Fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur upplifa að dómgreind þeirra sé dregin í efa

Í nýrri íslenskri rannsókn kemur fram að fleiri konur upplifi að talað hafi verið niður til þeirra á vinnustaðnum. Þegar konur eru stjórnendur eru meiri líkur á því að þær upplifi grófan talsmáta og óviðeigandi brandara.

konur í stjórnunarstöðum
Auglýsing

Þrefalt fleiri kven­stjórn­endur en karl­stjórn­endur upp­lifa að hafa þurft að sanna sig í starfi meira en aðrir og fleiri konur upp­lifa að hafa verið talað niður til þeirra á vinnu­staðn­um.

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar, Kynin og vinnu­stað­ur­inn, sem lögð var fyrir um 2.000 aðild­ar­fé­laga Við­skipta­ráðs Íslands og kynntar voru í dag á Hilton Reykja­vík Nor­dica. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni Við­skipta­ráðs, Empower, Háskóla Íslands og Gallup.

Fram kemur í rann­sókn­inni að lík­urnar á að talað sé niður til kvenna virð­ist meiri þegar þær eru stjórn­end­ur. Lít­ill sem eng­inn munur sé á milli karla. Þetta eigi við hvort sem um er að ræða starfs­fólk eða stjórn­end­ur.

Auglýsing

Við­horfskönn­unin var net­könnun sem var send á rúm­lega 5.000 ein­stak­linga sem starfa hjá aðild­ar­fé­lögum Við­skipta­ráðs Íslands og feng­ust rúm­lega 2000 svör til baka frá fjölda fyr­ir­tækja á tíma­bil­inu 26. mars til 16. apríl 2021.

Konur lík­legri en karlar til að upp­lifa að not­aður sé grófur talsmáti

Í rann­sókn­inni kemur fram að fleiri kven­stjórn­endur en karl­stjórn­endur upp­lifa að dóm­greind þeirra og hæfni sé dregin í efa og konur eru lík­legri en karlar til að upp­lifa að not­aður sé grófur talsmáti og óvið­eig­andi brand­ar­ar. Þegar konur eru stjórn­endur eru meiri líkur á því að þær upp­lifi grófan talsmáta og óvið­eig­andi brand­ara.

Þegar spurt er um ábyrgð kynja til heim­il­is­ins þá telja 6 sinnum fleiri konur en karlar sig bera ábyrgð á heim­il­inu að meiri­hluta eða öllu leyti og bilið eykst þegar kemur að stjórn­endum en 14 sinnum fleiri kven­stjórn­endur en karl­stjórn­endur telja sig bera ábyrgð á heim­il­inu að meiri­hluta eða öllu leyti.

Í rann­sókn­inni voru kynin spurð út í hversu mik­inn stuðn­ing við­kom­andi fær frá næsta yfir­manni til að sinna starfi betur við að leysa verk­efni og við fram­gang eða aukna ábyrgð í starfi við að sam­ræma vinnu og einka­líf. Kven­stjórn­endur virð­ast veita meiri stuðn­ing til starfs­fólks við að sam­ræma vinnu og einka­líf. Færri körlum en konum finnst þeir fá stuðn­ing frá yfir­manni við að sam­ræma vinnu og einka­líf, en þó meiri frá kven­stjórn­enda. Konur telja sig fá sama stuðn­ing óháð kyni stjórn­enda. Karlar telja sig fá meiri stuðn­ing frá kven­stjórn­enda en karl­stjórn­enda.

Meiri fórn­ar­kostn­aður fyrir konur en karla að ger­ast stjórn­endur

Þórey Vil­hjálms­dóttir Proppé hjá Empower segir að nið­ur­stöð­urnar séu áhuga­verðar og end­ur­spegli vel þær áskor­anir sem fyr­ir­tæki standa frammi fyrir í menn­ingu á vinnu­stöðum þar sem upp­lifun kynja er ólík.

„Við erum á réttri leið en það virð­ist vera kerf­is­bundin kynja­munur í menn­ingu og enn mikið verk að vinna. Það virð­ist vera meiri fórn­ar­kostn­aður fyrir konur en karla að ger­ast stjórn­endur á vinnu­mark­aði þar sem að þær bera frekar ábyrgð á heim­il­is­störfum og mæta frekar áskor­unum í menn­ingu. Það er von okkar sem standa að rann­sókn­inni að stjórn­endur í atvinnu­líf­inu geta nýtt sér þessar nið­ur­stöður til að bæta stöðu kynj­anna innan síns fyr­ir­tæk­is,“ segir hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent