Forsætisráðherra vill skoða þrepaskipt fjármagnstekjuskattskerfi

Til þess að gera skattkerfið réttlátara mætti taka til skoðunar að koma á þrepaskiptu fjármagnstekjuskattskerfi á Íslandi, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er hún svaraði spurningu um málið á Facebook.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur vert að skoða þrepaskipt fjármagnstekjuskattskerfi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur vert að skoða þrepaskipt fjármagnstekjuskattskerfi.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra telur að á næsta kjör­tíma­bili eigi að skoða „mjög vel“ hvort taka skuli upp þrepa­skipt fjár­magnstekju­skatts­kerfi á Íslandi. Þetta sagði hún í svo­kall­aðri beinni línu á Face­book-­síðu sinni í hádeg­inu í dag.

Þar var hún spurð að því hvern­ig, að hennar mati, hægt væri að gera skatt­kerfið sann­gjarn­ara. Hún sagði að á þessu kjör­tíma­bili hefði verið tekið mik­il­vægt skref er þrepa­skipt tekju­skatts­kerfi var aftur tekið upp, en snemma á árinu 2019 var sam­þykkt að bæta einu þrepi við tekju­skatts­kerf­ið.

Það sagði hún algjört lyk­il­at­riði til að tryggja auk­inn jöfnuð í sam­fé­lag­inu og rétt­lát­ara skatt­kerfi, þannig að þau sem hafa lægri tekjur greiði hlut­falls­lega minna en þau sem hafa hærri tekj­ur.

„Mér finnst að sömu hugsun eigi að beita þegar við horfum á aðra hluta skatt­kerf­is­ins og ég held að það væri skyn­sam­legt að taka upp skoðun á fjár­magnstekju­skatts­kerfi Norð­ur­landa ann­ars vegar og fjár­magnstekju­skatts­kerf­inu á Íslandi. Við auð­vitað hækk­uðum fjár­magnstekju­skatt­inn á þessu tíma­bili, en hækk­uðum líka frí­tekju­mark­ið, og þá þarf að huga að því, viljum við færa okkur lengra inn í eitt­hvert þrepa­skipt kerfi á því sviði. Þetta tel ég að eigi að skoða mjög vel á næsta kjör­tíma­bil­i,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Í dag greiða ein­stak­lingar 22 pró­sent tekju­skatt af fjár­magnstekjum sem ekki stafa af atvinnu­rekstri, en fjár­magnstekjum má skipta í fjóra flokka; arð, leigu­tekj­ur, sölu­hagnað og vaxta­tekj­ur.

Kjarn­inn sagði frá því í vor að árið 2019 hefði tekju­hæsta 1 pró­sent lands­manna tekið til sín næstum helm­ing allra fjár­magnstekna sem urðu til á Íslandi það ár, eða 44,5 pró­sent. Þetta kom fram í umfjöllun Páls Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ings í Tíund, frétta­bréfi Skatts­ins.

Í umfjöllun Páls í Tíund var bent á að þeir allra tekju­hæstu á Íslandi eru með lægri skatt­byrði en þeir sem standa þeim næst í tekju­stig­an­um.

Þar sagði orð­rétt: „Ástæða þess að skatt­byrði tekju­hæsta eina pró­sents lands­manna er lægri en skatt­byrði tekju­hæstu fimm pró­sent­anna er sú að fjár­magnstekjur vega þyngra í tekjum þeirra sem eru tekju­hærri á hverjum tíma en skattur af fjár­magnstekjum var 22 pró­sent en stað­greiðsla tekju­skatts og útsvars af laun­um, líf­eyri og trygg­inga­bótum yfir 11.125 þús. kr. var 46,24 pró­sent.“

Bein lína

ykkar spurn­ingum svarað

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Thurs­day, Aug­ust 12, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent