Flest slagorð í þessari kosningabaráttu gætu gengið fyrir hvaða flokk sem er

Eiríkur Rögnvaldsson segir fæst slagorð stjórnmálaflokkanna hafa einhverja sjálfstæða merkingu enda geti verið erfitt að leggja áherslu á eitthvað mál í slagorði sem verður svo ef til vill ekki kosningamál. Slagorð Sósíalista skarar fram úr að hans mati.

Eiríkur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði.
Eiríkur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði.
Auglýsing

Ef slag­orð flokk­ana fyrir kom­andi kosn­ingar eiga eitt­hvað sam­eig­in­legt þá er það að vera helst til inn­an­tóm auk þess sem þau ná illa að ein­kenna flokk­ana sem flagga þeim, þó finna megi á því und­an­tekn­ing­ar. Þetta segir Eiríkur Rögn­valds­son, pró­fessor emeritus í íslenskri mál­fræði en Kjarn­inn leit­aði til Eiríks og bað hann um álit á slag­orðum flokk­anna.

„Eitt sem mér fannst eft­ir­tekt­ar­vert þegar ég skoð­aði þetta var að þó nokkur af þessum slag­orðum gætu í sjálfu sér verið slag­orð hvaða flokks sem væri,“ segir Eiríkur og nefnir til dæmis slag­orð Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Mið­flokks­ins og Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins.

Slag­orð þess­ara flokka, í sömu röð og þeir voru taldir upp, fyrir kom­andi kosn­ingar eru eft­ir­far­andi: „Það skiptir máli hver stjórn­ar“, „Betra líf fyrir þig, þína fjöl­skyldu og kom­andi kyn­slóð­ir“, „Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi“, „Það sem við segj­umst ætla að gera, gerum við!“ og „Gegn spill­ingu - Beint lýð­ræði - Verndum nátt­úr­una“.

Auglýsing

Flest slag­orðin ganga fyrir alla flokka

Eiríkur segir slag­orðin vekja upp spurn­ingar um hvaða til­gangi þau þjóni. Hann segir nokkur slag­orð þess­arar kosn­inga­bar­áttu vera þess eðlis að ekki allir flokkar myndu taka þau orð­rétt upp og nefnir í því sam­hengi slag­orð Flokks fólks­ins, „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, og Fram­sókn­ar­flokks­ins, „Fram­tíðin ræðst á miðj­unn­i“. Vissu­lega geti slag­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins virst vísa til Mið­flokks­ins, bendir Eiríkur á, þó svo að Mið­flokk­ur­inn stað­setji sig ekki beint á miðj­unni. Þá telur hann að ekki myndu allir flokkar flagga því orð­færi sem birt­ist í slag­orði Sjálf­stæð­is­flokks­ins en flokk­ur­inn styðst við slag­orðið „Land tæki­færanna“.

Eitt slag­orð í þess­ari kosn­inga­bar­áttu stendur öðrum fram­ar, að mati Eiríks, slag­orð Sós­í­alista­flokks­ins sem er „Skilum rauð­u“. „Mér finnst það alveg bera af þessum slag­orð­um. Að því leyti að þarna er verið að taka þennan þekkta frasa „skilum auðu“ og bæta R-inu fyrir fram­an. Bæði er þetta ein­kenn­andi og passar vel fyrir flokk­inn og svo líka eitt­hvað sem maður tekur virki­lega eftir sem mér finnst nú ekki hægt að segja um margt af hin­u,“ segir Eirík­ur.

Slag­orð Pírata, „Lýð­ræði – ekk­ert kjaftæð­i“, er annað slag­orð sem gæti kannski ekki komið frá hvaða flokki sem er að mati Eiríks. „Maður sér ekki fyrir sér að margir aðrir flokkar myndu nota orð eins og „kjaftæði“ í sínum slag­orð­um. Það er svo­lítið óhefð­bundið sem á vænt­an­lega ágæt­lega við Pírata.“

„Báknið burt!“ dæmi um gott slag­orð

Að mati Eiríks eru slag­orðin flest ekk­ert sér­stak­lega tengd stefnu flokk­anna sem nota þau. „Þau eru flest ekk­ert sér­stak­lega tengd stefnu flokks­ins. Það er ekk­ert sér­stak­lega ein­kenn­andi og það er spurn­ing hvernig á að leggja út af því. Einn mögu­leik­inn er sá að stefnan er óskýr. Annar mögu­leik­inn er að stefnan sker sig svo ekk­ert mjög úr stefnu ann­arra flokka. Þriðji mögu­leik­inn er að segja að það er bara svo erfitt að búa til svona fra­sa, eitt­hvert svona slag­orð sem er lýsandi.

Spurður að því hvort slag­orðin geti virkað fyrir flokk­ana til að vinna kjós­endur á sitt band seg­ist Eiríkur ekki hafa trú á því. „Það eru til ein­hver gömul slag­orð sem hafa verið notuð áður sem hafa haft kannski ein­hver áhrif eins og til dæmis „Báknið burt!“ sem að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur oft not­að. Það er eitt­hvað sem er dálítið gott finnst mér að því leyti að þetta er stutt, ein­falt og lýsand­i,“ segir Eiríkur og spyr í kjöl­farið hvort það þurfi þurfi að búa til nýtt slag­orð fyrir hverjar kosn­ing­ar.

Snúið að semja gott slag­orð

Það getur verið vanda­samt verk að semja gott og smellið slag­orð fyrir kosn­inga­bar­áttu. Eiríkur bendir á að flokk­arnir þurfi til að mynda að passa sig á því að það sé ekki auð­velt að snúa út úr slag­orði þeurra. „Það er frægt dæmi fyrir löngu, árið 1979, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var með „Leift­ur­sókn gegn verð­bólg­u“, en and­stæð­ing­arnir sneru því upp í „Leift­ur­sókn gegn lífs­kjöru­m“. Það var eig­in­lega miklu betra slag­orð því það stuðl­ar. Þannig að það eig­in­lega sner­ist gegn flokknum og það má auð­vitað passa sig á því.“

Líkt áður segir getur það verið snúið að smíða gott slag­orð. Að mati Eiríks myndu slag­orðin ef til vill höfða meira til fólks ef þau töl­uðu meira inn í sam­tím­ann. Það geti hins vegar verið vara­samt fyrir flokk­ana sem þurfa að vera til­búnir með slag­orð í tæka tíð fyrir kosn­ing­ar. „Þá eru þeir kannski búnir að búa til slag­orð um eitt­hvað sem þeir halda að verði kosn­inga­mál en verður svo ekk­ert kosn­inga­mál,“ segir Eirík­ur.

„Í raun og veru eru þessi slag­orð þeirra meira eins og eitt­hvað logo, þetta er bara merki, ein­hvern veg­inn hluti af merki flokks­ins en hefur enga sjálf­stæða merk­ingu, bara til að ein­kenna flokk­inn,“ segir Eiríkur og bendir á að það þurfi ekki endi­lega að vera slæmt frá sjón­ar­hóli flokk­anna. Þrátt fyrir að það geti virst ómögu­legt við fyrstu sýn að meta hvaða flokkar eru með hvaða slag­orð, þá læri fólk að tengja slag­orð við við­kom­andi flokk og þá fá þau kannski eitt­hvert gildi að mati Eiríks.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent