Fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur upplifa að dómgreind þeirra sé dregin í efa

Í nýrri íslenskri rannsókn kemur fram að fleiri konur upplifi að talað hafi verið niður til þeirra á vinnustaðnum. Þegar konur eru stjórnendur eru meiri líkur á því að þær upplifi grófan talsmáta og óviðeigandi brandara.

konur í stjórnunarstöðum
Auglýsing

Þrefalt fleiri kven­stjórn­endur en karl­stjórn­endur upp­lifa að hafa þurft að sanna sig í starfi meira en aðrir og fleiri konur upp­lifa að hafa verið talað niður til þeirra á vinnu­staðn­um.

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar, Kynin og vinnu­stað­ur­inn, sem lögð var fyrir um 2.000 aðild­ar­fé­laga Við­skipta­ráðs Íslands og kynntar voru í dag á Hilton Reykja­vík Nor­dica. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni Við­skipta­ráðs, Empower, Háskóla Íslands og Gallup.

Fram kemur í rann­sókn­inni að lík­urnar á að talað sé niður til kvenna virð­ist meiri þegar þær eru stjórn­end­ur. Lít­ill sem eng­inn munur sé á milli karla. Þetta eigi við hvort sem um er að ræða starfs­fólk eða stjórn­end­ur.

Auglýsing

Við­horfskönn­unin var net­könnun sem var send á rúm­lega 5.000 ein­stak­linga sem starfa hjá aðild­ar­fé­lögum Við­skipta­ráðs Íslands og feng­ust rúm­lega 2000 svör til baka frá fjölda fyr­ir­tækja á tíma­bil­inu 26. mars til 16. apríl 2021.

Konur lík­legri en karlar til að upp­lifa að not­aður sé grófur talsmáti

Í rann­sókn­inni kemur fram að fleiri kven­stjórn­endur en karl­stjórn­endur upp­lifa að dóm­greind þeirra og hæfni sé dregin í efa og konur eru lík­legri en karlar til að upp­lifa að not­aður sé grófur talsmáti og óvið­eig­andi brand­ar­ar. Þegar konur eru stjórn­endur eru meiri líkur á því að þær upp­lifi grófan talsmáta og óvið­eig­andi brand­ara.

Þegar spurt er um ábyrgð kynja til heim­il­is­ins þá telja 6 sinnum fleiri konur en karlar sig bera ábyrgð á heim­il­inu að meiri­hluta eða öllu leyti og bilið eykst þegar kemur að stjórn­endum en 14 sinnum fleiri kven­stjórn­endur en karl­stjórn­endur telja sig bera ábyrgð á heim­il­inu að meiri­hluta eða öllu leyti.

Í rann­sókn­inni voru kynin spurð út í hversu mik­inn stuðn­ing við­kom­andi fær frá næsta yfir­manni til að sinna starfi betur við að leysa verk­efni og við fram­gang eða aukna ábyrgð í starfi við að sam­ræma vinnu og einka­líf. Kven­stjórn­endur virð­ast veita meiri stuðn­ing til starfs­fólks við að sam­ræma vinnu og einka­líf. Færri körlum en konum finnst þeir fá stuðn­ing frá yfir­manni við að sam­ræma vinnu og einka­líf, en þó meiri frá kven­stjórn­enda. Konur telja sig fá sama stuðn­ing óháð kyni stjórn­enda. Karlar telja sig fá meiri stuðn­ing frá kven­stjórn­enda en karl­stjórn­enda.

Meiri fórn­ar­kostn­aður fyrir konur en karla að ger­ast stjórn­endur

Þórey Vil­hjálms­dóttir Proppé hjá Empower segir að nið­ur­stöð­urnar séu áhuga­verðar og end­ur­spegli vel þær áskor­anir sem fyr­ir­tæki standa frammi fyrir í menn­ingu á vinnu­stöðum þar sem upp­lifun kynja er ólík.

„Við erum á réttri leið en það virð­ist vera kerf­is­bundin kynja­munur í menn­ingu og enn mikið verk að vinna. Það virð­ist vera meiri fórn­ar­kostn­aður fyrir konur en karla að ger­ast stjórn­endur á vinnu­mark­aði þar sem að þær bera frekar ábyrgð á heim­il­is­störfum og mæta frekar áskor­unum í menn­ingu. Það er von okkar sem standa að rann­sókn­inni að stjórn­endur í atvinnu­líf­inu geta nýtt sér þessar nið­ur­stöður til að bæta stöðu kynj­anna innan síns fyr­ir­tæk­is,“ segir hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent