Flest slagorð í þessari kosningabaráttu gætu gengið fyrir hvaða flokk sem er

Eiríkur Rögnvaldsson segir fæst slagorð stjórnmálaflokkanna hafa einhverja sjálfstæða merkingu enda geti verið erfitt að leggja áherslu á eitthvað mál í slagorði sem verður svo ef til vill ekki kosningamál. Slagorð Sósíalista skarar fram úr að hans mati.

Eiríkur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði.
Eiríkur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði.
Auglýsing

Ef slag­orð flokk­ana fyrir kom­andi kosn­ingar eiga eitt­hvað sam­eig­in­legt þá er það að vera helst til inn­an­tóm auk þess sem þau ná illa að ein­kenna flokk­ana sem flagga þeim, þó finna megi á því und­an­tekn­ing­ar. Þetta segir Eiríkur Rögn­valds­son, pró­fessor emeritus í íslenskri mál­fræði en Kjarn­inn leit­aði til Eiríks og bað hann um álit á slag­orðum flokk­anna.

„Eitt sem mér fannst eft­ir­tekt­ar­vert þegar ég skoð­aði þetta var að þó nokkur af þessum slag­orðum gætu í sjálfu sér verið slag­orð hvaða flokks sem væri,“ segir Eiríkur og nefnir til dæmis slag­orð Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Mið­flokks­ins og Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins.

Slag­orð þess­ara flokka, í sömu röð og þeir voru taldir upp, fyrir kom­andi kosn­ingar eru eft­ir­far­andi: „Það skiptir máli hver stjórn­ar“, „Betra líf fyrir þig, þína fjöl­skyldu og kom­andi kyn­slóð­ir“, „Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi“, „Það sem við segj­umst ætla að gera, gerum við!“ og „Gegn spill­ingu - Beint lýð­ræði - Verndum nátt­úr­una“.

Auglýsing

Flest slag­orðin ganga fyrir alla flokka

Eiríkur segir slag­orðin vekja upp spurn­ingar um hvaða til­gangi þau þjóni. Hann segir nokkur slag­orð þess­arar kosn­inga­bar­áttu vera þess eðlis að ekki allir flokkar myndu taka þau orð­rétt upp og nefnir í því sam­hengi slag­orð Flokks fólks­ins, „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, og Fram­sókn­ar­flokks­ins, „Fram­tíðin ræðst á miðj­unn­i“. Vissu­lega geti slag­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins virst vísa til Mið­flokks­ins, bendir Eiríkur á, þó svo að Mið­flokk­ur­inn stað­setji sig ekki beint á miðj­unni. Þá telur hann að ekki myndu allir flokkar flagga því orð­færi sem birt­ist í slag­orði Sjálf­stæð­is­flokks­ins en flokk­ur­inn styðst við slag­orðið „Land tæki­færanna“.

Eitt slag­orð í þess­ari kosn­inga­bar­áttu stendur öðrum fram­ar, að mati Eiríks, slag­orð Sós­í­alista­flokks­ins sem er „Skilum rauð­u“. „Mér finnst það alveg bera af þessum slag­orð­um. Að því leyti að þarna er verið að taka þennan þekkta frasa „skilum auðu“ og bæta R-inu fyrir fram­an. Bæði er þetta ein­kenn­andi og passar vel fyrir flokk­inn og svo líka eitt­hvað sem maður tekur virki­lega eftir sem mér finnst nú ekki hægt að segja um margt af hin­u,“ segir Eirík­ur.

Slag­orð Pírata, „Lýð­ræði – ekk­ert kjaftæð­i“, er annað slag­orð sem gæti kannski ekki komið frá hvaða flokki sem er að mati Eiríks. „Maður sér ekki fyrir sér að margir aðrir flokkar myndu nota orð eins og „kjaftæði“ í sínum slag­orð­um. Það er svo­lítið óhefð­bundið sem á vænt­an­lega ágæt­lega við Pírata.“

„Báknið burt!“ dæmi um gott slag­orð

Að mati Eiríks eru slag­orðin flest ekk­ert sér­stak­lega tengd stefnu flokk­anna sem nota þau. „Þau eru flest ekk­ert sér­stak­lega tengd stefnu flokks­ins. Það er ekk­ert sér­stak­lega ein­kenn­andi og það er spurn­ing hvernig á að leggja út af því. Einn mögu­leik­inn er sá að stefnan er óskýr. Annar mögu­leik­inn er að stefnan sker sig svo ekk­ert mjög úr stefnu ann­arra flokka. Þriðji mögu­leik­inn er að segja að það er bara svo erfitt að búa til svona fra­sa, eitt­hvert svona slag­orð sem er lýsandi.

Spurður að því hvort slag­orðin geti virkað fyrir flokk­ana til að vinna kjós­endur á sitt band seg­ist Eiríkur ekki hafa trú á því. „Það eru til ein­hver gömul slag­orð sem hafa verið notuð áður sem hafa haft kannski ein­hver áhrif eins og til dæmis „Báknið burt!“ sem að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur oft not­að. Það er eitt­hvað sem er dálítið gott finnst mér að því leyti að þetta er stutt, ein­falt og lýsand­i,“ segir Eiríkur og spyr í kjöl­farið hvort það þurfi þurfi að búa til nýtt slag­orð fyrir hverjar kosn­ing­ar.

Snúið að semja gott slag­orð

Það getur verið vanda­samt verk að semja gott og smellið slag­orð fyrir kosn­inga­bar­áttu. Eiríkur bendir á að flokk­arnir þurfi til að mynda að passa sig á því að það sé ekki auð­velt að snúa út úr slag­orði þeurra. „Það er frægt dæmi fyrir löngu, árið 1979, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var með „Leift­ur­sókn gegn verð­bólg­u“, en and­stæð­ing­arnir sneru því upp í „Leift­ur­sókn gegn lífs­kjöru­m“. Það var eig­in­lega miklu betra slag­orð því það stuðl­ar. Þannig að það eig­in­lega sner­ist gegn flokknum og það má auð­vitað passa sig á því.“

Líkt áður segir getur það verið snúið að smíða gott slag­orð. Að mati Eiríks myndu slag­orðin ef til vill höfða meira til fólks ef þau töl­uðu meira inn í sam­tím­ann. Það geti hins vegar verið vara­samt fyrir flokk­ana sem þurfa að vera til­búnir með slag­orð í tæka tíð fyrir kosn­ing­ar. „Þá eru þeir kannski búnir að búa til slag­orð um eitt­hvað sem þeir halda að verði kosn­inga­mál en verður svo ekk­ert kosn­inga­mál,“ segir Eirík­ur.

„Í raun og veru eru þessi slag­orð þeirra meira eins og eitt­hvað logo, þetta er bara merki, ein­hvern veg­inn hluti af merki flokks­ins en hefur enga sjálf­stæða merk­ingu, bara til að ein­kenna flokk­inn,“ segir Eiríkur og bendir á að það þurfi ekki endi­lega að vera slæmt frá sjón­ar­hóli flokk­anna. Þrátt fyrir að það geti virst ómögu­legt við fyrstu sýn að meta hvaða flokkar eru með hvaða slag­orð, þá læri fólk að tengja slag­orð við við­kom­andi flokk og þá fá þau kannski eitt­hvert gildi að mati Eiríks.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent