Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi

Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.

Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Auglýsing

Frá og með næstkomandi mánudegi, 10. maí, fara fjöldatakmarkanir úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. 

Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og þeim gert að vera tómir eftir klukkan 23. Þá verða líka gerðar ákveðnar tilslakanir á skólastarfi. Nýju reglurnar munu gilda í tvær vikur. Grímuskylda verður áfram við lýði með óbreyttum hætti.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti þessar breytingar á ríkisstjórnarfundi í morgun. 

Auglýsing
Þar kom einnig fram að í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar, sem breytingarnar byggja á, hafi líka komið fram að ýmsar aðgerðir á landamærum sem gripið var til vegna hópsýkinga sem í upphafi voru raktar til ferðamanna á landamærum sem ekki héldu reglur um sóttkví og/eða einangrun hafi skilað árangri. „Undanfarna daga hafi fá smit greinst á hverjum degi utan sóttkvíar. Því megi ætla að tekist hafi að ná utan um fyrrgreind hópsmit þótt ekki sé hægt að segja að veiran sem veldur COVID-19 hafi verið upprætt úr samfélaginu,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Í lok síðasta mánaðar kynnti Svandís afléttingaráætlun varðandi sóttvarnaráðstafanir og samkomutakmarkanir. Þar kom fram að horft sé til þess að að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt í lok júní, eða þegar um 75 prósent landsmanna yfir 16 ára aldri hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni.

Samkvæmt þeim vegvísi var stefnt að því að hækka fjöldatakmarkanir upp í allt að 200 manns í byrjun maí, en sú dagsetning hefur ekki náðst. Í síðari hluta maí, þegar um 50 prósent landsmanna 16 ára og eldri á að vera orðinn bólusettur að öllu leyti eða hluta þá á að hækka markið upp í allt að þúsund manns og breyta tveggja metra reglunni í eins metra reglu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent