Önnur vöruflutningabifreið, þar sem flóttafólk hélt til, hefur fundist í Austurríki og reyndust 26 einstaklingar halda til í bifreiðinni. Þrjú börn úr hópnum reyndust vera í alvarlegu ástandi og voru þau fluttu með hraði á sjúkrahús.
Bifreiðin fannst skammt frá Braunau og var rúmenskur bílstjóri handtekinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem flóttafólk finnst í vöruflutningabifreið í Austurríki. Í síðustu viku fannst bifreið með 71 líki innanborðs, og er talið að allir hinir látnu hafi verið flóttamenn sem komu frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, Írak og Afganistan. Þrír Búlgarar og einn Afgani hafa verið handteknir vegna málsins, og voru þeir leiddir fyrir dómara í gær, og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 29. september, samkvæmt fréttum Reuters.
Three children found in critical condition on refugee truck: APA http://t.co/8wFLCy7CIp
— Reuters Top News (@Reuters) August 29, 2015
Ljóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa heitið því að bregðast við þeim mikla vanda sem nú blasir við milljónum manna sem flýja í stórum stíl til Evrópu, frá stríðshrjáðum svæðum. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar krafist þess að neyðarstarf verði stóreflt.