leik­ar­inn

Wang Chi-Lin frá Taívan.

Eftir að Taí­van hafði betur gegn Kína í tví­liða­leik karla í bad­minton á leik­unum í Tókýó skrif­aði gull­verð­launa­haf­inn Wang Chi-Lin á Face­book: „Ég er Taí­van­i.“ Það kann að hljóma nokkuð sjálf­sögð yfir­lýs­ing en er hins vegar hápóli­tísk. Taí­v­anir keppa undir nafn­inu Kín­verska Tapei að kröfu kín­verskra stjórn­valda sem segja Taí­van hluta af „sam­ein­uðu Kína“.

Taí­van hefur aldrei staðið sig jafn­vel á ólymp­íu­leikum og nú. Taí­vönsku íþrótta­menn­irnir hafa þegar unnið til tíu verð­launa. Þessi góði árangur hefur enn og aftur vakið upp deilur um þá stefnu alþjóð­legra stofn­anna á borð við ólymp­íu­nefnd­ina að flokka Taí­van sem kín­verskt svæði. Í frétt Reuters segir að aðeins fimmtán ríki við­ur­kenni Taí­van sem sjálf­stætt ríki.

Wang hefur fengið yfir milljón „læk“ á færsl­una og í athuga­semdum við hana má sjá yfir­lýs­ingar á borð við „Taí­van er Taí­van“ og „Team Tai­van“.

Banda­rísku skylm­inga­menn­irnir

Með bleikar andlitsgrímur.

Þegar banda­ríska karla­liðið í skylm­ingum mætti til keppni á ólymp­íu­leik­vang­inum í lok júlí báru þrír af fjórum kepp­endum þess bleikar and­lits­grím­ur. Sjá fjórði var með svarta.

Með þessu vildu þre­menn­ing­arnir sýna stuðn­ing við þrjár konur sem ásakað hafa liðs­fé­laga þeirra, Alen Hadzic, um kyn­ferð­is­brot. Upp um málið komst rétt eftir að hann var val­inn í liðið en hin meintu brot áttu sér stað á árunum 2013-2015. Að minnsta kosti tvær kvenn­anna stund­uðu skylm­ing­ar.

Hadzic neitar sök. Óháð rann­sókn­ar­nefnd, U.s. Center for SafeSport, komst að þeirri nið­ur­stöðu að vísa ætti Hadzic úr keppni en hann áfrýj­aði þeirri nið­ur­stöðu og hafði bet­ur.

Jackie Dubrovich, sem keppti í kvenna­liði Banda­ríkj­anna í skylm­ingum á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó, fagn­aði mót­mæla­að­gerð þre­menn­ing­anna og gagn­rýndi harð­lega kerfi og fólk sem hlífi ger­endum svo þeir þurfi ekki að taka ábyrgð á gerðum sín­um. „Kven­kyns íþrótta­menn nutu ekki verndar og öryggi okkar var ekki talið mik­il­vægt.“

Þrátt fyrir að banda­ríska ólymp­íu­nefndin hafi ákveðið að leyfa Hadzic að keppa greip hún til alls konar kúnsta til að halda honum frá öðrum kepp­end­um. Hann flaug t.d. ekki í sama liði og þeir til Tókýó og fékk ekki að dvelja í ólymp­íu­þorp­inu líkt og hin­ir. Í frétta­skýr­ingu New York Times um málið segir að þessar aðgerðir ólymp­íu­nefnd­ar­innar varpi ljósi á „vand­ræða­gang“ hennar við að takast á við ásak­anir um kyn­ferð­is­brot innan íþrótta eftir að læknir fim­leika­lands­lið­anna til fjölda ára, Lawrence Nass­ar, var dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir að brjóta á hópi fim­leika­stúlkna og kvenna.

Banda­ríski kúlu­varpar­inn

Raven Saunders.

Þegar banda­ríski kúlu­varpar­inn Raven Saund­ers steig á verð­launa­pall í Tókýó til að taka við silf­ur­verð­launum í grein­inni mynd­aði hún X með hönd­unum yfir höfði sér. Saund­ers er svört og sam­kyn­hneigð og hefur auk þess glímt við geð­ræna van­heilsu. Hún sagði merkja­send­ing­una tákna „gatna­mótin þar sem allt kúgað fólk kemur sam­an“.

Upp­á­koman vakti mikla athygli og alþjóð­lega ólymp­íu­nefndin hóf að skoða hvort að hún bryti í bága við bann við póli­tískum áróðri á verð­launapöll­un­um. Nið­ur­staðan kom nokkrum dögum seinna: Atvikið mun engar afleið­ingar hafa fyrir Saund­ers.

Sjálf seg­ist hún hafa viljað sýna ólíkum sam­fé­lögum sem hún til­heyrir sam­stöðu og að hún vilji nota árangur sinn og þá athygli sem honum fylgi til að vekja athygli á mál­staðn­um. „Við vitum að það er margt fólk sem lítur upp til okkar og það vill sjá hvort að við höfum eitt­hvað að segja og hvort að við tölum máli þeirra.“

Kín­versku hjól­reiða­kon­urnar

Merki með Maó.

Lið Kína í einni af hjól­reiða­keppnum Ólymp­íu­leik­anna í Tókýó bar brjóst­nælur með Maó Zedong, fyrr­ver­andi leið­toga Kína og stofn­anda kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins, er það tók við gull­verð­launum sín­um. Kon­urnar tvær, Bao Shanju and Zhong Tians­hi, rétt mörðu þýska liðið í sprett­hjól­reiðum inn­an­húss. Er þær komu á verð­launa­pall­inn mátti sjá skugga­mynd af Maó for­manni nælda í treyjur þeirra.

Alþjóð­lega ólymp­íu­nefndin sagð­ist þegar í stað ætla að skoða hvort að upp­á­tækið bryti í bága við bann við póli­tískum áróðri á verð­launa­palli leik­anna. Óskað var eftir svörum frá kín­versku ólymp­íu­nefnd­inni. „en þeir hafa líka sagt að þetta muni aldrei ger­ast aft­ur,“ hefur Reuter­s-frétta­stofan eftir tals­manni alþjóð­legu nefnd­ar­inn­ar.

Í frétt Guar­dian í gær kom fram að ákveðið hefði verið að sleppa hjól­reiða­kon­unum með áminn­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent