Karen Kjartansdóttir, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar í tvö og hálft ár, hefur hætt störfum hjá flokknum. Uppsögnin á sér stað þegar innan við hálft ár er til næstu þingiskosningar, sem fara fram 25, september næstkomandi.
Í stöðuuppfærslu sem Karen birti á Facebook-síðu á vegum Samfylkingarinnar segir: „Á síðasta landsfundi kusu flokksmenn nýjan formann framkvæmdastjórnar, það liggur í eðli starfseminnar að framkvæmdarstjóri og formaður framkvæmdastjórnar þurfi að eiga mjög náið samstarf. Fljótlega kom í ljós að hugmyndir okkar um samstarfið væru of ólíkar til að það gæti gengið. Ég tel því farsælast fyrir Samfylkinguna að leiðir skilji á þessum tímamótum og áður en kosningabarátta hefst af fullum krafti.“
Sá sem ágreiningur Karenar er við er Kjartan Valgarðsson. Hann var kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar í nóvember í fyrra en hefur starfað innan flokksins frá stofnun í ýmsum trúnaðarstörfum.
Staða framkvæmdastjóra flokksins hafði verið laus frá kosningunum 2016, þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri Kristján Guy Burgess sagði starfi sín lausu eftir lélega útkomu flokksins í þingiskosningum.