Fjármála- og efnahagsráðuneytið lagðist ekki í sérstaka útreikninga eða vinnu í aðdraganda síðustu þingkosninga vegna fyrirspurna um væntar heimtur af stóreignaskatti á ríkasta eitt prósent landsmanna. Þetta kemur fram í svari þess við fyrirspurn Kjarnans um málið.
Í byrjun september var mættust Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Kristrún Frostadóttir, þá frambjóðandi Samfylkingarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og ræddu meðal annars skattatillögur Samfylkingarinnar sem lagðar voru fram í aðdraganda síðustu kosninga. Í þeim fólst meðal annars að leggja á stóreignaskatt á hreinar eignir yfir 200 milljónir króna, sem flokkurinn taldi að myndi skila hátt í 15 milljörðum króna á ári í viðbótartekjur fyrir ríkissjóð.
Í umræddum þætti sagði orðrétt: „Þessar tölur um 20 milljarða. Við höfum látið reikna þetta út í fjármálaráðuneytinu og okkur sýnist að þetta gæti legið í kringum sex milljarða“.
Svöruðu ekki fyrr en eftir kosningar
Vegna þessara ummæla sendi Kjarninn fyrirspurn á fjármála- og efnahagsráðuneytið þann 10. september og spurði hvort þessi fullyrðing væri rétt, að ráðuneytið hefði látið starfsfólk sitt reikna út mögulegar heimtur vegna kosningaloforðs stjórnarandstöðuflokks í aðdraganda kosninga. Svar barst mánuði síðar, 11. október þegar kosningarnar voru afstaðnar, sem svaraði fyrirspurninni ekki með tæmandi hætti.
Vegna þess sem snýr að fyrirspurninni þinni skal tekið fram að þar var vísað til upplýsinga sem er að finna í svari við fyrirspurn á Alþingi sem ráðuneytið svaraði sl. vor.“
Umrætt svar er við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um um eigið fé þeirra fimm prósent, eitt prósent og 0,1 prósent Íslendinga sem mest eiga. Umrætt svar, sem var birt í byrjun júlí, var til ítarlegrar umfjöllunar í fjölmiðlum, meðal annars í Kjarnanum, og hafði verið aðgengilegt á vef Alþingis í rúma tvo mánuði þegar útvarpsþátturinn fór fram.
Í ljósi þess að svar ráðuneytisins svaraði ekki fyrirspurn Kjarnans með tæmandi hætti var hún ítrekuð og gerð ítarlegri. Í nýju svari, sem barst á föstudag, segir að ekki hafi verið lagt í „sérstaka útreikninga eða vinnu vegna fyrirspurna um væntar heimtur af stóreignaskatti á ríkasta 1 prósent landsmanna.“
Að öðru leyti er vísað í fyrra svar og það endurtekið.